Fréttablaðið - 18.09.2006, Side 70
Sigurganga myndarinnar
Zidane: Andlit 21. aldar-
innar heldur áfram en hún
gerði góða ferð á Toronto-
kvikmyndahátíðina nýverið.
Sigurjón Sighvatsson framleiðir
kvikmyndina og þegar Fréttablað-
ið náði tali af honum var hann
staddur í Kaupmannahöfn á leið-
inni heim til Los Angeles. „Zidane
var sýnd í Feneyjum fyrir skömmu
þar sem hún keppti um Gucci-verð-
launin en tapaði naumlega fyrir
Nick Cave og mynd hans The Propo-
sition,“ segir Sigurjón. „Síðan var
hún sýnd í Toronto nýlega þar sem
myndin sló gjörsamlega í gegn,“
bætir Sigurjón við en eitt stærsta
blað Kanada, Globe and Mail, birti
lofsamlega dóma um kvikmyndina
og sagði þetta vera bestu íþrótta-
mynd allra tíma. „Þessi dómur
hafði gríðarlegt vægi og umfjöllun
um myndina var á forsíðunni á
íþróttadálki blaðsins,“ segir
framleiðandinn. Kvik-
myndahátíðin í Toronto
er ein stærsta söluhátíð
kvikmyndaiðnaðarins
og ganga myndirnar
kaupum og sölum á
hverju götuhorni. Fjöldi
kvikmyndastjarna leggur
leið sína til borgarinnar en
þeirra stærst var vafa-
lítið leikarinn Brad Pitt
sem kom þangað til að
kynna sína nýjustu
mynd, Babel. „Globe
and Mail sagði reynd-
ar að Pitt væri ekki
stærsta stjarnan á
hátíðinni heldur
Zidane á hvíta tjald-
inu,“ segir Sigurjón og hlær.
Myndin fékk mikla athygli
dreifingaraðila þótt framleið-
andinn viðurkenni að hún hafi
selst nokkuð hægt til að
byrja með. „Okkur tókst
loksins að selja myndina til
Þýskalands og Ítalíu,“ segir
Sigurjón og bætir jafnframt
við að hann hafi búist við
meiri áhuga frá Suður-
Ameríku þar sem knatt-
spyrnan er nánast trú-
arbrögð. „Eftir
velgengnina í Toronto
fór hins vegar að bera
á eftirspurn eftir
myndinni þar,“ bætir
Sigurjón við og lætur
þess jafnframt getið
að bandarískir aðilar
hafi einnig verið
áhugasamir um að
kaupa myndina sem
eru mikil gleðitíðindi
fyrir Sigurjón enda
fótboltinn ekki hátt
skrifaður þar vestra.
Leikstjórar Zidane-
myndarinnar hafa hug á því að
gera aðra mynd um knattspyrnu
og þá frá sjónarhóli áhorfandans
og ætlar Sigurjón einnig að fram-
leiða þá mynd. „Þá er ég að vinna í
kvikmynd með Kathryn Bigelow
sem heitir Devil in the White City
og er um einn fyrsta raðmorðingja
Bandaríkjanna,“ útskýrir hann en
samningar hafa náðst við Óskars-
verðlaunahafann Adrien Brody
um að taka aðalhlutverkið að sér.
„Einnig er verið að leggja drög að
endurgerð norsku myndarinnar
Elling sem Jay Roach ætlar að
leikstýra,“ segir Sigurjón.
freyrgigja@frettabladid.is
Zidane skyggði á Pitt
BRAD PITT Mætti til Toronto til að kynna kvikmynd sína Babel en féll í skuggann af
sjálfum Zidane.
SIGURJÓN SIGHVATS-
SON Er ánægður
með viðbrögðin við
kvikmyndinni þótt
salan á henni hafi
farið hægt af stað.
ZIDANE Hefur lítið viljað láta ná í sig eftir
atvikið á úrslitaleik HM í knattspyrnu.
Það var tekið vel og hlýlega á móti okkur á veitingastaðnum Vox. Samt
var ég orðinn soldið leiður á útsýninu yfir bílastæðið þegar forréttirnir
voru á borð bornir eftir 40 mínútna bið. Þjónarnir reyndu þó að gera
okkur biðina bærilega með því að færa okkur í tvígang smábita, amuse
bouche, til að leika við bragðlaukana.
Við tókum forréttunum fegins hendi. Ég hafði valið steikta humar-
hala með grænmetissalsa, súrmjólkurskýi og humargeli (kr. 2.150) en
Sólveig pantaði sandhverfu með sultuðu grænmeti, brenndu smjör-
kremi og ferskum kryddjurtum (kr. 2.100). Hvorttveggja ágætt. Humar-
inn var volgur, en sandhverfan borin fram köld.
Þegar við komum voru fáir gestir í stórum veitingasalnum en þeim
fjölgaði smátt og smátt og um átta-leytið voru flest borð setin. Innrétt-
ingin þarna er afskaplega alþjóðleg. Maður gæti verið staddur í veit-
ingasal á nýlegu hóteli hvar sem er í heiminum.
Ég ákvað því að treysta íslensku sauðkindinni á matseðlinum til að
halda uppi þjóðlegri reisn og bað um lamb eldað á fjóra vegu; fram-
hryggjarvöðva, lundir, rifjur og skanka í lambasoði með rótargrænmeti
(kr. 3.700). Það er ekki hægt að segja að lambið hafi brugðist vonum, en
erfitt fannst mér að greina þessar mismunandi eldunaraðferðir nema
hvað skankarnir voru moðsoðnir. Ágætur matur í sjálfu sér en ekki mjög
spennandi. Þarna hefði þurft eitthvað til að draga fram og undirstrika
bragðgæði kjötréttanna.
Sólveig var einnig þjóðernissinnuð og ákvað að bragða skelfiskpylsu,
steiktan humar, tortellini og stökksteiktan karfa í vermút smjörsósu (kr.
3.600). Landhelgisafurðirnar voru mun fjölbreyttari en lambið og sam-
setningin skemmtilegri.
Biðin styttist við hvern rétt. Lengst var hún eftir forréttinum og styst
eftir ábætinum. Samt fóru þjónarnir á taugum og færðu okkur kaffið á
undan eftirréttunum.
Ég var nú ekki meira en svo saddur eftir lambið svo að ég bað um
súkkulaði-eftirréttinn: Súkkulaði-mús m. heitri súkkulaðisósu, hindberj-
um og ís ilmuðum úr kakóbaunastilk (kr. 1.550). Verulega seðjandi, en
aðeins meira af hindberjum eða ís hefði gert súkkulaðið í þessari súkku-
laði-orgíu aðeins minna yfirþyrmandi.
Borðdaman valdi epli í ábæti: Eplasúpu, créme brulée, eplakrapís og
eplasíróp. Ágætt, en henni fannst gott að fá að bragða á súkkulaðibirgð-
unum mínum til að brjóta upp eplabragðið.
Þessi máltíð var soldið eins og hið alþjóðlega hótelumhverfi, ekki sér-
lega eftirminnileg nema fyrir verðið.
Vox Restaurant
Nordica Hotel
Suðurlandsbraut 2
108 Reykjavík
Íslenskt hráefni
– alþjóðlegt umhverfi
Nýjasta plata Becks Hansen,
Information, er væntanleg 3. okt-
óber. Beck hefur tekið upp mynd-
band við hvert einasta lag á plöt-
unni sem hægt verður að sjá á
heimasíðum á borð við YouTube.
com. Einnig verður hægt að hlaða
lögunum niður af netinu.
„Við erum að ganga inn í tíma-
bil þar sem hvert lag og mynd-
bandið við það eru orðin ein heild,“
sagði Beck. „Þetta er ekki lengur
bara tónlistin, heldur eitthvað allt
annað.“
Með hverju eintaki plötunnar
fylgir nánast autt umslag með lím-
miðum svo að hlustendur geti
dundað sér við að búa til sitt eigið
umslag á meðan þeir hlusta á grip-
inn. „Við erum að láta fólk fá verk-
efni svo það komi sér ekki í vand-
ræði á meðan það hlustar á
plötuna,“ sagði Beck.
Myndband við hvert lag
BECK Tónlistarmaðurinn Beck sendir frá sér
nýja plötu 3. október.
����������������� ������������������ �������
�� ������������������������������������������������
�
�
�
���
��
��
��
���
��
��
��
��
���������
�� �����
������
MEÐ HNÍF OG GAFFLI
Þráinn Bertelsson skrifar
Máltíð fyrir tvö (og tvö glös af hvítvíni hússins) kostaði 17.430 kr.
Plúsarnir eru afar vingjarnleg þjónusta og greinilegar tilraunir til tilþrifa
í eldamennsku jafnvel þótt þær heppnist ekki allar fullkomlega.
Mínusarnir eru óspennandi umhverfi, smáir skammtar.
!óíbí.rk004
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
CLERKS 2 kl. 8 og 10 B.I. 12 ÁRA
MY SUPER EX-GIRLFRIEND kl. 10
ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 8
YOU, ME & DUPREE kl. 6
GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 6
TAKK FYRIR AÐ REYKJA
THANK YOU FOR SMOKING
CLERKS 2 kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 12 ÁRA
ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 5.45, 8 og 10.15
SÝND Í LÚXUS kl. 5.45, 8 og 10.15
MY SUPER-EX GIRLFRIEND kl. 5.50, 8 og 10.10
LITTLE MAN kl. 3.50, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA
TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 8 B.I. 7 ÁRA
GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 3.50 og 6
GRETTIR 2 ENSKT TAL kl. 4
ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 4
ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 8 og 10.15
TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA
KVIKMYNDAHÁTÍÐ
VOLVER kl. 5.50 og 8
THREE BURIALS OF MELEQUIADES ESTRADA kl. 5.50
ENRON: THE SMARTEST GUYS IN THE ROOM kl. 6 og 10.10
LEONARD COHEN: Í M YOUR MAN kl. 10
FACTOTUM kl. 6 og 8
EMPIRE
Heiðarleg, fróðleg
og bráðskemmtileg mynd