Fréttablaðið - 18.09.2006, Síða 62

Fréttablaðið - 18.09.2006, Síða 62
timamot@frettabladid.is 18. september 2006 MÁNUDAGUR22 Á þessum degi árið 1961 lést Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í flugslysi, í Norður-Ródesíu (Sambía í dag). Svíinn Dag Hammarskjöld fæddist árið 1905 og var sonur Hjalmars Hammarskjöld, forsætisráðherra Svía frá 1914 til 1917. Hann var annar framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna og gegndi embættinu í sjö ár. Dag Hammarskjöld var hagfræðingur að mennt. Hann hóf störf fyrir hið opinbera árið 1930 og forframaðist á skömmum tíma og gegndi embætti aðstoðarutanríkisráðherra árið 1951. Ári síðar var hann skipaður sendiherra Svía hjá Sameinuðu þjóðunum. Árið síðar var hann kosinn framkvæmda- stjóri samtakanna. Hammarskjöld ferðaðist víða og var ötull friðarstillir og lék meðal annars lykilhlutverk í lausn Súez-deilunnar árið 1956. Hann var endurkjörinn framvæmdastjóri árið síðar. Árið 1960 braust út borgara- styrjöld í Kongó eftir að landið hlaut sjálfstæði og lagði Hammarskjöld mikla áherslu á að Sameinuðu þjóðirnar gerðu sitt til að stilla til friðar. Hann var á leið til fundar við uppreisnarmenn í Katanga-hér- aði í Kongó til að miðla málum þegar flugvél hans fórst. Hammarskjöld voru veitt frið- arverðlaun Nóbels að honum látnum árið 1961. ÞETTA GERÐIST: 18. SEPTEMBER 1961 Hammarskjöld hrapar og deyr DAG HAMMARSKJÖLD FÆDDUST ÞENNAN DAG 1709 Samuel Johnson rithöfundur. 1750 Tomas Iriarte rithöfundur. 1838 Anton Mauve listmálari. 1905 Greta Garbo leikkona. AFMÆLI Ármann Snævarr fyrrverandi háskóla- rektor er 87 ára. Sveinn Einarsson leikstjóri er 72 árs. Einar Már Guð- mundsson rithöf- undur er 52 ára. JIMI HENDRIX (1942-1970) LÉST Á ÞESSUM DEGI Að spila blús er auðvelt, en það er erfitt að finna fyrir honum. Jimi Hendrix, brautryðjandi í rokkgítarleik, lést langt fyrir aldur fram úr ofneyslu eiturlyfja. MERKISATBURÐIR 1810 Chile lýsir yfir sjálfstæði frá Spáni. 1812 Moskva brennur. Þúsund kirkjur og 90 prósent íbúðahúsa verða eldinum að bráð. 1970 Jimi Hendrix lætur lífið vegna ofneyslu eiturlyfja. 1977 Sprenging verður í flugeldaverksmiðju á Akranesi. Tveir menn látast og skemmdir urðu á tuttugu nálægum húsum. 1977 Jón L. Árnason, 16 ára, varð heimsmeistari sveina í skák. Hann tapaði aðeins fyrir Garrí Kasparov. 1979 Léoníd og Valentína Koslov, dansarar við Bolshoj-ballettinn, flýja Sovétríkin. Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Sigurjónsson hárskerameistari, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, (Einar rakari), verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 19. september kl. 13.00. Bryndís Elsa Sigurðardóttir Steinþór Einarsson Sylvie Primel Guðný Elísabet Einarsdóttir Einar Eyjólfsson barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson -5Fyrir fimm árum var ég í píanó-kennaranámi. Stífar axlir og kvöldæfingar með góðu fólki, töfrar tónmálsins, mikil kennsla og frábærir nemendur sem gleymast ei. Ritstörfin heilluðu og rytmi lítillar borgar hélt mér hugfanginni langt fram á rauðar nætur. Hugurinn stefndi út í nám en í útland- inu sólaði móðir náttúra mig upp úr skónum og sendi mig heim með þan- inn kvið og kvíðboga fyrir einhleyptri framtíð. Nú Nú er ljóst að lífið sér um sína. Halur og sprund hola sér niður í koti með stækkandi