Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.09.2006, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 18.09.2006, Qupperneq 66
 18. september 2006 MÁNUDAGUR26 Kl. 20.00 Gunnar Guðbjörnsson tenór og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda tónleika í Vinaminni á Akranesi. Á efnisskránni er þýsk ljóðatónlist auk íslenskra og ítalskra sönglaga. > Dagar taldir Leikritið Mein Kampf verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu eftir fimm daga en í verkinu greinir frá gloppóttum listferli ungs Austurríkismanns að nafni Adolf. Málarinn kappsfulli er mættur til Vínarborgar til að sækja um skólavist og vingast þar við bóksala af gyðinga- ættum sem kveikir hjá honum áhuga á stjórnmál- um. Leikrit George Tabori er hárbeitt og meinfyndið og varpar alveg nýju ljósi á persónu Hitlers. Nýlega var tilkynnt um þær sex bækur sem keppa munu um bresku bókmenntaverðlaunin sem kennd eru við Man Booker en samkvæmt venju hafði áður verið tilkynnt um tilnefningar nítján skáldsagna. Á listanum að þessu sinni eru skáldsögurn- ar The Inheritance of Loss eftir Kiran Desai, The Secret River eftir Kate Grenville, Carry Me Down eftir M.J. Hyland, In the Country of Men eftir Hisham Matar, Edward Mother‘s Milk eftir St. Aubyn og The Night Watch eftir Sahrah Waters. Í ummælum formanns dóm- nefndarinnar, Hermione Lee, er þess getið að allar þessar bækur beri þá kosti sem dómnefndin leitaði eftir; þær hafi skýra og frumlega rödd, ríkulegt ímynd- unarafl sem flytur lesendur um ókannaðar hugarlendur, sterkan frásagnarhátt og séu jafnframt sannferðugar mannkynssög- unni. „Hver þessara sagna skap- ar heim sem lesandinn þekkist vandræðalaust og vantreystir ekki á meðan á lestri stend- ur og innheldur stemningu og andrúmsloft sem endist lengi að lestri loknum.“ Verðlaunahafinn, sem tilkynnt- ur verður 10. október næstkom- andi, hlýtur að launum 50.000 pund og nokkuð skothelda ávísun á aukinn lestur. Hver höfundanna fær einnig 2.500 pund fyrir tilnefninguna, auk veglegrar innbundinnar útgáfu af eigin bók. Úrslitabækur Booker-verðlauna SKÁLDSAGA KATE GRENVILLE Tilnefnd til Man Booker-bókmennta- verðlaunanna 2006. Listamennirnir Dodda Maggý Kristjánsdóttir og Ragnar Jónasson hlutu styrki úr minningarsjóði Guðmundu Andrésdóttur listmálara við hátíðlega athöfn um helgina. Guðmunda lést árið 2002 en hún til- heyrir þeirri kynslóð listamanna sem á sjötta áratug síðustu aldar ruddi abstraktlistinni braut í íslenskri listasögu. Innan þess tján- ingarforms þróaði hún persónuleg- an stíl sem gerir framlag hennar til íslenskrar samtímalistar bæði sterkt og áhrifamikið. Hún arfleiddi Listasafn Íslands, Listasafn Háskóla Íslands og Listasafn Reykjavíkur að listaverkum sínum. Ráðstöfunarfé sjóðsins er raunvextir af höfuðstól og ákvað stjórn sjóðsins, sem er skipuð safnráði Listasafns Íslands, að ráðstafa að þessu sinni þremur milljónum króna sem deilast jafnt milli styrkhafanna tveggja. Markmið sjóðsins er að hvetja og styrkja unga og efnilega mynd- listarmenn til náms en hann styrk- ir að þessu sinni myndlistarnema til framhaldsmenntunar. Dodda Maggý mun hefja nám við Kon- unglegu Listaakademíuna í Kaup- mannahöfn en Ragnar stundar sitt nám við Glasgow School of Arts. „Það er fyrst og fremst mikill heiður að hafa hlotið þennan styrk,“ segir Dodda Maggý, sem er að vonum ánægð með útnefn- inguna. Hún bætir því við að fjár- hæðin komi sér líka vel því hún hefur verið starfandi myndlistar- maður frá því hún lauk námi í Listaháskóla Íslands árið 2004 en hefur lítið getað safnað sér í náms- sjóð á þeim tíma. Verk hennar má nú sjá á sam- sýningunni Prójekt Patterson sem stendur yfir í Galleríi Suð- suðvestur í Reykjanesbæ en Dodda Maggý vinnur einkum með vídeó og tónlist. „Ég blanda líka þessum miðlum saman, vinn með ólíkar stemningar og framvindu og bý til litlar sögur,“ segir hún. Dodda Maggý hefur haldið fáar sýningar hér á landi en sýnt þeim mun meira erlendis, til dæmis í París, New York og víðar í Banda- ríkjunum en hún er nú á leið til Berlínar þar sem hún mun taka þátt í listahátíðinni Berliner Liste. - khh Ungt listafólk fær styrk STYRKIR TIL FRAMHALDSNÁMS Í LISTUM Styrkhafarnir í ár voru Dodda Maggý Kristjánsdóttir og Ragnar Jónasson en faðir hans, Jónas Ragnarsson, tók við styrknum fyrir hans hönd. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM menning@frettabladid.is ! LEIKHÚSTILBOÐ: Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800 TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM frá kl. 10 til 16 mánudaga - fimmtudaga í síma 437 1600 Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningardag Sýningar í Landnámssetri í september og október Laugardagur 23. september kl. 20 Uppselt Sunnudagur 24. september kl. 16 Uppselt Miðvikudagur 27. september kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 28. september kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 5. október kl. 20 Laus sæti ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ����������� �� �������������������� �� �� ����� ������������������������������� �������������� �� ��������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� �������������������������������������������������������������������� ������������ ���������������������������������������� ����������������������������������� �������������������������������
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.