Fréttablaðið - 18.09.2006, Page 15
MÁNUDAGUR 18. september 2006 15
KÖNNUN Rúmlega 70 prósent við-
skiptavina eru mjög eða frekar
ánægð með þjónustu fasteigna-
sala. Hins vegar þurfa fasteigna-
salar að huga betur að þjónustu
sinni vegna ágreiningsmála sem
upp koma í kjölfar viðskipta.
Þetta kemur fram í nýrri við-
horfskönnun sem Félag fast-
eignasala lét vinna fyrir sig.
Könnunin náði til viðskiptavina
fasteignasala frá 1. apríl 2005 til
1. apríl 2006.
Tæplega helmingur aðspurðra
segist bera mjög mikið eða frekar
mikið traust til fasteignasala.
Rúmur helmingur vantreystir því
fasteignasölum. Grétar Jónasson,
framkvæmdastjóri Félags fast-
eignasala, segir ljóst að huga
verði að því hvernig unnið verði
að bættri ímynd fasteignasala
almennt. „Eitt af því sem þarf að
skoða er að fasteignasalastéttin,
ólíkt nánast öllum sérfræðistétt-
um, er spyrt saman við gríðarleg-
an fjölda fólks sem starfar við
fasteignasölu án þess að vera
fasteignasalar og sinnir oft ráð-
gjöf án þeirrar kunnáttu sem til
þarf.“
Að sögn Grétars sýna niður-
stöður könnunarinnar að reynsla
viðskiptavina á fasteignasölum,
þar sem fáir fasteignasalar starfa
er verri en þar sem margir fast-
eignasalar eru við störf.
Einungis 2,5 prósent segja
verð þjónustunnar hafa ráðið vali
seljenda á fasteignasölu. Tæplega
70 prósent nefndu persónuleg
tengsl, góða reynslu af fasteigna-
sölunni og meðmæli annarra. - sdg
GRÉTAR JÓNAS-
SON Segir kannan-
ir nauðsynlegar til
að skoða málefni
fasteignasalastétt-
arinnar gagnrýnið
og bæta úr þar
sem úrbóta er
þörf.
Rúmur helmingur viðskiptavina vantreystir fasteignasölum:
Vill bæta ímynd fasteignasala
UTANRÍKISMÁL Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra er stödd í opinberri
heimsókn í Kína dagana 14. til 19.
september í boði Sun Jiaqheng,
menningarmálaráðherra Kína.
Á fundum Þorgerðar með
kínverskum ráðherrum hefur
komið í ljós mikill áhugi á að efla
samstarf ríkjanna á sviði mennta-
og vísindamála. Samkomulag var
undirritað um menningarsam-
skipti Íslands og Kína árin 2007
til 2010.
Samskipti Íslands og Kína í
menntamálum hafa aukist mikið
undanfarin ár í kjölfar stórauk-
inna viðskipta ríkjanna. - sdg
Menntamálaráðherra á ferð:
Aukið samstarf
Íslands og Kína
VIÐSKIPTI Dótturfélag Avion
Group, XL Leisure Group, hefur
fest kaup á öllu hlutafé frönsku
ferðaskrifstofunnar Vacances
Heliades. Kaupverðið er tæplega
700 milljónir. Heliades flýgur frá
Frakklandi til átta mismunandi
áfangastaða í Grikklandi og víðar.
Mikil samlegðaráhrif felast í
kaupunum fyrir Avion Group því
að breska ferðaskrifstofan
Kosmar, sem er einnig í eigu
Avion Group, flytur farþega til
sömu áfangastaða að hluta til. Þá
verður flugrekstraraðili félagsins
í Frakklandi Star Airlines, en
Avion Group festi kaup á því
flugfélagi í febrúar. - þsj
Avion Group færir út kvíarnar:
Kaupa franska
ferðaskrifstofu
INTERNET Skráning léna með endinguna .is er
í höndum einkaaðila á Íslandi, ólíkt flestum
öðrum löndum. Internet á Íslandi hf., sem er
í eigu Dagsbrúnar, hefur einkaleyfi á því að
skrá lén sem hafa .is endinguna. Kostnaður
við að skrá lén er mun hærri hér en í
löndunum í kringum okkur.
