Fréttablaðið - 18.09.2006, Side 46

Fréttablaðið - 18.09.2006, Side 46
 18. september 2006 MÁNUDAGUR26 A u s t u r v e g i 3 8 – S í m i 4 8 2 4 8 0 0 – w w w . a r b o r g i r . i s Fr um Einbýlishús á Selfossi. 125,5 m2 íbúð ásamt 56,1 m2 bílskúr. Eignin skiptist í; forstofu, 4 herb., baðh., þvottahús, eldhús, sjónvarpshol og stofu. Dúkar eru á herbergjum, flísar á baði, forstofu og þvottahúsi og parket á öðum gólfum. Allar innihurðir eru nýjar. Endurnýjaðar vatns og skólp- lagnir. Baðherbergi: baðkar og sturta, ný innrétting, upphengt wc og flísalagðir veggir. Bílskúr er fullfrágeginn og bílaplan malbikað. Garður er gróinn og snyrtilegur. Verð 25.900.000 Réttarholt – Lækkað verð Nýstandsett íbúð í tvíbýli á eftirsóttum stað, skólar og öll þjónusta í göngufæri. Ný eldhúsinnrétt- ing og nýtt gegnheilt parket á meirihluta gólfa. Baðherbergi endurnýjað. Bílskúr er nýr. Eignin tel- ur 3 svefnherbergi, stofu, borðstofu, eldhús og baðherbergi. Svalir eru úr stofu og er garðurinn gróinn og sérlega skjólsæll, suðurgarður. Þvottahús er sameiginlegt með neðri hæð og er stað- sett í kjallara ásamt geymslu sem tilheyrir íbúðinni. Laus við kaupsamning. Verð 20.900.000 Skólavellir Fífumói Tjaldhólar Til sölu sumarhúsalóð í landi Klausturhóla í Grímsnes og Grafningshreppi. Lóðin er 8.000m2 eign- arlóð. Búið er að jarðvegsskipta fyrir um 100m2 sumarhús. Vatn og rafmagn á lóðarmörkum og hitaveita væntanleg. Nánari upplýsingar á skrifsstofu Árborga. Verð 2.900.000 Klausturhólar - Grímsnes 132,5 m2 endaraðhús rétt við Sunnulækjarskólann á Selfossi, þar af er bílskúr 30,8 m2. Íbúðin skiptist í; Forstofu, hol, 3 herbergi, baðherbergi, þvottahús, stofu og eldhús. Náttúrusteinn er á forstofu, þvottahúsi, baði og eldhúsi en merbauparket á öðrum rýmum. Í eldhúsi er falleg innrétt- ing og AEG tæki. Góð lofthæð í stofu, halogen lýsing í loftum og hurð út í garð. Snyrtileg innrétt- ing er í baðherbergi, baðkar. Stór innrétting er í þvottahúsi. Verð 24.800.000 Hrafnhólar Glæsileg 95 fm 3ja herb. Íbúð á efri hæð með sérinngangi í nýju notalegu 4 íbúða fjölbýli. Íbúðin skilast fullbúin án gólfefna. Vönduð eldhúsinnrétting, fataskápar og baðinnrétting eru úr eik. Inni- hurðir eru yfirfelldar eikarhurðir. Eldhústæki og háfur fylgja. Baðherbergi og þvottahús verður flí- salagt. Á baðherbergi verður handklæðaofn, upphengt klósett. Þvottahús verða með skolvask á vegg. Íbúðin er laus við kaupsamning. Verð 18.900.000 Rúmgott, vel staðsett raðhús á Selfossi. Klætt með hvítu viðhaldsfríu Duropal að utan. Eignin tel- ur; forstofu, 3 herbergi, þvottahús, baðherbergi, stofu og eldhús. Bílskúr er 34,2 m2, flísalagður. Parket á öllum gólfum nema forstofu, baðherbergi og þvottahúsi, þar eru flísar. Góðir fataskápar í herbergjum og forstofu. Baðherbergi með góðri innréttingu, sturta og baðkar. Halogenlýsing er í stofu, eldhúsi og á baði. Húsið er laust til afhendingar við kaupsamning. Verð 27.900.000 Birgir Ásgeir Kristjánsson sölumaður Anna Björg Stefánsdóttir ritari/sölumaður Þorsteinn Magnússon sölumaður Guðjón Ægir Sigurjónsson hdl. Óskar Sigurðsson hrl. Sigurður Helgi Guðjónsson hrl. formaður Húseigendafélagsins SVARAR SPURNINGUM UM HÚSEIGENDAMÁL SPURNING: Ég er einhleyp kona á besta aldri og bý á 1. hæð í þríbýlishúsi. Sl. vetur keyptu rishæðina ung hjón sem hafa nær linnulaust síðan staðið í stórræðum og framkvæmdum með tilheyrandi múrbroti, brambolti og djöfulgangi sem hefur valið mér ómældu ónæði og óþægindum. Það er endalaust verið að brjóta, berja og saga. Þetta virðist engan endi ætla að taka og er að gera mig vitlausa. Enda fer þetta fram á öllum tímum og stundum fram á nætur. Þessu fylgir slæm umgengni um sameign þar sem þau setja og geyma drasl og byggingarefni auk þess sem ryk og óþverri berst um allt húsið og sest alls staðar. Ég hef reynt að tala við þau en allt fyrir ekki. Fyrst, meðan þau voru að plata mig til að samþykkja hækkun á risinu og kvisti, voru þau afsakandi og ljúf. Síðan breyttist viðmótið og þau fóru að hæða mig og spotta og hreyta í mig ónotum og segja mig vera óþolandi, öfundsjúka, afskipta- sama og nöldursama piparjónku sem allt hafi á hornum sér. Segja þau að ég njósni um þau daga og nætur og fylgist með ástarlífi þeirra til að bæta upp vesöld mína í þeim efnum. Er ég þá komin að því atriði. Þegar þetta fólk er ekki að brjóta og bramla leggst það í ástarleiki með þvílíkum gauragangi, ópum og látum að það hálfa hefði þótt mikið óhóf í minni sveit. Þessi ósköp bresta á öllum tímum sólarhrings- ins og þegar hæst stendur og mest gengur á er ekki líft niðri hjá mér. Þetta eru öskur og vein af ómennsk- um toga og er engu líkara en að verið sé að stinga grísi. Ég tek fram að ég er frjálslynd og pjattlaus í kynferðismálum enda ekki alveg syndlaus þótt ógift sé. Nú langar mig til að spyrja hvað ég geti gert og hver sé réttur minn? Gilda ekki einhverjar reglur um svona lagað? SVAR: Brotið og bramlað Í lögum um fjöleignarhús eru engin bein ákvæði um það hversu lengi og á hvaða tímum megi smíða, brjóta og bramla en þar er hins vegar almennt boðið að íbúar skuli gæta þess að valda sambýlisfólki sínu ekki óþarfa ama og óþægindum. Jafnframt er mælt fyrir um að hús- reglur skuli geyma nánari fyrirmæli um hagnýtingu eigna og samskipti eigenda í því efni. Skal í þeim m.a. koma fram bann við röskun á svefn- friði a.m.k frá miðnætti til klukkan sjö. Frá þessari reglu má þó alls ekki gagnálykta á þá lund að láta megi öllum illum látum á öðrum tímum. Sambýli er línudans Lífið og samskiptin í fjölbýli eru línudans. Það er fín línan milli athafnafrelsis og hagnýtingar eins og friðar annars. Lykillinn að friði og góðu sambýli eru hin gullnu gildi; tillitssemi og umburðarlyndi. Almennur mælikvarði – Venjuleg fjölskyldubrölt Má bókstaflega segja að í fjölbýlis- húsum sé hver inni á gafli hjá öðrum. Venjulegt fjölskyldubrambolt verða menn að umlíða granna sínum þótt því fylgi stundum einhver óþægindi og ónæði. Það er almennur mæli- kvarði sem lagður er til grundvallar við mat á því hvað má og ekki má. Þannig á eigandi ekki kröfu á því að tekið sé sérstakt og aukið tillit til einhverrar viðkvæmni hans. Menn hafa sanngjarnt svigrúm til að fegra, breyta og bæta heimili sín í takt við tímann og þarfir hverju sinni þótt því fylgi rask, umrót og ónæði fyrir aðra eigendur. Heimilis- friður annarra eigenda er líka varinn í lögum. Menn eiga rétt á hvíld og næði á heimilum sinum til að hlaða batteríin til að geta mætt átökum og viðfangsefnum morgundagsins. Eigendum fjöleignarhúsa eru semsagt takmörk sett við hagnýtingu eigna sinna. Á hinn bóginn verða íbúar í fjöleignarhúsum að sætta sig við og þola að