Fréttablaðið - 22.09.2006, Side 12
12 22. september 2006 FÖSTUDAGUR
LÍBANON, AP Sameinuðu þjóðirnar
hafa krafið Ísraelsher um nánari
skýringar á klasasprengjum þeim
sem dreift var yfir S-Líbanon
eftir að vitað var að vopnahlé
kæmist á. Beðið er um lista yfir
alla þá staði sem sprengjum var
varpað á og hversu mörgum hafi
verið varpað á hverjum stað, en
upplýsingarnar gætu flýtt mjög
fyrir hreinsunaraðgerðum
hjálparstofnana, að sögn Davids
Shearer, yfirmanns mannúðar-
starfs SÞ í Líbanon.
Líklegt er talið að hreinsunar-
starfið taki um tvö ár, en talið er
að enn séu 350 þúsund lífshættu-
legar sprengjur á víðavangi. - kóþ
Eftirmálar stríðsins í Líbanon:
Ísraelar krafðir
útskýringa
SKOÐA SAMSETTA MYND Risastór
mynd af Georgy Parvanov, forseta
Búlgaríu, prýðir nú höfuðborgina Sofíu
í tilefni af kosningabaráttunni, sem er
að fara í gang. Myndin er sett saman
úr mörgum litlum myndum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
SÍMHLERANIR Stjórn Sagnfræðinga-
félags Íslands sendi frá sér álykt-
un í gær þar sem félagið lýsir
furðu sinni á takmörkunum á
aðgangi að gögnum um símahler-
anir í vörslu Þjóðskjalasafnsins.
Í ályktuninni segir að sjálfsagt
sé að ákveðnar reglur gildi um
aðgang að skjölum af þessu tagi
en afar varhugavert að þær höml-
ur vegi þyngra en réttur til rann-
sókna á liðinni tíð, að teknu tilliti
til sjálfsagðra ákvæða um per-
sónuvernd. Einnig eiga einstakl-
ingar, sem hafa rökstuddan grun
um að um þá sé fjallað í þeim
gögnum sem um ræðir, rétt á því
að kanna þau með sömu skilyrðum
og aðrir hafa
notið. Allir eiga
að vera jafnir
fyrir lögum og
reglum um
aðgang að opin-
berum gögnum.
Guðni Th.
Jóhannesson,
formaður
félagsins, vék
af fundi þegar
ályktað var um
málið þar sem hann tengist mál-
inu, bæði með því að hafa verið
veittur aðgangur að sumum gögn-
um en synjað um aðgang að
öðrum.
Mikil umræða hefur verið á
meðal sagnfræðinga undanfarna
daga um málið og ekki síst á póst-
listanum Gammabrekku. Þar
hefur stjórn Sagnfræðingafélags-
ins verið hvött til að álykta um
málið. Sérstaklega eru sagnfræð-
ingar ósáttir við framgöngu Ólafs
Ásgeirssonar, þjóðskjalavarðar,
og fullyrða að hann hafi brotið
siðareglur Sagnfræðingafélagsins
með því að neita fjölmörgum ein-
staklingum um aðgang að gögnun-
um, með þeim rökum að eðlilegt
sé að nefnd um upplýsingamál
fjalli um kærumál sem tengjast
málinu áður en frekari aðgangur
er veittur. - shá
Sagnfræðingafélag Íslands ályktar um gögn um símhleranir:
Lýsa furðu á takmörkunum
GUÐNI TH.
JÓHANNESSON
10 daga
afmælistilboð
HANNAÐU HEIMILIÐ MEÐ TENGI
Opið:
Virka daga 08-18
Laugardaga 10-15
Smiðjuvegur 76 200 Kópavogur Sími 414 1000 Fax 414 1001 tengi.is
Í tilefni af 25 ára afmæli Tengis bjóðum við afslátt á völdum vörum, þar
á meðal 25% afslátt af sturtuhurðum. Hjá okkur getur þú skapað bað-
herbergi drauma þinna en við erum með fjölmörg frábær vörumerki
sem bjóða upp á glæsilega hönnun á baðkerum, hreinlætistækjum og
eldhúsvöskum. Verið velkomin í stórglæsilegan sýningarsal okkar að
Smiðjuvegi 76.
Nú getur þú greitt með léttgreiðslum Euro og Visa – vaxtalaust í 3 mánuði.
TILBOÐ:
28.000 kr.
TILBOÐ:
99.000 kr.
ótrúlegt verð
TILBOÐ:
14.900 kr.
