Fréttablaðið - 22.09.2006, Qupperneq 46
SIRKUS22.09.06
14
1
2
3
Hvernig fannst þér myndin?
MINNSIRKUS -
MEÐLIMIR GAGNRÝNA
Þú getur sagt álit þitt á
kvikmyndum í Sirkus.
Það eina sem þú þarft
að gera er að vera
meðlimur í samfélaginu
okkar á www.minnsirkus.
is/sirkus og fylgjast með
kvikmynd vikunnar. Vertu
bíógagnrýnandi og segðu það sem
þér finnst.
1
FM957
2
3
Minnsirkus.is blogg vikunnar Vertu þarna ...Hlustaðu á þetta ...
um helgina
HEMMI
MÆLIR MEÐ
Nemendaleikhúsið frumsýnir verkið Hvít kan-ína í kvöld klukkan 20.00 á litla sviði Borgar-
leikhússins. Um er að ræða samsetta sýningu
eða „devised“ leikhúsverk eins og það heitir á
fagmáli. Unnið er upp úr textum og hugmyndum
sem leikhópurinn hefur komið með á æfinga-
tímabilinu. Um er að ræða ögrandi og öðruvísi
sýningu. Verkið er stranglega bannað innan 16
og verður engum hleypt inn nema skilríki sanni
aldur viðkomandi. Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir
sýningunni.
Listamaðurinn Toggi sendir frá sér sína fyrstu plötu á mánudag, Puppy. Lagið
„Heart in line“ hefur töluvert verið spilað í
útvarpi að undanförnu. Sirkus mælir hik-
laust með þessari plötu sem kemur á óvart.
Fínar melódíur og virkar vel yfir kertaljósi
og rauðvínsglasi. Toggi er gaur sem vert er
að fylgjast vel með, fantafín frumraun.
„Nacho Libre er önnur mynd
leikstjórans Jared Hess sem
gerði garðinn frægan með Napoleon Dynamite fyrir
tveimur árum. Myndin fjallar um Nacho (Jack Black)
sem hefur verið alinn upp á munkaklaustri einhvers-
staðar í Mexíkó og vinnur þar nú sem kokkur. Alla tíð
elur Nacho með sér þann draum að verða glímu-
kappi og keppa við þá bestu, en það samrýmist ekki
trú munkanna. Loks ákveður hann að kýla á að keppa
því hann vantar pening fyrir mat handa krökkunum á
klaustirnu. Hann býr til einhverja grímu og finnur sér
aðstoðarmann, fátæklinginn á svæðinu, og keppa
þeir svo saman í minni glímukeppnum á svæðinu.
Það endar með því að Nacho keppir á stóra mótinu
til að vinna pening fyrir strætó handa krökkunum.
Nacho Libre er svo fyndin að um tíma heyrði ég ekki
í myndinni vegna hláturs í salnum. Jack
Black á það til að fara „over the top“ í
frammistöðu sinni en í þessari mynd
eru það þessir taktar sem gera hana
svo fyndna. Jard Hess er líka snillingur
að finna persónur í hin ýmsu hlutverk,
og er aðstoðarmaðurinn hans, Steven,
gott dæmi um það. Þó svo að sagan sé
fyrirsjáanleg þá skiptir það engu máli, það á
enginn að fara á þessa mynd ef hann er ekki tilbúinn
til að hlæja. Ef ykkur fannst Napoleon Dynamite ekki
góð þá veit ég ekki hvort þið eigið eftir að hlæja mikið
að þessari mynd sem er á svipuðum nótum. Ég að
minnsta kosti og aðrir í salnum grenjuðum um tíma
og ég held bara að ég hafi verið með strengi í mag-
anum daginn eftir. Engin óskarsverðlaun fyrir þessa
mynd en hún á stjörnurnar sannarlega skilið.“
Arnar Þór Smárason, 24 ára einkaþjálfari
og byssusmiður.
NACHO LIBRE
Aðalhlutverk: Jack Black
Leikstjóri: Jared Hess
Myndin í einni línu: Fílarðu ekki örugglega myndir
um fáránlega mexíkóska glímu?
5,9/10 á imdb.com
HOT CHIP
Arrest Yourself
„Gott partí, en líka hægt að
hafa það notalegt yfir þessu.“
DAVID HASSELHOFF
Hot Shot City
„Hasselhoff er bara snillingur
og þetta lag sannar það. Var
að komast yfir The Very Best
Of plötuna hans sem er snilld.“
THE KNIFE
We Share Our
Mothers
Health
(Trentemoller
Remix)
„Snilld sem Balli Funk kynnti
fyrir mér. Skemmtilega óld
skúl teknó en samt hressandi
rokk í þessum slagara.“
NACHO LIBRE
„Þetta er yndislegt líf,“ segir tromm-
arinn Jónbi úr Brain Police um rokk-
aralífið. „Ég sofna með bros á vör og
vakna með bros á vör.“ Hin átta ára
gamla rokkgrúppa Brain Police sendi
frá sér nýja plötu í síðustu viku og
ber hún nafnið, Beyond the Waste-
land. „Þar áður gáfum við út plötu
árið 2004 en nú erum við komnir
með nýjan gítarleikara og þar af leið-
andi nýjan hljóm sem við erum mjög
sáttir við.“
Platan hefur fengið góðar viðtökur
og það er ekki annað að heyra á
Jónba en að almenn ánægja sé innan
sveitarinnar með plötuna. Strákarnir
munu einmitt halda útgáfupartí á
Café Amsterdam í kvöld og er um
hið staðlaða útgáfupartí að ræða.
„Við spiluðum reyndar plötuna í heild
sinni í Skífunni í síðustu viku en þetta
verða hinir eiginlegu útgáfutónleikar
með alvöru
partístemn-
ingu.“ Café
Amsterdam
virðist vera
orðið höfuð-
vígi rokkbanda á Íslandi og segir
Jónbi fínt að spila þar. „Þetta hentar
vel í rokkið, svona mátulega „slísí“
og töff.“
Hljómsveitin ætlar að
spila víða um landið
á næstu dögum en
síðan verður haldið
til Þýskalands í tveggja vikna túr. „Við
ætlum að spila víðsvegar í Austur-
Þýskalandi. Meðal annars í Berlín,
Köln og svo verða einhverjir minni
bæir þarna inn á milli.“
Strákarnir ætla síðan að koma heim
og fylgja plötunni eftir en þeir verða
einmitt á hinu goðsagnakennda
Kerrang-kvöldi á Airwaves.
BRAIN POLICE HELDUR ÚTGÁFUTÓNLEIKA Á CAFÉ AMSTERDAM Í KVÖLD
Þetta verður mátulega
„slísí“ og töff
Hvað: Útgáfutónleikar Brain Police
Hvar: Café Amsterdam
Hvenær: Í kvöld
Verð: 1000 kall
Aldurstakmark: 20 ár
Brain Police Frá vinstri: Jens Ólafsson,
Búi Bendtsen, Hörður Ingi Stefánsson og
Jón Björn Ríkharðsson.
EVANESCENCE
Call me when you´re sober.
Þetta lag er alveg gríðar-
lega öflugt í alla staði. Amy
Lee sem er náttúrulega frá-
bær píanóleikari og ólýsan-
lega góður söngvari fer hér
fremst í broddi fylkingar.
Eðal rokk fyrir FM957.
SANDI THOM
I wish I was a
punk rocker
Hún minnir
mig á gamla
tíma og ég er ekki frá því að
það sé smá Janis í þessari
dömu. Hún á vonandi eftir
að ná langt með sitt fyrsta
lag sem er í bullandi spilun
um alla Evrópu.
OBIE TRICE FT. AKON
Snitch
Það sem er
kannski ein-
kennandi flott
við þetta stöff
er að Akon er alveg eins og
kona þegar hann syngur og
töffaraskapurinn er alveg í
hámarki hjá Obie, sem gerir
þetta frábært duo.
BRYNJAR MÁR
MÆLIR MEÐ
Múslimar
ég er orðin svo
svakalega pirruð
á múslimum að
það er ekki eðli-
legt. Er sko alls
enginn rasisti
eða eitthvað
þannig ég bara
skil ekki af hverju
kristið fólk á alltaf
að haga sér í samræmi
við reglur og viðmið múslima.
Ég meina það er ekki eins og við séum
eitthvað að pirrast út í það hvernig
þau lifa lífinu, en ég held að þau
verði að fara að sætta sig við
það að það er EKKI allt bannað
í okkar trú. Í dag var einhver
nunna bara drepin í góðum gír
útaf einhverju sem páfinn
sagði.....ég er bara ekki að skilja
þetta.
lindab.minnsirkus.is
Sjónvarpsleikfimi
„Vá ég er að
horfa á Í Fínu
Formi á
Stöð 2...
hversu
margir taka
þátt í þessu...
Hreinsa til í stof-
unni og taka á því í 10
mín? Maður spyr sig..Ég hef ekki trú á því að
það séu margir..15 manns..kannski..“
haro.minnsirkus.is
Gáta dagsins
Ég flýg áfram, en er hvorki
fugl, flugvél eða eldflaug. Ég
snýst líka og þó er ég hvorki
vagn né hjól. Og hvort sem
þú stendur, situr, liggur eða
sefur, þá flyt ég þig ótelj-
andi kílómetra án þess að
þú takir eftir því. Hver er ég?
binnio.minnsirkus.is