barnahópi og samfélagslegur áhugi vex í réttum takti. Pólitík jafnaðarmanna heillar enda sameinar hún kvöldæfingar með góðu fólki, mikið nám, töfra góðra hugmynda og hugsjóna, ritstörf og frábæra félaga sem gleymast ei. Stífar axlir minna á sig endrum og eins eins og gamlar vinkon- ur. En píanóið mætti ég opna oftar. +5Eftir fimm ár verð ég vonandi búin að lækka matarverð, jafna kjörin, útrýma kynbundnum launa- mun og lengja fæðingarorlofið. Tölum saman þá. VAR, ER & VERÐUR ODDNÝ STURLUDÓTTIR VARABORGARFULLTRÚI Stífar axlir og jöfn kjör Tannpínurnar Karíus og Baktus eftir Thorbjørn Egner ganga í endurnýjun lífdaga hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur. Um er að ræða eitt vinsælasta barnaleikrit Norðurlanda, sem sett hefur verið upp nokkrum sinnum hér á landi en þetta er í fyrsta sinn sem þeir bræður stíga á fjalirnar norðan heiða. Ástrós Gunnarsdóttir leikstýrir sýningunni og þeir Guðjón Karl Dav- íðsson og Ólafur Steinn Ingunnarson fara með hlutverk sykurfíklanna sem hafa hreiðrað um sig í tönnunum á Jens litla. „Þetta leggst bara vel í okkur,“ segja þeir. „Börn eru kröfu- harður áhorfendahópur og sýna enga miskunn ef þeim líkar ekki eitthvað svo það er um að gera að standa sig. Fullorðnir mættu taka þau sér til fyr- irmyndar þegar þeir fara í leikhús.“ Guðjón Karl er leikhúsgestum fyrir norðan að góðu kunnur eftir að hafa verið í fastahóp Leikfélags Akureyrar í fyrra og farið með burðarrullur í verkum á borð við Fullkomið brúð- kaup og Litlu hryllingsbúðina. Ólafur Steinn útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands í vor og þetta er því frumraun hans í atvinnuleikhúsi. Guðjón þekkir verkið í bak og fyrir eftir að hafa séð það fyrst sem barn og síðan með reglulegu millibili fram á unglingsár. „Það er óhætt að segja að Karíus og Baktus höfðu djúpstæð áhrif á tannhirðu mína. Sérstaklega núna á meðan æfingum stóð, ég held ég hafi aldrei burstað jafn oft og ákaft.“ Ólafur Steinn hefur hins vegar ekki séð verkið áður og kemur því ómengaður til verks, ef svo má að orði komast. „Ég sá þá aldrei í leikhúsi en ég stóð hins vegar í sömu sporum og Jens einu sinni þegar ég var lítill. Sú reynsla á ábyggilega eftir að nýtast mér.“ Heimamennirnir í hljómsveitinni 200 þúsund naglbítum voru fengnir til að útsetja tónlistina upp á nýtt og er óhætt að segja að þeir Karíus og Bakt- us eru rokkaðri nú en áður. „Tónlistin hljómar ótrúlega vel og búningarnir eru groddalegir og töff,“ segir Guð- jón. „Ég held að það sé óhætt að lofa góðri sýningu.“ Leikritið um Karíus og Baktus verður frumsýnt 23. sept- ember. bergsteinn@frettabladid.is KARÍUS OG BAKTUS: GANGA Í ENDURNÝJUN LÍFDAGA Rokkuð tannpína fyrir norðan LÍNURNAR LAGÐAR Ástrós Gunnarsdóttir leikstjóri leggur þeim Guðjóni og Ólafi línurnar. KARÍUS OG BAKTUS Við upptökur í Sundlaug Akureyrar. JARÐARFARIR 13.00 Anna Hafsteinsdóttir, Brekkuskógum 1, Álftanesi, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju. 13.00 Egill Hjartarson leigubifreiðastjóri, áður til heimilis í Skaftahlíð 32, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Helga Gunnlaugsdóttir, áður til heimilis í Laugargötu 3, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 14.00 Lena Berg, Hlíðargötu 62, Fáskrúðsfirði, verður jarðsungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.