Fréttablaðið - 22.09.2006, Page 22
22 22. september 2006 FÖSTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR:
Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson
Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á
suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Borgin hreinsuð
Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Bald-
ursson tekur lífinu ekki of alvarlega og
á það til að slá á létta strengi. Er það
ekki eingöngu gert í þröngum hópi
vina. Fljótlega eftir að hann tók við
formennsku í umhverfisráði boðaði
hann til fyrsta fundar. Dagfarsprúðir
borgar- og varaborgarfulltrúar mættu
og sáu að á dagskrá var liðurinn
„Vargfuglar á tjörninni“. Í huga Gísla
Marteins var þetta ein-
falt mál. Fyrst var borg-
in hreinsuð af rottum,
svo af R-listanum og
nú væri komið að máf-
unum. Ekki var öllum
f u n d a r m ö n n -
um skemmt
yfir þessum
ummælum.
Eðlileg viðskipti
Björgólfur Thor Björgólfsson var gagn-
rýndur af Magnúsi Kristinssyni í Morg-
unblaðsgrein um síðustu helgi. Voru
viðskipti Björgólfs með hlutabréf í
Kaldbaki, sem voru síðar seld Burð-
arási, gerð tortryggileg. Í þeim hagn-
aðist félag Björgólfs um sex hundruð
milljónir króna, en hann var stjórnar-
formaður Burðaráss á þessum tíma.
Hins vegar er bent á að allt var þetta
fyrir opnum tjöldum og tilkynnt til
Kauphallarinnar. Aðspurður sá
forstjóri Kauphallarinnar ekk-
ert athugavert við þessi við-
skipti og Fjármálaeftirlitið sá
ekki ástæðu til að taka málið
til frekari skoðunar. Sögðu
hlutaðeigendur að allir hefðu
haft sömu upplýsingar við
höndina.
Varnarlaus Albert
Árás Össurar Skarphéðinssonar á
Albert Jónsson, sem hefur staðið í
stafni í varnarviðræðum við Banda-
ríkin, fer fyrir brjóstið á mörgum sjálf-
stæðismönnum. Segja þeir að Össur
viti að Albert geti ekki varið hendur
sínar, en hann sagði Albert dekur-
dreng Davíðs Oddssonar sem engum
samningum hefði lokið fyrir íslensk
stjórnvöld. Þetta lýsi vankunnáttu
á framlagi Alberts til samningavið-
ræðna við erlend ríki. Hann sé einn
sá hæfasti til starfans, hafi gætt
mikilvægra hagsmuna og samið
á réttum tímapunktum. Nær væri
fyrir Össur að ráðast á þá sem
bæru pólitíska ábyrgð og
gætu svarað fyrir sig.
bjorgvin@frettabladid.is
Þríhliða samningur um suðurhluta Síldarsmugunnar:
Tímamót í land-
grunnsmálum
KÁRI JÓNASSON SKRIFAR
F
yrr á þessu ári voru liðin rétt þrjátíu ár frá því Íslend-
ingar öðluðust fullan rétt yfir 200 mílna efnahagslögsög-
unni hér við land, en þá lauk síðasta þorskastríðinu við
Breta eftir útfærsluna árið 1975. Það var mikill áfangi
í baráttu okkar fyrir yfirráðum yfir auðlindum hafsins
umhverfis landið, og á þeim tíma vorum við frumherjar í haf-
réttarmálum, - ruddum brautina fyrir aðrar strandþjóðir í þeim
efnum. Þar komu einkum við sögu hafréttarfræðingar okkar,
framsýnir stjórnmálamenn, hafrannsóknamenn að ógleymdum
landhelgisgæslumönnum, sem börðust við stórveldi á miðunum,
- og höfðu vinninginn.
Útvíkkun landhelginnar allt frá 1952, þegar flóar og firðir
voru friðaðir, byggðist á landgrunnslögunum frá 1948, sem
reynst hafa góður grundvöllur í baráttu Íslendinga á sviði haf-
réttarmála.
