Fréttablaðið - 22.09.2006, Side 41

Fréttablaðið - 22.09.2006, Side 41
Björgvin er greinilega kominn á flug og talið berst að þeim hópi fólks sem í daglegu tali eru kallaðir treflar. „Við kölluðum þetta alltaf úlpur í gamla daga. Það voru sömu intellektúal gæj- arnir og þeir voru í úlpum og héldu ræður og voru djúpir. Við hins vegar flokkuðumst bara undir hippa.“ Hver er munurinn? „Sko, úlpurnar tengdust Menntaskól- anum við Hamrahlíð. Spilverk þjóðar- innar var úlpuband en við hinir vorum meiri rokkarar, eða héldum það að minnsta kosti.“ Ætla börnin að syngja með þér um helgina? „Já, þau voru búin að lofa því, ég vona að þau mæti og geri þetta fyrir karlinn. Við Svala höfum sungið saman á plöt- um en alveg sárasjaldan saman læv. Við Krummi höfum aldrei gert það, bara eitt lag á plötu.“ Þér finnst gaman að vinna? „Málið er að það er nóg að gera hjá mönnum ef þeir bara nenna því og ég hef gaman af að syngja og búa til tón- list. Ef þetta væri ekki gaman þá væri maður löngu hættur.“ Vissir þú að ... Björgvin Halldórsson hefur verið rödd Stöðvar 2 í u.þ.b. tíu ár. Hann byrjaði þegar hann var dagskrárstjóri Bylgjunnar og sá um Bíórásina sem og önnur störf innan fyrirtækisins. Jón Axel leysti Björgvin af sem röddin um tíma. Hann sneri svo aftur og hefur mjög gaman af þessu. Þegar sem mest verður á sviðinu í Laugardalshöllinn verða 136 manns á sviðinu. Björgvin hefur áður unnið með Sinfóníuhljómsveitum. Hann gerði meðal annars þrjár plötur með Kristjáni Jóhanns- syni, London Symphony Orchestra og Royal Philharmoinc Orchestra. Björgvin hefur hljóðritað á milli 700 og 800 lög í gegnum tíðina. NÚ ERU SÍÐUSTU FORVÖÐ AÐ GANGA FRÁ SÉRPÖNTUNUM SVO ÞÆR BERIST FYRIR JÓLIN.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.