Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.09.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 18.09.2006, Qupperneq 8
8 18. september 2006 MÁNUDAGUR VEISTU SVARIÐ? 1 Hvaða þingmaður Samfylk- ingarinnar í Norðvesturkjör- dæmi hyggst hætta þing- mennsku í vor? 2 Hvaða verslun hélt upp á 50 ára afmæli sitt á laugardaginn? 3 Hverjir eru nýkrýndir Íslands- meistarar karla í knattspyrnu? SVÖR Á BLS. 38 UMFERÐARSLYS Banaslys varð á Suð- urlandsvegi austan við Selfoss um níu leytið á laugardagskvöld. Ekið var mann á sextugsaldri sem var á hestbaki. Talið er að hann hafi lát- ist samstundis. Ökumaður bifreiðarinnar var einn í bílnum og þurfti að nota klippur Brunavarna Árnessýslu til að ná honum út. Hann var fluttur á Landspítala – háskólasjúkrahús í Reykjavík en er að sögn lögregl- unnar á Selfossi ekki alvarlega slasaður. Samkvæmt lögreglunni bendir ekkert til þess að um hraðakstur eða ölvunarakstur hafi verið að ræða. Veginum var lokað í þrjá tíma eftir slysið og myndaðist við það nokkur umferðarteppa. Til- drög slyssins eru í rannsókn hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Banaslysið á laugardaginn er það tuttugasta í umferðinni það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu sautján látið lífið í umferðarslysum og sextán um þetta leyti árið 2004. Umferðarstofa og samgöngu- ráðuneytið standa nú fyrir átaki gegn umferðarslysum sem ber nafnið „Nú segjum við STOPP“. Á heimasíðu átaksins getur fólk skrifað undir yfirlýsingu um betri hegðun í umferðinni með það að markmiði að fækka slysum. Um hádegi á laugardag höfðu um átján þúsund manns skrifað nafn sitt við yfirlýsinguna. Í henni segir meðal annars að undirritað- ur hyggist fara að lögum í umferð- inni, hann muni gera allt sem hann getur til að skaða hvorki sjálfan sig né aðra í umferðinni og að hann ætli að auðvelda öðrum vegfar- endum að komast leiðar sinnar á sem öruggastan hátt. „Þátttakan í átakinu er mjög góð og svo sem ekkert öðruvísi en við bjuggumst við. Það vilja allir vera með í að leggja lóð á vogar- skálarnar. Það er óhætt að kalla þetta þjóðarinnræti,“ segir Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu, um viðtökur Íslendinga við umferðarátakinu. „Því miður eru kannski ekki allir tilbúnir að haga sér eftir því og alltaf einhverjir sem alls ekki vilja það. Þarna er verið að reyna að hafa áhrif á þá sem ástunda þessa hegðun.“ salvar@frettabladid.is Tuttugu hafa látið lífið í umferðarslysum á árinu Maður lést þegar ekið var á hann á laugardagskvöld. Banaslysið er það tuttugasta í umferðinni það sem af er árinu. Átján þúsund manns hafa undirritað yfirlýsingu vegna umferðarátaksins „Nú segjum við STOPP“. SUÐURLANDSVEGUR Forstjóri Umferðarstofu segist ánægður með viðtökur Íslend- inga við umferðarátakinu „Nú segjum við STOPP“. Hann segir óhætt að kalla það þjóðarinnræti Íslendinga að vilja leggja lóð á vogarskálarnar. AFGANISTAN, AP David Richards, hershöfðingi sem leiðir 20.000 manna herlið NATO í Afganistan, sagði um helgina að aðgerðir sem miðuðu að því að hrekja herskáa talíbana úr fylgsnum sínum í Suður-Afganistan hefðu heppnast vel og væri