Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.09.2006, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 18.09.2006, Qupperneq 36
 18. september 2006 MÁNUDAGUR16 Tré ársins 1998 er slútbjörk við Sniðgötu á Akureyri og hangir limið í löngum slæðum úr víðri krónu þess. Ekki hefur tekist að fá áreið- anlegar upplýsingar um uppruna trésins, en fyrri eigendur hússins töldu það komið frá ræktunarstöðinni á Hallormsstað með dönskum garðyrkjumanni í kringum 1920. MYND BRYNJÓLFUR JÓNSSON Tré ársins 1999 er álmur framan við Túngötu 6. Álmurinn er eitt af djásnum Reykjavíkur, hann breiðir umfangsmikla krónu sína í allar áttir og hefur á síðustu árum fengið að vaxa án þrengsla. Stofninn greinist í um 1 m hæð í tvo meginstofna. Það var líklega gróðursett um eða upp úr 1910. MYND JÓN GEIR PÉTURSSON Tré ársins 2003 er fallegur, tæplega hálfrar aldar gamall garðahlynur, við Bröttuhlíð 4 í Hveragerði. Hlynurinn er frá Tumastöðum og líklega gróðursettur á tímabilinu 1953-1955. Þvermál krónunnar er um 14 m en hæð trésins um 8 m. Stórfengleg krónan vekur fyrst athygli þegar tréð er skoðað. MYND BRYNJÓLFUR JÓNSSON. Tré ársins 2004 er evrópulerki við Hafnargötu á Seyðisfirði. Tréð stendur við aldargamalt timburhús sem byggt var fyrir tilstilli Wathne-ættarinnar, sem setti mikinn svip á athafnalíf Seyðisfjarðar. Lögun þess er afar óvenjuleg og það er með elstu lerkitrjám á Íslandi. MYND BRYNJÓLFUR JÓNSSON Tré ársins 2005 er fallegt rússa- lerki við Digranesveg í Kópa- vogi. Talið er að það hafi verið gróðursett fyrir 1939. Örlög þess virtust ráðin árið 1992 er það var hætt komið vegna framkvæmda við lengingu Digranesvegar niður í Kópavogsdalinn. Garðyrkjustjóri bæjarins bjargaði trénu úr for og eðju. MYND BRYNJÓLFUR JÓNSSON. Tré ársins 2006 er gráösp í garði Austurgötu 12 í Hafnarfirði. Hún er 11,10 m há og talin gróðursett árið 1922 fyrir tilstuðlan eiganda lóðarinnar, Geir Zoëga útgerðarmanns. Í miklu óveðri í september 1972 hallaðist tréð að steyptum vegg umhverfis garðinn og á honum líklega líf sitt að launa. MYND BRYNJÓLFUR JÓNSSON. Sá árstími er nú genginn í garð að laufblöð trjáa taka að skipta litum og fyrr en varir verða þau flest fokin út í veður og vind, brún, rauð og gul. Það er því um að gera að njóta þeirra á meðan þau eru enn á sínum stað, en eins og meðfylgjandi myndir sýna geta tré í fullum skrúða verið með eindæmum falleg. Auk þess að vera sannkallað augnakonfekt eiga þau öll sammerkt að hafa verið útnefnd tré árins á einhverjum tímapunkti af Skóg- ræktarfélagi Íslands, en upplýsingarnar hér að neðan eru frá því komnar. ÞYTUR Í LAUFI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.