Þótt nú séu meira en þrjátíu ár frá hinum merku tímamótum
í landhelgissögu okkar, erum við enn að vinna sigra á þessum
vettvangi, og öðlast meiri réttindi á hafinu umhverfis landið.
Samningur sá sem Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráð-
herra undirritaði fyrir Íslands hönd í New York í vikunni,
er eitt dæmið um það. Hann er talinn marka tímamót í land-
grunnsmálum á Norðaustur-Atlantshafi. Þarna er um að ræða
skiptingu landgrunnsins utan 200 sjómílna milli Íslands, Fær-
eyja, meginlands Noregs og Jan Mayen, í suðurhluta Síldar-
smugunnar svokölluðu. Þar með aukast landgrunnsréttindi
okkar um tæplega þrjátíu þúsund ferkílómetra í beinu fram-
haldi af efnahagslögsögunni norðaustur af landinu. Aðeins
minna svæði kemur í hlut Færeyinga, en rösklega 55 þúsund
ferkílómetra svæði í hlut Norðmanna.
Þetta var niðurstaðan varðandi nokkra samningafundi land-
anna sem hlut eiga að máli fyrr á þessu ári. Ósagt skal látið hvort
við hefðum getað fengið eitthvað meira í okkar hlut af þessu haf-
svæði með frekari samningaviðræðum, en það er kannski ekki
aðalatriðið, heldur að þetta getur haft mikið fordæmisgildi fyrir
okkur varðandi frekari vinninga á hafsvæðum utan efnahagslög-
sögu Íslands. Þar ber fyrst og fremst að nefna Reykjaneshrygg
og Hatton – Rockall svæðið, sem er svo tengt nafni Eyjólfs K.
Jónssonar fyrrum alþingismanns, að ekki verður minnst á það
svæði án þess að nefna hann um leið. Hann var óþreytandi við
að halda fram rétti okkar Íslendinga á því svæði, þótt sumum
fyndist á sínum tíma að þar væri jafnvel helst til langt seilst. Nú
er hins vegar fyrir löngu ljóst að við eigum þar mikla möguleika
að margra mati, og samningurinn sem undirritaður var í New
York í vikunni, er einmitt talinn geta hjálpað okkur á þeirri leið.
Það eru margar þjóðir sem líta hýru auga til þessa svæðis, en
framtíðin ein getur skorið úr um hvað verður um það.
Þótt nú hafi tekist samkomulag milli þeirra sem eiga hags-
muna að gæta í suðurhluta Síldarsmugunnar, á málið eftir að fara
til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem á að gera tillög-
ur um ytri mörk landgrunnsins. Líklegt er talið að landgrunnið
og réttindi yfir því fái aukna þýðingu í framtíðinni, því með meiri
og breyttri tækni kunna að finnast þar óþekktar auðlindir.
Páll Skúlason, fyrrverandi háskólarektor, flutti erindi
um menningu og markaðshyggju
á 120 ára afmæli Sigurðar
Nordals 14. september. Hann
sagði, að Nordal hefði talið mest
um vert, að fólk kæmist til
þroska og fengi að njóta sín.
Frjáls markaður væri nauðsyn-
legur, en mætti ekki hefta slíkan
þroska. Ekki væri rétt að gera úr
honum markaðshyggju fremur
en þjóðernishyggju úr þjóðerni.
Páll hafði eftir Nordal, að
andleysi og fégirnd bæru
þroskaleysi vitni, og bætti við
frá eigin brjósti, að hvort
tveggja þrifist á markaðnum.
Páll nefndi enn fremur í erindi
sínu landið og miðin, sem ættu
að vera sameign þjóðarinnar,
ekki einkaeign misviturra
manna. Hann kvað einnig
stofnanir eins og Ríkisútvarpið
og Þjóðminjasafnið þurfa að
vera óhultar fyrir markaðnum.
