Fréttablaðið - 22.09.2006, Page 20

Fréttablaðið - 22.09.2006, Page 20
 22. september 2006 FÖSTUDAGUR20 Umsjón: nánar á visir.is PALLBORÐSUMRÆÐUR Háskólabíó kl. 14.00–15.00 WHAT IS STRATEGY? Í nýjustu útgáfu European Foundation of Management Develop- ment (EFMD) er Dr. Michael Porter talinn vera fremstur vísinda- manna í heiminum á sviði stjórnunar og stefnumótunarfræða. Þessari skoðun deila flestir sem um þessi mál fjalla. Allt frá því bók hans „Competitive Strategy“ kom út árið 1980 hefur hann haft gríðarleg áhrif á stjórnun fyrirtækja og stofnana um allan heim og er enn leiðandi í allri umræðu um stefnumótun. Í þessum fyrirlestri fjallar hann um hvað stefnumótun er – og einnig hvað hún er ekki og rekur ýmsar ranghugmyndir manna um efnið. Þetta er fyrirlestur sem enginn áhugamaður um stefnumótun og stjórnun má láta fram hjá sér fara. Sigurjón Þ. Árnason Landsbankinn Þórdís Sigurðardóttir Dagsbrún Baldur Pétursson European Bank, London Dr. Gylfi Magnússon Háskóli Íslands Hannes Smárason FL Group Skráning er hafin á www.capacent.is Hótel Nordica kl. 7.30–11.00 THE COMPETITIVENESS OF ICELAND Michael Porter er forseti World Economic Forum sem gefur út virtustu skýrslu heims um samkeppnishæfni þjóða – „Global Competitiveness Report“. Dr. Porter hefur undanfarið unnið að skýrslu um samkeppnishæfni Íslands og gerir hann grein fyrir niðurstöðum sínum á ráðstefnunni. Þátttakendur fá skýrsluna í hendur og eftir fyrirlesturinn verða pallborðsumræður. Þessi rannsókn er hvalreki fyrir alla sem áhuga hafa á einhverju eldfimasta umræðuefni síðustu missera og ára á Íslandi og á eflaust eftir að vekja mikla athygli. Prófessor Michael E. Porter, sem talinn er fremsti hugsuður heims á sviði stefnumótunar og stjórnunar, heldur tvo fyrirlestra á Íslandi þann 2. október næstkomandi. The Thinkers 50 er listi yfir fimmtíu helstu viðskipta- hugsuði heims og Michael Porter er þar í fyrsta sæti. 1. Michael PORTER 2. Bill GATES 3. CK PRAHALAD 4. Tom PETERS 5. Jack WELCH Meira á www.thinkers50.com Jón Sigurðsson Iðnaðar- og viðskiptaráðherra setur ráðstefnuna Bjarni Snæbjörn Jónsson Framkvæmdastjóri Capacent í Danmörku Ráðstefnustjóri KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.261 -0,60% Fjöldi viðskipta: 410 Velta: 2.502 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 66,50 +0,15% ... Alfesca 4,98 -0,60% ... Atlantic Petroleum 575,00 +0,00% ... Atorka 6,40 +0,00% ... Avion 32,30 -0,62% ... Bakkavör 59,00 +0,00% ... Dagsbrún 4,28 +0,47% ... FL Group 22,60 +0,89% ... Glitnir 20,30 +0,00% ... KB banki 850,00 -1,39% ... Landsbankinn 26,10 -0,76% ... Marel 78,50 -0,63% ... Mosaic Fashions 17,80 -1,11% ... Straum- ur-Burðarás 17,30 +0,00% ... Össur 125,50 +0,00% MESTA HÆKKUN FL Group +0,89% Dagsbrún +0,47% Actavis +0,15% MESTA LÆKKUN KB banki -1,39% Mosaic -1,11% Flaga -0,78% Ólíkir Smárar Hlutabréf í FL Group hafa rokið upp í verði síðustu vikurnar án þess að margar fréttir hafi borist úr herbúðum félagsins. Bæði Hannes Smárason og Baugur Group keyptu bréf fyrir nokkrum dögum sem hafði klárlega áhrif til hækkunar. Þá þykir mjög líklegt að FL Group tilkynni á næstu dögum um skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands eftir velheppnuð hlutafjárútboð að undanförnu. Fulljóst má vera að dulin verðmæti felist í Ice- landair, enda er félagið bókfært á átta milljarða króna. Á sama tíma hrynur gengi Dagsbrúnar niður úr öllu valdi sem rekja má til erfiðleika í sumum rekstrareiningum félagsins og mikillar skuldastöðu. Fjárfestar vilja því frekar Hannes Smára en Gunnar Smára þessa dagana. Villingur í forstjórastól „Danir eru að drukkna í reglugerðafargani. Kannski hafið þið haft það of gott - of lengi,“ segir Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, við blaðamann karlablaðsins Euroman. Situr þessi fyrrverandi framkvæmdastjóri Iceland Express á businessclass Icelandair og fer yfir farinn veg, gerir grein fyrir útrás Íslendinga til Danmerkur og eigin lífshlaupi, þar á meðal atvinnuferli sem einkennist af vandamálapökkum. Hann bætir við: „Á Íslandi láta menn aldrei fram hjá sér fara að taka frumkvæði.“ Í viðtalinu kemur fram að Almar hafi ekki verið neinn kórdrengur á sínum yngri árum, segist hafa stolið bensíni frá forsetanum og fjarlægt dekkin Peningaskápurinn ... Breska verslanakeðjan Woolworths tapaði 8,5 milljörðum króna fyrir skatta á fyrri hluta ársins. Afkoma fyrir óreglulega liði er nærri tvö- falt verri en á sama tímabili árið 2005. Stjórnendur félagsins búast við að seinni hluti ársins verði mun skárri, enda fellur þá til jólaversl- un. Þá búast þeir við að endurbæt- ur á verslunum bæti afkomuna. Harðnandi samkeppni við stór- markaðina Tesco og Asda setti svip sinn á uppgjörið en þessar stóru keðjur hafa sótt fast fram í sölu á öðrum varningi en matvælum. Baugur Group á um tíu prósenta hlut í Woolworths og er sagður hafa áhuga á að skipta félaginu upp. Talið er ólíklegt að Baugur láti til skarar skríða fyrr en eftir lok jóla- verslunar. - eþa Woolworths tapar Baugur bíður átekta fram yfir jólaverslun. Bandaríski seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem bankinn heldur stýrivöxtum óbreytt- um og telja greiningaraðilar líkur á að hækkanaferlið sé á enda. Einn af ellefu meðlimum vaxta- ákvörðunarnefndar bankans var hins vegar fylgjandi 25 punkta hækkun vaxta. Í rökstuðningi bankastjórnarinn- ar fyrir ákvörðuninni segir að þrátt fyrir að hægt hafi á hag- vexti í landinu verði enn fylgst náið með verðbólgu- þróun. Hagvöxtur í Banda- ríkjunum á öðrum árs- fjórðungi nam 2,9 prósentum en það er um tvöfalt minni hagvöxtur en á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tíma mæld- ist verðbólga vestra 2,8 prósent í ágúst en hún hækkaði um 0,2 prósent á milli mánaða. Það er þó 0,8 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiðum bandaríska seðlabankans. Greiningaraðilar segja hafa hægst um of á hag- vexti í landinu og geti það haft áhrif á hagvöxt á heimsvísu. Bankastjórnin vísar því hins vegar á bug og telur og að hagvöxtur muni haldast á þessu stigi á næstu mánuðum. - jab Óbreyttir vextir í Bandaríkjunum BEN BERNANKE SEÐLABANKA- STJÓRI MARKAÐSPUNKTAR Sensex-hlutabréfavísitalan á Indlandi rauf 12.000 stiga múrinn í gær en vísi- talan hefur ekki verið jafnhá síðan í maí síðastliðnum. Avion Group tilkynnti í gær að tilboð félagsins í allt hlutafé kanadíska frysti- geymslufyrirtækisins Atlas Cold Storage Income Trust, sem átti að renna út föstudaginn 22. september, yrði fram- lengt til föstudagsins 6. október 2006. Fjárfest var í íbúðarhúsnæði fyrir ríflega 32 milljarða króna á fyrstu sex mán- uðum ársins. Þetta er 4,8 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Greiningardeild Glitnis segir að aldrei hafi verið fjárfest eins mikið í íbúðarhús- næði á einum árshelmingi og nú.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.