Árið 1987 var SURIS, Samtökum um
upplýsinganet rannsóknaraðila á Íslandi,
úthlutað einkaleyfi á skráningu léna með
endinguna .is af alþjóðlegu internetsamtök-
unum IANA. Átta árum síðar tók Internet á
Íslandi hf. við úthlutun lénanna. Fyrirtækið
var síðar selt Íslandssíma og er nú í eigu
Dagsbrúnar. Það hefur einkarétt á skráningu
léna með þessa endingu. Leyfið, sem er gefið
út af IANA, hefur engin sérstök tímamörk.
„Í langflestum tilfellum er skráning
þjóðarléna í höndum stofnana sem eru
annað hvort í eigu ríkis viðkomandi lands
eða allra hagsmunaaðila sem koma að
málinu,“ segir Maríus Ólafsson, netstjóri hjá
Internet á Íslandi. „Hér er reksturinn hins
vegar í eigu aðeins eins af hagsmunaaðilun-
um. Það er ekkert leyndarmál.“
Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og
fjarskiptastofnunar, segir heppilegt fyrir alla
aðila ef skoðað væri hvort stjórnvöld ættu að
setja almennar reglur um úthlutun á lénum.
„Það má ræða með hvaða hætti heimildin til
úthlutunarinnar væri gefin út. Vissulega
hefur verið rætt um hvort fleiri en einn aðili
ætti að fá að skrá lén með .is-endingunni.“
„Okkar afstaða er mjög einföld, við
teljum einokun alltaf af hinu verra fyrir
neytendur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, for-
maður Neytendasamtakanna. „Ef nauðsyn-
legt er að vera með einokun á einhverju
sviði þá er sjónarmið Neytendasamtakanna
að það eigi að vera í höndum hins opinbera.“
Stofngjald léns með endinguna .is hjá
Internet á Íslandi er 12.450 krónur. Árgjald
sama léns er síðan 7.918 krónur. Til saman-
burðar kostar tæpar fimm þúsund krónur að
stofna lén með endinguna .fo í Færeyjum, en
samanburður við Færeyjar liggur beinast
við vegna staðsetningar og markaðsstærðar.
Þar er árgjaldið 5.500 krónur. Skráning á
léni með endinguna .com kostar að meðaltali
um þúsund krónur á ári og er án sérstaks
stofngjalds. - sþs
Internet á Íslandi, sem er í eigu Dagsbrúnar, hefur einkaleyfi á skráningu léna sem enda á .is:
Einokun á lénsskráningunni .is
VEFSÍÐA FYRIRTÆKISINS Forstjóri Póst- og fjarskipta-
stofnunar segir að vissulega hafi verið rætt um
hvort fleiri en einn aðili ætti að fá að skrá lén með
endingunni .is
VINNUMARKAÐUR Félagsmenn
Verkalýðsfélags Akraness hafa
aldrei verið jafn margir og nú. Í
árslok 2004 voru félagar um 1.800
talsins og hafði fjölgað um tæp tvö
hundruð á einu ári. Í árslok í fyrra
voru þeir tæplega nítján hundruð
og hafði þeim fjölgað um rúmlega
sjötíu á árinu. Á vef verkalýðsfé-
lagsins kemur fram að það sem af
er þessu ári hefur félögum fjölgað
um þrjú hundruð og eru þeir því nú
tæplega 2.200. Mest hefur fjölgunin
verið hjá Norðuráli, Íslenska
járnblendifélaginu, HB-Granda og
Smellinum. - ghs
Verkalýðsfélag Akraness:
Félagsmönnum
fjölgar ört
AKRANES Verkalýðsfélögum fjölgar.