Fréttablaðið - 22.09.2006, Page 59

Fréttablaðið - 22.09.2006, Page 59
FÖSTUDAGUR 22. september 2006 27 BRÉF TIL BLAÐSINS AF NETINU „Litróf“ – fjölmenningarstarf í Breiðholti Toshiki Toma og Ragnhildur Ásgeirs- dóttir skrifa um starfsemi Fella- og Hólakirkju. Kirkja er samfélag fólks sem á trú á Jesú Krist og kemur saman um Guðs orð og sakramentið. En það þýðir ekki að kirkjan vilji einungis hugsa um sína meðlimi og þjóna þeim. Víða í heiminum eru kirkjur sem hvetja meðlimi sína til að stuðla að friði og hugsa um velferð og hags- muni almennings. Í Evrópu, þar sem kristið fólk hefur verið í meirihluta, hefur kirkjan langa sögu af kærleiksþjónustu. Kærleiksþjónusta er þjónusta í kærleika Jesú Krists. Þar má nefna mataraðstoð, læknisaðstoð, söfnun fyrir neyðaraðstoð, aðstoð í vímu- efnameðferðum, og sálgæslu. Slík þjónusta er veitt til allra án tillits til trúarlegs bakgrunns ef þess er óskað. Á Íslandi, þar sem þjóðkirkjan er í meirihluta, hefur oft borið á þeirri hugsun að kirkjan sé einungis fyrir kristið fólk. Misskilningur er til staðar um að kirkjan eigi ekkert erindi við fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð, jafnvel innan kirkjunnar sjálfrar. En undanfarin ár hefur margt breyst. Fjölgun innflytjenda á Íslandi hefur þar haft mikil áhrif og nú mótar kirkjan nýja sjálfmynd sína með tilliti til tilvist annarra trúarbragða og lífsskoðana. Fella- og Hólakirkja hefur tekið frumkvæði til nýrrar starfsemi fyrir innflytjendur í sóknum sínum sem hefst nú í haust. Verkefnið kallast „Lit- róf – kirkjan fyrir alla“ og er fjölbreytt. Farið verður í ferðalag til Gullfoss og Þingvalla, boðið verður til fjölþjóð- legra máltíða, foreldramorgna, stuðningshóp innflytjenda o. fl. En það sem er áhugavert varðandi þetta verkefni er í fyrsta lagi að tilgangur starfseminnar er ekki kristniboð. Markmiðið er að auka samskipti meðal allra íbúa á svæðinu, brjóta niður múra og einangrun og þannig að skapa betra umhverfi fyrir líf allra íbúanna. Að sjálfsögðu gleður það okkur í kirkjunni ef fólk kemst til trúar á Jesú Krist, en það er ekki markmið í sjálfu sér. Í öðru lagi, er verkefnið í samstarfi við aðila utan kirkjunnar eins og t.d. Alþjóðahúss og Þjónustumiðstöðina í Breiðholti. Í þriðja lagi er verkefnið „Litróf“ opið fyrir alla – fullorðna, börn, kirkjufólk og fólk utan kirkju, innflytjendur og Íslendinga. Og í fjórða og síðasta lagi er Fella- og Hólakirkja búin að ráða manneskju, Ragnhildi Ásgeirsdóttur djákna, sérstaklega fyrir þetta verkefni og það gefur sterklega til kynna að kirkjan lítur á þetta sem mikilvæga þjónustu. Eins og kunnugt er er hlutfall erlendra íbúa í Breiðholti mjög hátt. Breiðholt er því oft tekið upp í fjöl- miðlum eins og þar sé fyrir hendi sérvandamál vegna fjölda innflytj- enda. Fella- og Hólakirkja ætlar að halda málþing um þetta málefni Breiðholts. Velta þeirri spurningu upp hvort um sé að ræða vandamál í hverfinu, hvað sé verið að gera fyrir innflytjendur og hvað megi gera til að breyta og bæta í hverfinu varðandi málefni innflytjenda. Málþingið verður haldið í Fella- og Hólakirkju 23. september kl. 10-13 og er yfirskrift þess „Öll eitt, en ekki eins“. Málþingið er ókeypis og opið öllum sem áhuga hafa á málefnum innflytjenda. „Litróf“ mun verða tákn þjóðkirkjunnar á tímamótum. Klíkuprófkjör Viðbrögð við leiðara Jóns Kaldal. Þeir sem þekkja prófkjör af eigin raun vita að það er erfitt að sækja að sitjandi reynsluboltum. Reynslan sýnir líka að menn kjósa nýliðana oft á tíðum niður og þeir ná ekki fótfestu. Oft á tíðum gerist líka hið gagnstæða og þá er oft líf í tuskunum. Ég verð að segja að það vantar sanna leiðtoga á Alþingi Íslend- inga eins og við þekktum á árum áður. Því miður hefur slæðst inn fólk sem tók bara þátt í prófkjöri án þess að hafa hugsjón til verka. Hægt er að nefna nokkra þingmenn sem sýnt og heilagt tala um hvað þeir hafa gert í gegnum tíðina, eins og að hafa verið íþrótta- hreyfingunni í landinu til gagns, eða að hafa starfað stórkostlega að málefnum barna og unglinga. Því miður tryggja prófkjörin ekki alltaf bestu niðurstöð- una. T.d. er alþekkt að menn blandi heilu íþrótta- og ungmenna, rótarí og svo frv. inn í prófkjörin sjálf og er það hvimleitt. Prófkjör snúast því miður oft upp í andstæðu sína og verða að keppni um það hver hefur besta tengslanetið og hver getur best tryggt sérhagsmuni þegar að upp er staðið. Gott og slæmt en það er kannski engin fullkomin leið. Prófkjör eru samt ein leið til þess að endurnýja stjórnmála- flokka og svo önnur fulllítið notuð en það er að þingmenn þekki sinn vitjunartíma og geri sanngjarna kröfu til sjálfs síns og víki þegar það á við. Ég vil þó hvorki sjá af Birni né Össuri báðir sérlundaðir og sérstakir stjórnmála- menn sem ekki er mikið um í dag. Spakur skrifar á Skoðanir á Vísir.is. Auðlindin Vegna greinar Árna Þormóðssonar. Ég sé ekkert að því að við leyfum útlendingum að veiða hér undir eftirliti, þar sem að þeir myndu a.m.k. borga markaðsvirði fyrir sem að rynni beint í ríkiskassann, í staðinn fyrir ekki neitt, eins og nú er. Held að það sé skyn- samlegasta nytjun auðlindarinnar fyrst að ísl. útvegur heykist á því að gjalda það sem keisarans er. Vill allt þiggja en ekkert gefa til baka. Held að umgengni ísl. útgerðar um auðlindina gefi ekkert tilefni til að henni sé treystandi að gæta hennar og byggja upp til framtíðar. Rammistakkur á Skoðanir á Vísir.is. TOSHIKI TOMA RAGNHILDUR ÁSGEIRSDÓTTIR vaxtaauki! 10% H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n TIL MEÐ DAGINN VÍSINDAMENN HAMINGJU RANNÍS óskar vísindamönnum til hamingju með 22. september en dagurinn er tileinkaður vísindamönnum í Evrópu. ● RANNÍS veitir íslensku vísinda- og tæknisamfélagi aðstoð til framþróunar á innlendum og erlendum vettvangi. ● RANNÍS er samstarfsvettvangur til undirbúnings og framkvæmdar opinberrar vísinda- og tæknistefnu. ● RANNÍS gerir áhrif rannsókna á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. ps. við minnum á Vísindavökuna í Listasafni Reykjavíkur í dag kl. 18:00.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.