lokið. Samkvæmt upplýsingum frá NATO létust um 500 vígamenn talíbana í aðgerð- unum sem stóðu yfir í tvær vikur. Þrátt fyrir það voru gerðar tvær sjálfsmorðsárásir á bílalestir á vegum hersetuliðsins í gær. Tveir óbreyttir borgarar létust í árásunum auk þess sem sex hermenn særðust. - þsj NATO segir aðgerðum lokið: Hafa hrakið vígamenn burt BANDARÍKIN, AP Hjúkrunarkona í Portland í Bandaríkjunum lét leigumorðingja ekki yfirbuga sig þegar hún kom að honum á heimili sínu heldur drap hann með berum höndum. Hann réðst að konunni með hamri þegar hún kom heim til sín en átökunum lauk með því að konan kyrkti árásarmann sinn, enda nokkuð stærri en hann. Lögregla hélt upphaflega að maðurinn væri innbrotsþjófur en telur nú að hann hafi verið leigumorðingi, ráðinn af eigin- manni konunnar. - sþs Bandarísk hjúkrunarkona: Kyrkti sinn eigin leigumorðingja MOLDAVÍA, AP Íbúar Trans-Dniester-héraðs í fyrrverandi sovétlýðveldinu Moldavíu kusu í gær um hvort héraðið ætti að halda áfram baráttu sinni um að sameinast Rússlandi. Búist er við að sameiningarstefnan verði samþykkt með yfirburðum, enda styðja allir stjórnmálaflokkar héraðsins sameiningu og móðurmál langflestra af 390 þúsund íbúum þess er rússneska. Opinbert mál Moldavíu er rúmenska. Ríkisstjórn Moldavíu segist munu virða útkomu kosninganna að vettugi, en hún háði stríð við rússneskumælandi aðskilnaðars- inna árið 1992 með þeim afleiðingum að um 1.500 manns létust. Bandaríkin og Evrópu- sambandið hafa einnig gagnrýnt atkvæða- greiðsluna, og segja hana geta orðið for- dæmi fyrir rússneska aðskilnaðarsinna í öðrum fyrrverandi sovétlýðveldum. Leiðtogi Trans-Dniester-héraðs, Igor Smirnov, styður þjóðaratkvæðagreiðsluna, en rússnesk stjórnvöld hafa ekkert gefið upp um hvort þau séu tilbúin að innlima þetta bágstadda hérað. „Mörg önnur fyrrverandi sovétlýðveldi hafa ákveðið framtíð sína án þess að spyrja þjóð sína, til dæmis Úkraína og Moldavía, sem vilja ganga í Nató og ESB án þess að spyrja kjósendur,“ sagði Smirnov, þegar hann greiddi atkvæði með aðskilnaði. - sgj Íbúar í Trans-Dniester í Moldavíu vilja að héraðið sameinist Rússlandi: Renna hýru auga til Moskvu KJÖRSTAÐUR Í TIRASPOL Íbúar höfuðborgar Trans-Dniest- er kjósa um framtíð sína undir rauða og græna héraðs- fánanum frá tíma Sovétríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRAMKVÆMDIR Lokið hefur verið við yfirbyggingu á brúnni yfir Vestulandsveg. Brúarsmíðin hefur staðið yfir frá því í maí á þessu ári. Yfirbyggingin á brúnni var steypt á þriðja tímanum aðfara- nótt laugardags, en um þrjátíu manns voru kallaðir út til verksins og lauk því upp úr hádegi á laugar- degi. Ekki mátti loka Vesturlands- vegi vegna framkvæmdanna þannig að gæta þurfti fyllstu var- úðarráðstafana á meðan þeim stóð. Reiknað er með að framkvæmd- um ljúki að þremur vikum liðnum, en þá er búist við að einhver hluti jarðvinnunnar verði eftir. Verklok eru 1. nóvember 2007. - rve Brúarsmíði við Vesturlandsveg: Yfirbyggingin tilbúin VIÐ VESTURLANDSVEG Brúarsmíði stendur nú yfir við Vesturlandsveg og áætlað er að henni ljúki í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.