Fréttablaðið - 16.09.2006, Page 88

Fréttablaðið - 16.09.2006, Page 88
52 16. september 2006 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Noregi í dag í Evr- ópukeppni landsliða. Þetta er annar leikur íslenska liðsins en um síðustu helgi tapaði liðið naumlega fyrir Hollendingum ytra, 61-66, í leik sem íslenska liðið hafði forystu nánast allan leikinn en missti leikinn úr höndum sér á síðustu mínútunum. Norska liðið lék einnig um síðustu helgi og vann tíu stiga sigur á Írum í Noregi. Þetta er fyrsti heimaleikur íslensks kvennalandsliðs í Evrópukeppni frá upphafi. Guðjón Skúlason, þjálfari kvennaliðsins, sagðist ekki vita mikið um norska liðið. „Ég veit jafn mikið um þetta lið og tölfræðin segir,“ sagði Guðjón sem reyndi að fá sendar myndir af leik norska liðsins gegn Írum en án árangurs. „Ég hef meiri áhyggjur af mínu liði en andstæðingunum. Ef við lögum það sem miður fór á síðustu mínút- unum í síðasta leik, þá hef ég engar áhyggjur af andstæðingunum,“ bætti Guðjón við. „Við spiluðum við þetta norska lið fyrir tveimur árum og unnum þær þá. Við teljum okkur alveg geta unnið þetta lið og ætlum okkur að gera það,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka og lands- liðskona í körfubolta. Helena sagði að góð stemning væri í hópnum þrátt fyrir að vissulega hafi það verið svekkjandi að tapa leiknum gegn Hollendingum. „Það er mjög góð stemn- ing í hópnum. Það bjóst enginn við því að við myndum vinna leikinn gegn Hollendingum, þó að við sjálfar höfum haft trú á því, en við spiluðum bara svo vel í leiknum að þrátt fyrir tapið þá vorum við bara svekktar en ekkert fúlar yfir því að við spiluðum illa eða neitt svoleiðis. Bara leiðinlegt að við unnum ekki leikinn, því við gátum það,“ sagði Helena. Leikurinn í dag er í Keflavík, byrjar kl. 14.00 og það er frítt á leikinn. ÍSLENSKA KVENNALANDSLIÐIÐ Í KÖRFUBOLTA: MÆTIR Í DAG LIÐI NOREGS Í EVRÓPUKEPPNINNI Við teljum okkur geta unnið þetta lið FÓTBOLTI Kvennalið ÍR er búið að vinna sér þáttökurétt í efstu deild kvenna og ÍR mun því í fyrsta sinn í sögu félagsins leika á meðal þeirra bestu í kvennaflokki næsta sumar. ÍR vann lið Þórs/KA í umspili um laust sæti í deildinni, 1-0, en það var Bryndís Jóhannesdóttir sem skoraði eina mark leiksins. - hbg Kvennalið ÍR: Fyrsta skipti í efstu deild FÓTBOLTI Fylkismenn ætla að gera sér glaðan dag í Árbænum þar sem síðasti heimaleikur liðsins í Landsbankadeildinni fer fram í dag. Fyrir leik verður mikil síldarveisla sem meistarakokkur- inn Úlfar Eysteinsson mun bera á borð. Veislan hefst klukkan 13.30 í Fylkishöllinni og því tilvalið fyrir Árbæinga að skella sér og hafa það náðugt í Lautinni. Veisla hjá Fylki: Síldarstemning í Árbænum FÓTBOLTI Það verður mikil spenna í Landsbankadeildinni í dag þegar sautjánda og næstsíðasta umferð Íslandsmótsins verður spiluð. FH getur aftur tryggt sér titilinn er Víkingur kemur í heimsókn. Svo er mikil spenna í neðri hluta deild- arinnar þar sem sex lið geta enn fallið. Áhugaverðasta viðureignin er klárlega slagur ÍA og ÍBV sem sitja í neðstu sætunum. Tapi ÍBV er liðið svo gott sem fallið. Það verður áhugavert að fylgj- ast með leik FH og Víkings en dag- urinn hjá FH gæti endað með fögnuði. En fari svo að liðið tapi verður hugsanlega mikil spenna í lokaumferð mótsins. Hvorki hefur gengið né rekið hjá meisturunum síðustu vikur en FH hefur leikið fimm leiki í röð án sigurs og í raun hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum. Stigauppskeran er í sam- ræmi við gengið en aðeins hafa fjögur stig fallið í skaut FH í síð- ustu fimm leikjum. „Það er mikill hugur í okkur og við stefnum á að ná þessum sigri sem upp á vantar,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, við Fréttablaðið í gær. Eins og áður segir hefur gengi FH verið slakt síðustu vikur en hvað telur þjálf- arinn að sé að hjá hans mönnum? „Ég held að það sé í sjálfu sér ekkert að hjá okkur. Við höfum bara misst svolítið taktinn. Svo höfum við lent í meiðslum og mikl- ar breytingar orðið á liðinu. Það er að há okkur og svo hefur verið talað um það lengi að við séum búnir að vinna þetta mót og það hefur kannski síast inn í hausinn á okkur. Einbeitingin hefur ekki verið upp á það besta en það verð- ur full einbeiting gegn Víkingi,“ sagði Ólafur sem vill ekki lofa sigri þótt hann sé bjartsýnn fyrir leikinn. „Stefnan er að tryggja titilinn í þessum leik en ég get ekki gengið svo langt að lofa sigri. Ég get þó lofað því að við munum leggja okkur alla fram til að ná réttum úrslitum,“ sagði Ólafur Jóhannes- son. henry@frettabladid.is Fullkomnar FH þrennuna? FH fær tækifæri til að verða Íslandsmeistari þriðja árið í röð á heimavelli í dag fyrir framan stuðningsmenn sína. Þjálfari FH, Ólafur Jóhannesson, er bjart- sýnn fyrir leikinn þótt gengi FH hafi verið mjög dapurt síðustu vikur. EINBEITTUR Ólafur Jóhannesson getur stýrt FH til síns þriðja titils á jafn mörgum árum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LANDSBANKADEILDIN Leikir dagsins: FH-VÍKINGUR KL. 16 KEFLAVÍK-VALUR KL. 16 FYLKIR-BREIÐABLIK KL. 16 ÍA-ÍBV KL. 16 KR-GRINDAVÍK KL. 16 STAÐAN FH 16 9 5 2 26-13 32 VALUR 16 7 6 3 24-15 27 KR 16 8 2 6 18-25 26 KEFLAVÍK 16 6 5 5 28-17 23 VÍKINGUR 16 5 5 6 20-13 20 FYLKIR 16 5 5 6 21-22 20 BREIÐABLIK 16 5 4 7 24-31 19 GRINDAVÍK 16 4 6 6 23-22 18 ÍA 16 5 3 8 22-27 18 ÍBV 16 4 3 9 14-35 15 FÓTBOLTI Þjálfarar eru ekki eingöngu að hætta störfum þessa dagana því Willum Þór Þórsson er búinn að framlengja samning sinn við Val til tveggja ára. Willum átti eitt ár eftir af núverandi samningi og hann er því samningsbundinn Val næstu þrjú árin. Í fréttatilkynningu frá Val kemur fram að gríðarleg ánægja sé með störf Willums hjá félaginu og að Valsmenn telji sig vera búnir að tryggja sér starfskrafta eins besta þjálfara sem völ er á hé á landi. - hbg Willum Þór Þórsson: Framlengir við Valsmenn WILLUM ÞÓR Verður hjá Val næstu þrjú árin. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL > Bikarinn verður í nágrenninu FH getur orðið Íslandsmeistari þriðja árið í röð í dag takist liðinu að leggja Víking að velli í Kaplakrika. Gangi allt að óskum hjá Hafnfirðingum fær liðið afhentan sjálfan Íslandsbikar- inn í leikslok enda hefur KSÍ reynt að afhenda sigurliðinu bikarinn á heimavelli þegar því hefur verið við komið. Verð- launapallarnir verða komnir á staðinn fyrir leik og geymdir á vísum stað í Krikanum. Sjálfur Íslandsbikarinn verð- ur heldur ekki sýnilegur meðan á leik stendur en hann verður þó í hæfilegri fjarlægð og verður keyrður með hraði á staðinn skömmu fyrir leikslok ef staða FH-inga er góð. Það gæti því orðið sigurhátíð í Krikanum í dag. FÓTBOLTI Danski landsliðsmaður- inn Thomas Gravesen hefur ákveðið að hætta að spila með landsliðinu. Gravesen átti góðan leik í sínum síðasta landsleik, en það var í 2-0 sigri Dana á Íslendingum. „Ég vil einbeita mér alfarið að mínu starfi hér hjá Celtic,“ sagði Gravesen. „Ég er mjög þakklátur fyrir þann tíma sem ég hef átt í landsliðinu og mig langar til að þakka öllum mínum liðsfélögum, þjálfaranum Morten Olsen, dönsku stuðningsmönnunum og öllum í kringum danska liðið. Það hefur verið mikill heiður að leika fyrir hönd dönsku þjóðarinnar.“ - dsd Thomas Gravesen: Leggur lands- liðsskónum THOMAS GRAVESEN Lék sinn fyrsta landsleik fyrir átta árum en lék sinn síð- asta gegn Íslandi fyrr í þessum mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Valur hefur gengið frá samkomulagi við Dag Sigurðsson um að Dagur taki við stöðu fram- kvæmdastjóra hjá félaginu á næsta ári. Dagur hefur verið á flakki um heiminn síðustu tíu ár. Hann er nú spilandi þjálfari hjá Bregenz í Austurríki og hefur náð góðum árangri þar. „Þetta vildi nú bara þannig til að ég er á leiðinni heim og þeir voru að leita að manni í þetta starf. Það var frekar auðvelt að ganga frá þessu, vegna þess að það var áhugi hjá báðum aðilum,“ sagði Dagur í samtali við Fréttablaðið. Dagur mun vera í Austurríki í vetur og klára þennan vetur sem leikmaður og þjálfari Bregenz. „Ég klára þennan vetur og verð bara í sambandi við starfsfólkið hjá Val og kem þannig að framtíð- ar skipulagningunni sem er þar í gangi núna. Ég verð sem sagt Val innan handar á meðan ég klára minn samning hérna úti og svo tek ég við þessu næsta vor,“ sagði Dagur. Dagur sagði að hann tæki ekki við þjálfun Valsliðsins á næsta ári en bætti því þó við að hann langaði mjög mikið til að þjálfa Valsliðið í framtíðinni. „Ég ætla fyrst að taka þetta spennandi verkefni að mér og svo fæ ég væntanlega að spreyta mig á hinu þegar fram líður. Maður er ennþá ungur,“ sagði Dagur. „Ég hef ennþá mjög gaman af þjálfun. Ég ákvað bara að taka að mér þetta verkefni og á meðan tek ég mér frí frá þjálfun- inni.“ Tíu ár eru síðan Dagur og fjöl- skylda hans fluttu frá Íslandi og Dagur sagði það helstu ástæðuna fyrir því að fjölskyldan sé á leið upp á klakann aftur. „Okkur finnst þetta bara vera komið gott. Við erum komin með þrjú börn og þetta var fjölskylduákvörðun að koma heim. Ég er kominn með smá heimþrá,“ sagði Dagur að lokum. - dsd Dagur Sigurðsson mun taka við framkvæmdastjórastöðu hjá Val á næsta ári: Ég er kominn með heimþrá DAGUR SIGURÐSSON Er á leið til Íslands á næsta ári og verður framkvæmdastjóri Vals. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ������������������������ ����������������������������������������������� ������������������������������������������������ ���������������������������������������� ���������������������������� ������������������������������� �������������������������� ����������� �������������� �������������������������������������������������� �������������������������������������

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.