Ég hef ýmislegt við erindi
Páls að athuga. Í fyrsta lagi er
markaðshyggja varla til. Fáir
sem engir trúa því, að allt eigi að
ganga kaupum og sölum. Menn
hafa vitanlega tilfinningar og
fórna sér stundum fyrir aðra.
Adam Smith og aðrir frjáls-
hyggjumenn töldu hins vegar, að
í viðskiptum við ókunnugt fólk
væri matarástin vænlegri til
árangurs en náungakærleikur-
inn. Við getum ekki látið
stjórnast af náungakærleika,
nema þegar um náunga okkar er
að ræða. Hvort tveggja á við, en
hvort á sínu sviði.
Í öðru lagi er það þroskaleysi,
sem kalla má andleysi, ekkert
sérkenni markaðarins. Í erindi
sínu hafði Páll raunar eftir
Sigurði Nordal, að eitt skýrasta
dæmið um andleysi væri, þegar
samtímamenn hans kváðu bestu
minningar sínar vera úr stríðinu
1914-1918. Tilkomumeira var að
sögn Nordals að þroskast af
sjálfsdáðum en sakna samkennd-
ar skotgrafanna. En frjáls-
hyggjumenn telja einmitt, að
tilhneiging fólks til að skjóta á
aðra minnki, ef það sér í þeim
væntanlega viðskiptavini. Friður
er þroskanum nauðsynlegur, en
frjáls viðskipti eru friðvænlegri
en valdbeiting. Hvort skyldi
vera betra að fá eitthvað frá
öðrum með verði eða sverði?
Enginn er heldur hrifinn af
fégirnd. En hvort skyldi stoða
betur gegn fégirndinni að
prédika gegn henni eins og Páll
Skúlason og þúsund aðrir
spekingar eða veita henni í
farveg, þar sem hún verður
gagnleg öðrum? Kosturinn við
frjálsa samkeppni á markaði er,
að hún virkjar fégirndina í
almannaþágu. Fégjarn maður
verður ekki ríkur, nema hann
bjóði fram betri vöru eða
þjónustu en aðrir.
Í þriðja lagi sýnir öll reynsla
tuttugustu aldar, að miklu betur
er farið með auðlindir eins og
jarðir og fiskistofna, ef einhver
á þær og gætir þeirra. Aristótel-
es benti raunar á þetta í gagn-
rýni sinni á Platón. Ein megin-
rökin fyrir einkaeignarrétti
koma líka fram í íslenska
spakmælinu: Garður er granna
sættir. Í keppninni um knöpp
gæði tilverunnar er friðvænleg-
ast að leyfa fólki að eiga þau og
skiptast á þeim. Þá lenda þau að
lokum í höndum þeirra, sem
meta þau mest (greiða hæst verð
fyrir þau), ekki hinna, sem tala
fjálglegast um þau.
Í fjórða lagi telja frjáls-
hyggjumenn, að þroskamögu-
leikar í skilningi Sigurðar
Nordals séu mestir við frelsi.
Ríkið hafi oftar heft þroska
manna en stuðlað að honum.
Frjálshyggjumenn tortryggja
ríkisvaldið. Þeir telja óeðlilegt,
þegar einhver hópur hrifsar það
til sín og notar til að neyða
smekk sínum upp á aðra (eða til
að láta aðra kosta eigin smekk).
Páll Skúlason nefndi Ríkisút-
varpið (sem tók upp erindi hans
og flutti í morgunútvarpi daginn
eftir). Hvers vegna erum við öll
skylduð til að greiða áskrift að
Ríkisútvarpinu, en megum velja
um áskrift að Stöð tvö og Skjá
einum? Og hvort skyldi Ríkisút-
varpið frekar vera rekið í þágu
starfsmannanna eða almenn-
ings?
Öðru máli gegnir um Þjóð-
minjasafnið og jafnvel Þjóðar-
bókhlöðuna. Þessar stofnanir eru
til þess að varðveita menningar-
arf okkar. Eðlilegt er, að ríkið
geri það og friði ýmis menning-
arverðmæti, svo sem sjaldgæfar
dýrategundir, sérkennilega staði
og sögulegar minjar. Þar er ég
sammála Páli. En dæmi hans á
ekki við um Ríkisútvarpið,
Sinfóníuhljómsveitina og
Háskólann. Eiga þeir, sem njóta
þjónustu þessara fyrirtækja,
ekki að greiða fyrir hana sjálfir í
stað þess að taka af sjálfsaflafé
annarra? Frjálshyggjumenn
afþakka forsjá spekinga, af því
að þeir vilja eins og Sigurður
Nordal, að fólk fái að njóta sín.
Menning og markaðshyggja
Í DAG | Erindi Páls
Skúlasonar
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Friður er þroskanum nauðsyn-
legur, en frjáls viðskipti eru
friðvænlegri en valdbeiting.
Umræða | Grein Ástu Þorleifsdóttur
er birt í fullri lengd undir Skoðunum
á Visir.is.
Í Fréttablaðinu sunnudaginn 27. ágúst birtist ágæt umfjöllun um bráðnun um
Vatnajökuls og áhrif á Kárahnjúkavirkjun.
Þar er haft eftir Sveinbirni Björnssyni,
sérfræðingi hjá Landsvirkjun, að síðasta
flóð í Jökulsá á Brú, sem sé líkleg afleiðing
af eldgosi undir jöklinum, liggi undir ösku-
lagi frá árinu 1158. Þessi ummæli eru
áhugaverð því að eins langt og ritaðar heimildir ná
hafa að meðaltali tvisvar á öld komið gríðarleg
hlaup í Jökulsá á Brú, með miklum aur- og klaka-
burði. Orsök þessara stórflóða er ekki kunn en þó er
líklegast að þau stafi af eldvirkni undir Vatnajökli.
Öllum má vera ljóst að Kárahnjúkavirkjun stafar
veruleg hætta af slíkum hlaupum þó að lítið sé gert
úr afleiðingum þeirra í nýju áhættumati Lands-
virkjunar. Það er ótrúleg óskhyggja af sérfræðing-
um Landsvirkjunar að álykta að aðeins stórhlaup í
ánni á þjóðveldisöld hafi tengst eldvirkni en þau
sem síðar hafa orðið séu vegna framskriða
í Brúarjökli og því hættulaus. Með þessu
hafa sérfræðingarnir að engu lýsingar
heimamanna á atburðum í annálum, bréf-
um og frásögnum.
Þegar reisa á mannvirki fyrir hundruð
milljóna króna þarf áhættumat að taka til-
lit til allra þátta. Í áhættumati er eldvirkni
sleppt enda ekki um bein áhrif að ræða
heldur afleiðingar eldvirkni í fjarlægri
eldstöð. Hugsanlegt er að hlaupin í Jöklu
eigi sér aðrar orsakir en það breytir ekki
því að afleiðingarnar kunna að vera alvar-
legar með jakaburði, vatnavöxtum og aur-
burði. Mælingar sem notaðar eru til grundvallar á
væntanlegum líftíma lónsins eru meðaltal svifaurs-
mælinga frá árinu 1965. Grófa efnið, sandur og möl
hafði þá fyrir löngu sest til og er ekki með í útreikn-
ingum en nákvæmlega þetta efni mun setjast til á
lónsbotninum við stífluna. Starfstími Kárahnjúka-
virkjunar kann því að verða mun styttri en gert er
ráð fyrir í áætlunum og arðsemi hennar enn minni
er ráð er fyrir gert.
Höfundur er jarðfræðingur og leiðsögumaður.
Vatnajökull; eldrisi undir
stjórn Landsvirkjunar?
ÁSTA ÞORLEIFS-
DÓTTIR