Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2006, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 22.09.2006, Qupperneq 21
FÖSTUDAGUR 22. september 2006 21 PALLBORÐSUMRÆÐUR Háskólabíó kl. 14.00–15.00 WHAT IS STRATEGY? Í nýjustu útgáfu European Foundation of Management Develop- ment (EFMD) er Dr. Michael Porter talinn vera fremstur vísinda- manna í heiminum á sviði stjórnunar og stefnumótunarfræða. Þessari skoðun deila flestir sem um þessi mál fjalla. Allt frá því bók hans „Competitive Strategy“ kom út árið 1980 hefur hann haft gríðarleg áhrif á stjórnun fyrirtækja og stofnana um allan heim og er enn leiðandi í allri umræðu um stefnumótun. Í þessum fyrirlestri fjallar hann um hvað stefnumótun er – og einnig hvað hún er ekki og rekur ýmsar ranghugmyndir manna um efnið. Þetta er fyrirlestur sem enginn áhugamaður um stefnumótun og stjórnun má láta fram hjá sér fara. Sigurjón Þ. Árnason Landsbankinn Þórdís Sigurðardóttir Dagsbrún Baldur Pétursson European Bank, London Dr. Gylfi Magnússon Háskóli Íslands Hannes Smárason FL Group Skráning er hafin á www.capacent.is Hótel Nordica kl. 7.30–11.00 THE COMPETITIVENESS OF ICELAND Michael Porter er forseti World Economic Forum sem gefur út virtustu skýrslu heims um samkeppnishæfni þjóða – „Global Competitiveness Report“. Dr. Porter hefur undanfarið unnið að skýrslu um samkeppnishæfni Íslands og gerir hann grein fyrir niðurstöðum sínum á ráðstefnunni. Þátttakendur fá skýrsluna í hendur og eftir fyrirlesturinn verða pallborðsumræður. Þessi rannsókn er hvalreki fyrir alla sem áhuga hafa á einhverju eldfimasta umræðuefni síðustu missera og ára á Íslandi og á eflaust eftir að vekja mikla athygli. Prófessor Michael E. Porter, sem talinn er fremsti hugsuður heims á sviði stefnumótunar og stjórnunar, heldur tvo fyrirlestra á Íslandi þann 2. október næstkomandi. The Thinkers 50 er listi yfir fimmtíu helstu viðskipta- hugsuði heims og Michael Porter er þar í fyrsta sæti. 1. Michael PORTER 2. Bill GATES 3. CK PRAHALAD 4. Tom PETERS 5. Jack WELCH Meira á www.thinkers50.com Jón Sigurðsson Iðnaðar- og viðskiptaráðherra setur ráðstefnuna Bjarni Snæbjörn Jónsson Framkvæmdastjóri Capacent í Danmörku Ráðstefnustjóri Fjárfesting í íbúðarhúsnæði nam rúmum 32 milljörð- um króna á fyrri helmingi árs, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Er það tæplega fjórtán prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra og hefur fjárfesting í íbúðar- húsnæði aldrei verið meiri. Samfelldur vöxtur hefur verið í fjárfestingu í íbúð- arhúsnæði frá árinu 1997. Þannig var fjárfestingin á fyrri hluta þessa árs rúmlega helmingi meiri en á sama tímabili árið 1997. Fram kemur á vef greiningar Glitn- is að ástæður þessa mikla vaxtar liggi í auknum kaup- mætti fólksins í landinu; laun hafi hækkað hratt á tíma- bilinu, vextir lækkað og aðgangur að lánsfé batnað. Þá sé eignaverð hagstæðara en áður. Greining Glitnis spáir að fjárfesting í íbúðarhús- næði dragist saman um 4,5 prósent á næsta ári og um 5,8 prósent árið 2008. Verðlækkun þurfi til að færa saman framboð og eftirspurn á næstu misserum. Fram kemur að mikið framboð sé af nýju íbúðarhúsnæði, auk þess sem velta á íbúðamarkaði hafi snarminnkað undanfarið. -jsk Metfjárfesting í íbúðarhúsnæði Íslendingar hafa aldrei fjárfest meira í íbúðarhúsnæði. Greining Glitnis spáir samdrætti næstu tvö ár. NÝBYGGINGAR Mikið framboð nýbygginga er einn þeirra þátta sem veldur því að fjár- festing í íbúðarhúsnæði mun dragast saman næstu tvö ár, að mati greiningar Glitnis. Adnan Shihab Eldin, fyrrverandi formaður samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC), segir heimsmarkaðsverð á hráolíu geta farið allt niður í 40 banda- ríkjadali á tunnu um mitt næsta ár. Formaðurinn fyrrverandi sagði í samtali við frönsku fréttastofuna AFP í gær að vissulega væri erfitt að spá fyrir um verð á hráolíu á næsta ári, en setti þann fyrirvara á að verðið muni ein- ungis lækka ef friður helst hjá helstu útflutningsríkjum. Hráolíuverð fór í 78,40 dali á tunnu um miðjan júlí en hefur lækkað mikið síðan og fór niður fyrir 60 dali til skamms tíma á miðvikudag. Þetta er lægsta verð sem sést hefur í rúmt hálft ár. - jab Spáir lækkun á hráolíuverði VIÐ BENSÍNSTÖÐ Fyrrverandi formaður OPEC spáir því að hráolíuverð geti farið allt niður í 40 dali á tunnu haldist friður hjá stærstu olíuútflutningsríkjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Stefán B. Gunnlaugsson, sér- fræðingur hjá Íslenskum verð- bréfum og aðstoðarprófessor við Háskólann á Akureyri, segir að alþjóðleg skuldabréf ættu að vega meira í heildareignum lífeyrissjóðanna. Hlutfallið er rúmt þrjú prósent af heildar- eignum lífeyrissjóðanna en hann telur æskilegt að það fari í tíu til fimmtán prósent. „Ástæðan er kannski ekkert óeðlileg því að raunávöxtun erlendra skuldabréfa hefur verið léleg ef menn eyða ekki út gengisáhættu. Ávöxtunin hefur verið innan við tvö prósent,“ segir Stefán, en hann var meðal frum- mælenda á ráð- stefnu sem Íslensk verð- bréf og Stand- ard Life Invest- ment stóðu að fyrir fagfjár- festa á Akur- eyri. Ef gengis- áhættu væri sleppt hefðu erlend skuldabréf skilað 5,5-6 prósenta raunávöxtun að meðal- tali sem er viðunandi. Því gæti verið mikill ávinningur að fjár- festa í erlendum skuldabréfum að mati Stefáns. Raunávöxtun af innlendum skuldabréfum hefur verið mjög góð síðustu tíu til fimmtán árin en horfur eru á því að hún fari lækkandi. Stefán býst við því að ef fagfjárfestar sjái fram á lækkandi ávöxtun þá hljóti menn að horfa á erlend skuldabréf í auknum mæli, þá einkum banda- rísk, evrópsk og japönsk. Stefán bendir ennfremur á að kaup á erlendum skuldabréfum dreifi áhættu í eignasafni lífeyr- issjóðanna. - eþa Auki vægi erlendra skuldabréfa Sérfræðingur telur að hlutfall þeirra ætti að vera 10-15% af eignum lífeyrissjóða. STEFÁN B. GUNN- LAUGSSON FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.