vissu marki ónæði og óþægindi sem ekki verða umflúin. Verktími sem skemmstur Almennt má segja að viðhald og endurbætur í fjöleignarhúsum eigi að framkvæma á eins skömmum tíma og framast er unnt og með sem allra minnstu ónæði og röskun fyrir aðra íbúa hússins. Þó verður að játa framkvæmdaglöðum eiganda ákveðið sanngjarnt svigrúm í tíma og framkvæmdartilhögun. Brýnt er að hann kosti kapps um að hafa samráð við aðra eigendur fyrirfram og upplýsi þá um framgang og stöðu verksins. Framkvæmdir sem hefjast fyrirvaralaust eins og þruma úr heiðskíru lofti valda oft misskilningi, reiði, deilum og leiðindum. Réttur brotinn Miðað við lýsingar þínar, þá sýnist mér ekki fara á milli mála að hjónin á efri hæðinni hafa varðandi framkvæmdirnar gengið verulega á lögvarinn rétt þinn og hagsmuni. Ef þú gengur í Húseigendafélagið þá geta lögfræðingar félagsins farið með mál þitt á hendur þeim. Það myndi byrja með bréfi til þeirra þar sem sjónarmið þín og kröfur yrðu settar formlega fram. Kröfur þínar yrðu væntanlega um að framkvæmdun- um verði lokið eins fljótt og framast er unnt og um skaðabætur vegna þess tjóns sem þú hefur sannarlega orðið fyrir. Hávært kynlíf Hvað hitt atriðið varðar þá er hávært kynlíf í fjölbýli eitt gleggsta dæmið um að það sem er einum til ánægju og yndisauka geti verið öðrum til ama og leiðinda. Sínum augum lítur hver á silfrið. Það er vitaskuld ekkert grín og gaman að vera ófús og óumbeðið þátttakandi í kynlífi unga fólksins uppi. Kynlíf og múrbrot Í raun og veru gilda alveg sömu sjónarmið og reglur um kynlíf í fjölbýli og um aðrar mannlegar athafnir sem til ónæðis og ama geta verið fyrir aðra í húsinu. Á múrbroti og kynlífi er í sjálfu sér hvað þetta varðar fremur birtingar- og stigsmun- ur en eðlis. Náttúruhamfarir – Sumir koma með látum en aðrir eins og mýs Það er gömul saga og ný að sumir eru fyrirferðarmeiri í því efni en aðrir og aðrir viðkvæmari fyrir kynlífi en sumir. Sumir fara hægt og hljótt meðan aðrir koma með látum. Í slíkum tilvikum er sameigendum óskylt að búa við ósköpin. Samt er það afstætt í tíma og rúmi hvað má og ekki má. Það eru engar reglur eða staðlar til um þetta og meira að segja EB hefur látið þetta svið í friði. Messufriður úti Dæmi er um að óhljóðin séu dulin með öðrum hljóðum. Sumum hefur meira að segja orðið á í messunni í orðsins fyllstu merkingu. Það eru dæmi um að fólk hafi notað útvarpsmessur sem skáldaskjól á sunnudagsmorgnum. Hér um árið kom fólk til Húseigendafélagsins og kvartað yfir því hversu hátt útvarp- ið væri stillt hjá nábúanum þegar sunnudagsmessunni var útvarpað. Nábúinn varð við tilmælum um að skrúfa niður í messunni en þá komu önnur og verri hljóð í strokkinn eða skrokkinn. Af tvennu illu vildi fólkið fá messuna aftur. Kópavogur á kortið Þekktasta málið af þessum toga er hið svakalega „Óp- og stunu- mál í Kópavogi“ sem upp kom fyrir tæpum áratug og olli því að þjóðin stóð á hreinlega á öndinni yfir lýsingum fólks á miklum, tíðum og háværum samförum nábúa í húsinu. Fram að því vissu fæstir að sá bær væri til og þótti Kópavogur lítið spennandi en þetta mál kom Kópavogi á kortið og síðan hefur verið þar rífandi uppgangur og vel- megun. Þannig að svona mál geta orðið til góðs. Stóra risvandamálið – kynlegir kvistir og háreysti

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.