Fréttablaðið - 22.09.2006, Page 56

Fréttablaðið - 22.09.2006, Page 56
 22. september 2006 FÖSTUDAGUR16 að stórleikarinn Clint Eastwood fæddist 31. maí 1930? að Clint er stytting á Clinton? að hann fæddist í San Fransisco? að hann á ættir að rekja til Skot- lands, Írlands, Hollands og Englands? að faðir Clintons var verkamaður í stáliðnaði? að Clint var einkabarn og flækt- ist mikið um með fjölskyldunni í kreppunni? að í menntaskóla lét kennari hans hann fá hlutverk í leikriti til að ná honum út úr skelinni? að Clint líkaði ekki reynslan? að hann var kallaður í herinn árið 1951? að það átti að senda hann til Kóreu í stríðinu? að hann lenti í flugslysi í millitíðinni? að flugvélin brotlenti á sjó og Clint þurfti að synda langar leiðir í land? að í kjölfarið var hann gerður að sundþjálfara í hernum? að eftir herskyldu flutti hann til Suður-Kaliforníu og lagði stund á nám í leiklist og viðskiptum? að Clint varð fyrst þekktur sem leik- ari í B-myndum á borð við Revenge of the Creature? að hann sló í gegn sem nafnlausi maðurinn í þríleik Sergios Leone, A fistful of dollars, For a few dollars more og The good, the bad and the ugly? að Clint lék í mörgum þekktum myndum eftir þetta, til dæmis Play Misty for me og The Beguiled? að ein þekktasta persóna sem hann hefur leikið er Harry Callahan í Dirty Harry? að hann hefur skarað fram úr sem leikstjóri í seinni tíð? að hann hefur fengið óskarsverð- laun meðal annars fyrir leikstjórn myndanna Unforgiven og Million dollar baby? að Clint hefur verið kvæntur tvisvar? að hann á sjö börn? Fimm dætur og tvo syni. að lengi hefur verið slúðrað um að Eastwood sé launsonur leikarans Stan Laurel? að fyrir því er samt sem áður ekki flugufótur? að Eastwood var borgarstjóri Carmel by the Sea árið 1986? að sem ungur maður var Eastwood 193 cm á hæð? að með aldrinum hefur hann skroppið saman og er nú um 185 cm? að árið 2002 fór hann í mál við ævisagnaritara sem hélt því fram að Eastwood hefði beitt Söndru Locke ofbeldi meðan þau voru saman? að hann er stuðningsmaður þess að samkynhneigðir fái að giftast? að tveir leikarar hafa fengið óskars- verðlaun undir leikstjórn Clints? að þetta eru þeir Tim Robbins fyrir leik í Mystic River árið 2003, og Morgan Freeman fyrir hlutverk sitt í Million Dollar Baby? að Clint segist hafa þróað sérstakan talsmáta sinn með því að herma eftir málrómi Marilyn Monroe? að ein þekktasta setning Eastwood er úr myndinni Dirty Harry? „Do I feel lucky? Well, do ya, punk?“ að önnur þekkt setning er: „Go ahead, make my day...“? VISSIR ÞÚ... Úrvalsleikarinn Ralph Fiennes fæddist í desember 1962. Hann lærði leiklist við Royal Academy of Dramatic Art og gekk síðar til liðs við Royal Shakespeare Company. Hann hefur verið atkvæða- mikill á sviði en fyrsta kvikmynd hans, Wuthering Hights, kom í bíóhús árið 1992. 1. Schindlers list. Fiennes vakti heimsathygli fyrir túlkun sína á hinum illa nasistaforingja Amon Göth. Hann er undarlega heillandi þrátt fyrir að stunda það að skjóta fólk af svölunum sínum. 2. The English Patient. Ótrúlega dramatísk ástarsaga þar sem Fiennes, afmyndaður eftir eldsvoða, rifjar upp stóru ástina í lífi sínu. 3. Strange Days. Hér er Fiennes í óhefðbundnu hlutverki. Hann leikur Lenny Nero sem er háður nýstárlegri tækni sem gerir honum kleift að upplifa fortíðina aftur og aftur. 4. Oscar and Lucinda. Fiennes leikur Oscar Hopkins, enskan prest. Myndin fjallar um samband hans við hina ástr- ölsku Lucindu, leikin af Cate Blanchet, en þau hafa bæði unun af fjárhættu- spilum. 5. Constant Gardener. Byggð á bók eftir John le Carré. Eiginkona Justins Quayle er myrt og hann leitast við að komast að ástæðunni. TOPP 5: RALPH FIENNES Opnunartími um helgina: Mán - fös.................. Laugardaga............... Sunnudaga............... 10 - 18 10 - 17 12 - 16 Hole in One • Bæjarlind 1-3 • 201 Kópavogur • Sími: 577 4040 • www.holeinone.is LÍTTU Á ÞESSI TILBOÐ! OG SVO MIKLU, MIKLU MEIRA... • Þriggja hjóla kerrur allt að 50% afsláttur - verð frá kr. 4.950.- • Skór allt að 50% afsláttur - verð frá kr. 2.450.- • Nike SasQuatch driverinn 35% afsláttur - verð nú kr. 22.685.- • Burðapokar - verð frá kr. 3.900.- • Alfræðibókin um golf 70% - verð nú kr. 1.770.- ENN MEIRI AFSLÁTTUR ÚTSÖLULOK ka ld al jó s 20 06

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.