Fréttablaðið - 22.09.2006, Page 67
Kvikmyndin Börn eftir Ragnar
Bragason og Vesturportshópinn
er fulltrúi Íslands í forvali til til-
nefninga um Óskarsverðlaunin
fyrir bestu erlendu kvikmyndina
2007.
Meðlimir Íslensku kvikmynda-
og sjónvarpsakademíunnar kusu á
milli Barna og Blóðbanda, eftir
Árna Óla Ásgeirsson, á miðviku-
dag og höfðu Börn betur í kosning-
unni.
Börn munu því etja kappi um
þessi eftirsóttu verðlaun við kvik-
myndir úr öllum heimshornum en
Óskarsverðlaunaakademían kynn-
ir tilnefningar sínar til verðlaun-
anna hinn 23. janúar og verðlaunin
verða afhent í Los Angeles 25.
febrúar á næsta ári.
FÖSTUDAGUR 22. september 2006 35
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER
11.15 Liverpool – Tottenham
16.05 Reading – Man. Utd.
SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER
14.45 Newcastle – Everton
18.20 Udinese – Fiorentina
MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER
18.50 Portsmouth – Bolton
HÖRKULEIKIR
Í BEINNI UM HELGINA
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
SEPTEMBER
19 20 21 22 23 24 25
Föstudagur
■ ■ TÓNLEIKAR
17.00 Bandaríska hljómsveitin
Stars Like Fleas leikur í verslun 12
Tóna við Skólavörðustíg.
Söngvaskáldið Hörður Torfa held-
ur tónleika kjallara Einarshúss í
Bolungavík.
■ ■ OPNANIR
20.00 Elva Hreiðarsdóttir
opnar sýningu á grafíkverkum í
Grafíksafni Íslands - sal íslenskrar
grafíkur, Tryggvagötu 17, Sýningin
nefnist Bergmyndir.
■ ■ SKEMMTANIR
23.00 Hljómsveit Geirmundar
Valtýssonar skemmtir á
Kringlukránni.
23.59 Hljómsveitin Dr. Mister
og Mr. Handsome treður upp í
Sjallanum á Akureyri. Addi EXOS
mun hita upp.
■ ■ FYRIRLESTRAR
12.00 Lawrence Hamilton, próf-
essor í félagsfræði heldur erindi
á vegum Félagsvísindatorgs
Háskólans á Akureyri og ræðir um
rannsóknir á gagnvirkni samfélags
og umhverfis manna Fyrirlesturinn
fer fram í stofu L201 á Sólborg við
Norðurslóð
■ ■ SAMKOMUR
17.00 Rannís stendur í annað
sinn fyrir Vísindavöku - stefnu-
móti við vísindamenn. Markmiðið
með Vísindavökunni er vekja áhuga
almennings á vísindum og auka
vitund um starf vísindamanna og
mikilvægi þeirra. Vakan fer fram í
Listasafni Íslands - Hafnarhúsi og
stendu frá 17-21.
■ ■ SÝNINGAR
10.00 Á sýningunni Pakkhús
postulanna sem stendur yfir
í Listasafni Reykjavikur,
Hafnarhúsi, sýna ellefu listamenn
verk af ólíkum togi. Sýningarstjórar
eru Daníel Karl Björnsson og
Huginn Þór Arason
11.00 Listamennirnir Anna
Eyjólfsdóttir, Jessica Stockholder,
Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí og
Þórdís Alda Sigurðardóttir sýna
verk sín á samsýningunni Mega vott
sem nú stendur yfir í Hafnarborg.
Sýningin er opin milli 11-17 en hún
stendur til 2. október.
11.00 Hildur Bjarnadóttir mynd-
listarmaður sýnir í galleríi i8 við
Klapparstíg. Sýningin er opin milli 11-
17 miðvikudaga til föstudaga og hún
stendur til 21. október
13.00 Myndlistamaðurinn Iain
Sharpe sýnir í galleríi Animu við
Ingólfsstræti. Sýningin er opin frá
13-17 og stendur til 7. október.
13.00 Ragnheiður Jónsdóttir og
Harpa Árnadóttir sýna verk sín í
Listasafni ASÍ. Ragnheiður sýnir
stórar kolateikningar í Ásmundarsal
en Harpa sýnir tvær innsetningar;
í Gryfju er verkið Teikningar og Öll
þessi orð og hljóðnaðir sálmar í
Arinstofu.
■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ
11.00 Sýningum á myndbandstón-
verki Ólafar Arnalds, Eins og sagt
er, í Þjóðmenningarhúsinu, lýkur í
dag. Í verkinu flytur Ólöf frumsamda
tónlist og syngur á átján tungumál-
um í níu myndrömmum samtímis
svo úr verður alþjóðleg tónkviða.
Opið frá 11-17.
12.00 Yfirlitssýningu á ljósmynd-
um Andrésar Kolbeinssonar í
Ljósmyndasafni Reykjavíkur í
Grófarhúsi lýkur um helgina. Myndir
Andrésar frá árunum 1952-65 birta
nýja sýn á ört vaxandi borg. Sýningin
er opin milli 12-19 virka daga en 13-
17 um helgar
Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en
sólarhring fyrir birtingu.
Börn keppa um Óskar
KVIKMYNDIN BÖRN Hafði betur en Blóðbönd og verður framlag Íslands til Óskars-
verðlaunanna.
Siðfræðistofnun og Heimspeki-
stofnun Háskóla Íslands standa
fyrir málþingi um heimspeki Johns
Stuarts Mill á morgun í tilefni þess
að 200 ár voru frá fæðingu hans
þann 20. maí síðastliðinn. Málþingið
verður haldið í stofu N-132 í Öskju
og hefst kl. 9.15 í fyrramálið.
Á málþinginu halda tíu heim-
spekingar fyrirlestra um heimspeki
Mills, þau Kristján Kristjánsson,
Vilhjálmur Árnason, Sigríður Þor-
geirsdóttir, Róbert H. Haraldsson,
Eiríkur Smári Sigurðarson, Sigurð-
ur Kristinsson, Svavar Hrafn Svav-
arsson, Guðmundur Heiðar Frí-
mannsson og Mikael M. Karlsson.
Þar verður fjallað um verk hans,
þekkingarfræði og lýðræðishug-
myndir.
Heimspeki Mills hefur haft mikil
áhrif á íslenska heimspeki og stjórn-
málaumræðu, margir íslenskir
heimspekingar hafa skrifað um ein-
stök verk Mills eða hugðarefni í
lengra eða skemmra máli. Þrjár af
merkustu bókum hans, Frelsið,
Nytjastefnan og Kúgun kvenna
hafa verið þýddar á íslensku og
gefnar út af Hinu íslenska bók-
menntafélagi. Málþingið er öllum
opið og því lýkur kl. 17 á morgun.
Málþing um heimspeki Mills
SALVÖR NORDAL HEIMSPEKINGUR
Forstöðumaður Siðfræðistofnunarhá-
skóla Íslands sem stendur að málþingi
um John Stuart Mill á morgun.