Mora Marena
Hitastillt sturtutæki með
ömmu stöng, sturtuhaus
og tilheyrandi búnaði.
Ifö Kreta m/nuddi
Falleg hönnun sem
skapar vellíðan fyrir
alla fjölskylduna.
Ifö Samba
Sturtuhorn úr hertu
öryggisgleri með
stálbotni.
Á
m
e
ð
a
n
b
irg
ð
ir e
n
d
a
s
t
25%
kynningar-
afsláttur af
baðkerum frá
Balteco
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER
11.15 Liverpool – Tottenham
16.05 Reading – Man. Utd.
SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER
14.45 Newcastle – Everton
18.20 Udinese – Fiorentina
MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER
18.50 Portsmouth – Bolton
HÖRKULEIKIR
Í BEINNI UM HELGINA
vaxtaauki!
10%
A
RG
U
S
/
06
-0
47
2
Kynntu þér málið á spron.is
ANKARA, AP Dómstóll í Tyrklandi
var í gær ekki lengi að sýkna rit-
höfundinn Elif Shafak af ákæru
um að í einni af skáldsögum henn-
ar væri að finna móðgandi ummæli
um Tyrki. Réttarhöldin stóðu
aðeins í hálfan annan tíma og lauk
með því að dómstóllinn sagði
engan fót vera fyrir ákærunni.
Evrópusambandið hafði varað
Tyrkland við því að draga rithöf-
unda og blaðamenn fyrir dóm
vegna skrifa þeirra. Slíkt gæti
dregið úr líkum á því að Tyrkland
hljóti inngöngu í Evrópusamband-
ið.
Um það bil 25 tyrkneskir þjóð-
ernissinnar höfðu uppi mótmæli
fyrir utan réttarsalinn, héldu á
lofti tyrkneskum fánum ásamt
bláum fána Evrópusambandsins,
sem hafði verið breytt þannig að
hakakross að hætti nasista var í
miðju fánans. Til skammvinnra
átaka kom milli mótmælenda og
lögreglunnar að loknum réttar-
höldunum.
Ákæran var út af skáldsögunni
„Skepnan frá Istanbúl“, sem
Shafak skrifaði þegar hún bjó í
Bandaríkjunum. Í bókinni er fjall-
að um alræmd fjöldamorð á
Armenum sem Tyrkir frömdu
snemma á 20. öld þegar Tyrkja-
veldi var að líða undir lok. Armensk
persóna í bókinni talar um „tyrk-
nesku slátrarana“, og það voru
þessi orð sem urðu tilefni til
ákærunnar.
Tyrkir hafa allt til þessa dags
neitað að tala um morðin sem þjóð-
armorð, þrátt fyrir að allt að ein og
hálf milljón Armena, sem búsettir
voru í austurhluta Tyrkjaveldis,
hafi ýmist verið hraktir frá heim-
kynnum sínum eða drepnir.
Sjálf gat Shafak ekki mætt til
réttarhaldanna í gær, þar sem hún
fæddi stúlkubarn á laugardaginn
og var enn á sjúkrahúsi. Hefði hún
verið dæmd fyrir ummæli sín,
hefði hún getað átt von á allt að
þriggja ára fangelsisdómi.
„Þetta er skömm, ekki bara
fyrir hana heldur fyrir Tyrkland.
Allt málið er fáránlegt,“ sagði eig-
inmaður hennar, Eyup Can, áður
en réttarhöldin hófust.
Fleiri rithöfundar og blaða-
menn í Tyrklandi hafa verið dregn-
ir fyrir dóm eða eiga yfir höfði sér
réttarhöld vegna orða sinna, sem
talin eru meiðandi fyrir Tyrkland
eða tyrkneskt þjóðerni.
Á síðasta ári felldi tyrkneskur
dómstóll niður ákærur á hendur
öðrum frægum rithöfundi, Orhan
Pamuk, sem hafði verið ákærður
fyrir ummæli sín um fjöldamorðin
á Armenum. gudsteinn@frettabladid.is
FRÁ MÓTMÆLAAÐGERÐUM FYRIR UTAN RÉTTARSALINN Kona heldur á tyrkneskum
fánum en á jörðinni má sjá fána Evrópusambandsins með hakakross í miðjunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Skáldkona
sýknuð
Tyrkneskur rithöfundur þótti ekki hafa móðgað
Tyrkland með því að láta armenska persónu í skáld-
sögu sinni tala um „tyrknesku slátrarana“. Úrskurð-
urinn vakti úlfúð mótmælenda.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI