Fréttablaðið - 22.09.2006, Síða 36

Fréttablaðið - 22.09.2006, Síða 36
SIRKUS23.08.06 4 ÞETTA SÖGÐU ÞAU Í VIKUNNI... Ég var að heyra... Fyrir nokkrum mánuðum var byrjað að framleiða Cocoa puffs samkvæmt nýrri uppskrift. Aðdáendur morgunkornsins um allan heim urðu snælduvitlausir. Framleið- andinn, General Mills, brást hins vegar skjótt við og viðurkenndi mistök sín. Nú er því komið á markað gamla góða Cocoa puffsið sem ætti að gleðja marga. Þetta ætti að gleðja Íslendinga sem hafa borðað 7.600 tonn af morgunkorninu síð- ustu fimmtíu árin. Meðalnotkun af mjólk í eina skál af Cocoa puffsi er 140 gr. Miðað við selt magn árið 2005 mundi mjólkin, sem einungis var notuð í Cocoa puffs í fyrra, fylla Laugardalslaugina 248 sinnum. Þetta vissuði ekki! Aftur gamla góða Cocoa puffsið Að hesta- og sjónvarpskon- an Brynja Þorgeirsdóttir hefði sést með nýja kær- astanum í sundi um síð- ustu helgi. Var hún í svörtu bikiníi og stórglæsileg líkt og venjulega. Kærastinn er víst danskur, og alveg fjallmyndarlegur / Að rapparinn Dóri DNA sé sá allra harðasti í bænum. Karlmaður vopnaður hnífi og hundi réðst inn í stúdíó X-ins um síðustu helgi og leit- aði Dóra. Sagði rapparann hafa gert grín að sér í útvarpinu og vildi hafa uppi á honum. Annars er það að frétta af Dóra að hann er byrjaður að skrifa um djammið á pose.is / Að sagan segir að Kristó úr Lights on the highway hafi dottið út úr Rockstar á pissuprófi. Sel það ekki dýrara. / Að Jenni í Brainpolice gerði lítið annað en að drekka Jack Daniels þessa dagana. /Að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði spurt listnemann fátæka Símon Birgisson hvort hann hefði fundið tölvuna sína á dögun- um. Henni var nefnilega stolið. Og hafði formaðurinn miklar áhyggjur af þessu. / „Kæri Jón, þú ræður þessu á endanum. Það vita allir. Taktu slaginn með okkur.“ Róbert Marshall í opnu bréfi til Jóns Ásgeirs „Á köflum dettur þetta saman. Já, það er magn- að hvað raddir þeirra eru líkar.“ Þorvaldur Bjarni um samanburð á Eyþóri Arnalds og David Bowie „Þetta var löngu fyrir- fram planað fagn. Að hlaupa fyrir framan Júmbó skiltið.“ Páll Einarsson leikmaður Fylkis um „Júmbó-fagnið“ gegn Blikum á fotbolti.net Fyrir skömmu bárust fréttir af sambandsslit- um stjörnulögfræðingsins Vilhjálms Vil- hjálmssonar og Önnu Lilju Johansen. Bæði Séð og heyrt og DV sögðu frá þessum stórtíðindum en Anna Lilja var áður gift Þorsteini í Coke. Samkvæmt heimildum Sirkuss er þetta ekki rétt. Villi neitaði að tjá sig um sambandsslitin af „prinsipp“ ástæð- um og játaði hvorki né neitaði þegar hann var spurður út í málið. Villi vill nefnilega ekki tjá sig um sitt einkalíf og drógu blaða- menn þá ályktun af svörum lögfræðingsins að parið væri hætt saman. Hann hefur engu að síður sést ítrekað fyrir utan húsið sem Anna Lilja býr í á Sóleyjargötunni, en hún leigir íbúðina af sjálfri Ingibjörgu Pálmadóttur. VILLI VILL OG ANNA LILJA Ekki hætt saman F jölmiðlastjarnan Ragnhildur Stein- unn Jónsdóttir gerði garðinn fræg- an í Hollywood þegar hún fór fyrir Kastljós að fjalla um glæsta sigra rokkhetjunnar Magna Ásgeirsson- ar. Framleiðendur og þáttastjórnendur voru hrifnir af fegurðardrottningunni íslensku sem tókst jafnvel að skyggja á Magna sjálfan. „Ég var nú bara að vinna þarna úti fyrir Kast- ljósið,“ segir Ragnhildur Steinunn hógvær og gerir lítið úr frægðarsólinni sem bankar nú að dyrum. Segir einfaldlega: „Ef ég hef staðið upp úr í L.A. var það kannski vegna þess að ég var eina manneskjan ekki var með nafn- spjald eða ferilskrá á flugi.“ Í ferðinni fékk Ragnhildur Steinunn Hollywood beint í æð. „Rock Star-þátturinn var tekinn upp í CBS- stúdíói og þar sér maður stóru nöfnin í brans- anum, eins og Mark Burnette, framleiðanda Survivor, vappandi á göngunum. Og maður spjallar auðvitað við fólk sem maður hittir.“ Samkvæmt heimildum Sirkuss liggur Ragn- hildur Steinunn nú yfir tilboðum um hlutverk, bæði í bíómyndum og sjónvarpsþáttaröðum. Enda Ísland komið á kortið og á Magni ekki síst heiðurinn fyrir að ryðja brautina í borg englanna. „Magni er rosalega vel liðinn þarna. Þegar við sögðumst vera frá íslenskri sjón- varpsstöð var okkur tekið opnum örmum,“ segir Ragnhild- ur sem heillar nú þjóðina á ný með sínu fal- legu brosi í Kastljósinu eftir tveggja mán- aða frí vegna leiks í kvik- myndinni Ast- rópíu. HOLLYWOOD SÝNIR ÍSLENSKRI FJÖLMIÐLASTJÖRNU ÁHUGA Ragnhildur Steinunn meikar það í Hollywood

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.