Fréttablaðið - 18.09.2006, Side 25
MÁNUDAGUR 18. september 2006 5
Haustið er hentugur tími til
að tryggja að gluggarnir séu
þéttir.
Enn eru nokkrir hlýir dagar eftir
áður en veturinn skellur á. Þá má
til dæmis nýta í að fara yfir glugg-
ana á húsinu eða íbúðinni.
Það borgar sig til dæmis að
endurnýja kíttið við gluggana
reglulega. Að endurnýja kíttið
tryggir að kalt loft kemst ekki inn
á milli rúðu og ramma og það
eykur einangrunargildi glugga til
muna.
Áður en hafist er handa er hægt
að nota hníf eða rakvélablað til að
skera gamalt kítti í burtu ef þess
þarf. Svo er dregin sæmilega þykk
rönd í kverkina á milli glugga-
rammans og rúðunnar.
Eftir það er notaður mjúkur
spaði sem dreginn er yfir kíttið til
að þrýsta því niður í kverkina,
þétta hana vel og mynda 45 gráðu
horn á rúðuna. Annað bragð er að
vera í þunnum latexhönskum,
dýfa einum fingri í vatn og strjúka
honum yfir kíttið, og þrýsta því í
leiðinni niður í kverkina.
Kíttum glugga
Gluggar einangra betur ef kíttið á milli
rúðu og ramma er endurnýjað reglulega.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Auðvelt er að nota sporjárn
sem hefil þegar unnið er með
smærri fleti. Til að spæna við
með sporjárni er járnið lagt
að viðarfletinum aðeins á ská
og flati hluti járnsins lagður
flatt á flötinn. Járninu er svo
rennt yfir með skurðarhreyf-
ingu. Með þessari aðgerð
næst tvennt. Annars vegar
lágt skurðarhorn og hins
vegar eru trefjarnar skornar á
ská. Stórgóð hugmynd sem
vert er að láta á reyna.
hollráð }
Sporjárn sem hefil
Það getur verið krefjandi að gera
upp glugga og hurðir. Hurðir og
gluggakarmar eru áberandi en sé
fallega frá þeim gengið geta þau
breytt yfirbragði herbergisins. Undir-
búningsvinnan skiptir hér höfuðmáli.
Ef flöturinn sem mála á er glansandi og
hugsanlega erfiður, borgar sig að nota
grunnmálningu í fyrstu umferð. Að öllu
jöfnu ber að nota olíugrunn þar sem
væntanlega verður notuð olíumálning í
framhaldinu.
Hægt er að taka hurðina af hjörunum
og leggja hana á búkka svo þægilegra sé
að vinna verkið. Gallinn er þó sá að ryk
sest frekar á láréttan flöt.
Fallegasta áferðin næst með olíu-
málningu og það er auðveldara að vinna
með hana en plastmálningu. Hér á eftir
eru nokkrar ábendingar sem hafa má í
huga þegar hurð er máluð:
- Skrúfaðu húninn af, lykillaufin og
rósetturnar, ef slíkt er áfast, sem og
annað sem fest er með skrúfum í hurð-
ina.
- Þvoðu alla þá fleti sem á að mála.
Notaðu salmíakshreinsi. Skolaðu svo vel
með hreinu vatni og láttu flötinn þorna.
- Gljáandi fletir hafa ekki eins mikla
viðloðun og því þarf að pússa niður gam-
alt lakk og gera það matt. Pússa þarf alla
ómálaðan við með meðalgrófum sand-
pappír til að losna við trefjar sem kunna
að hafa ýfst upp eftir þvottinn.
- Grunnaðu ómálaðan við með olíu-
grunni eða þynntri olíumálningu.
- Sparslaðu í sár og flekki eftir að búið
er að grunna.
- Einnig skal sparsla í sár í fulningum
en líklegt er að nota þurfi puttana í stað
spaða.
- Pússaðu sparslið niður þegar það er
orðið þurrt. Sparslaðu aftur og pússaðu
eina ferðina enn.
- Grunnaðu sparslaða fleti með þeirri
málningu sem á að nota og pússaðu létt
yfir þegar hún hefur þornað.
- Málaðu a.m.k. tvær umferðir og
pússaðu létt yfir með sandpappír á milli
umferða.
- Notaðu breiðan, flatan pensil til að
dreifa málningunni og jafna hana út.
- Reynið að mála allar umferðirnar
þunnt. Þrjár þunnar umferðir gefa ætíð
betri áferð en tvær þykkar.
Til að fræðast meira um málningu glugga
og hurða er bent á bókina Verk að vinna,
handbók um viðgerðir, viðhald og smíðar
sem Húsasmiðjan gefur út.
Innihurðin máluð á réttan hátt
Það er vandaverk að mála hurð svo vel sé.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI