Fréttablaðið - 22.09.2006, Page 67

Fréttablaðið - 22.09.2006, Page 67
Kvikmyndin Börn eftir Ragnar Bragason og Vesturportshópinn er fulltrúi Íslands í forvali til til- nefninga um Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu kvikmyndina 2007. Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar kusu á milli Barna og Blóðbanda, eftir Árna Óla Ásgeirsson, á miðviku- dag og höfðu Börn betur í kosning- unni. Börn munu því etja kappi um þessi eftirsóttu verðlaun við kvik- myndir úr öllum heimshornum en Óskarsverðlaunaakademían kynn- ir tilnefningar sínar til verðlaun- anna hinn 23. janúar og verðlaunin verða afhent í Los Angeles 25. febrúar á næsta ári. FÖSTUDAGUR 22. september 2006 35 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 11.15 Liverpool – Tottenham 16.05 Reading – Man. Utd. SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 14.45 Newcastle – Everton 18.20 Udinese – Fiorentina MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 18.50 Portsmouth – Bolton HÖRKULEIKIR Í BEINNI UM HELGINA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? SEPTEMBER 19 20 21 22 23 24 25 Föstudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Bandaríska hljómsveitin Stars Like Fleas leikur í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg.  Söngvaskáldið Hörður Torfa held- ur tónleika kjallara Einarshúss í Bolungavík. ■ ■ OPNANIR  20.00 Elva Hreiðarsdóttir opnar sýningu á grafíkverkum í Grafíksafni Íslands - sal íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, Sýningin nefnist Bergmyndir. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar skemmtir á Kringlukránni.  23.59 Hljómsveitin Dr. Mister og Mr. Handsome treður upp í Sjallanum á Akureyri. Addi EXOS mun hita upp. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Lawrence Hamilton, próf- essor í félagsfræði heldur erindi á vegum Félagsvísindatorgs Háskólans á Akureyri og ræðir um rannsóknir á gagnvirkni samfélags og umhverfis manna Fyrirlesturinn fer fram í stofu L201 á Sólborg við Norðurslóð ■ ■ SAMKOMUR  17.00 Rannís stendur í annað sinn fyrir Vísindavöku - stefnu- móti við vísindamenn. Markmiðið með Vísindavökunni er vekja áhuga almennings á vísindum og auka vitund um starf vísindamanna og mikilvægi þeirra. Vakan fer fram í Listasafni Íslands - Hafnarhúsi og stendu frá 17-21. ■ ■ SÝNINGAR  10.00 Á sýningunni Pakkhús postulanna sem stendur yfir í Listasafni Reykjavikur, Hafnarhúsi, sýna ellefu listamenn verk af ólíkum togi. Sýningarstjórar eru Daníel Karl Björnsson og Huginn Þór Arason  11.00 Listamennirnir Anna Eyjólfsdóttir, Jessica Stockholder, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí og Þórdís Alda Sigurðardóttir sýna verk sín á samsýningunni Mega vott sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Sýningin er opin milli 11-17 en hún stendur til 2. október.  11.00 Hildur Bjarnadóttir mynd- listarmaður sýnir í galleríi i8 við Klapparstíg. Sýningin er opin milli 11- 17 miðvikudaga til föstudaga og hún stendur til 21. október  13.00 Myndlistamaðurinn Iain Sharpe sýnir í galleríi Animu við Ingólfsstræti. Sýningin er opin frá 13-17 og stendur til 7. október.  13.00 Ragnheiður Jónsdóttir og Harpa Árnadóttir sýna verk sín í Listasafni ASÍ. Ragnheiður sýnir stórar kolateikningar í Ásmundarsal en Harpa sýnir tvær innsetningar; í Gryfju er verkið Teikningar og Öll þessi orð og hljóðnaðir sálmar í Arinstofu. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  11.00 Sýningum á myndbandstón- verki Ólafar Arnalds, Eins og sagt er, í Þjóðmenningarhúsinu, lýkur í dag. Í verkinu flytur Ólöf frumsamda tónlist og syngur á átján tungumál- um í níu myndrömmum samtímis svo úr verður alþjóðleg tónkviða. Opið frá 11-17.  12.00 Yfirlitssýningu á ljósmynd- um Andrésar Kolbeinssonar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi lýkur um helgina. Myndir Andrésar frá árunum 1952-65 birta nýja sýn á ört vaxandi borg. Sýningin er opin milli 12-19 virka daga en 13- 17 um helgar Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Börn keppa um Óskar KVIKMYNDIN BÖRN Hafði betur en Blóðbönd og verður framlag Íslands til Óskars- verðlaunanna. Siðfræðistofnun og Heimspeki- stofnun Háskóla Íslands standa fyrir málþingi um heimspeki Johns Stuarts Mill á morgun í tilefni þess að 200 ár voru frá fæðingu hans þann 20. maí síðastliðinn. Málþingið verður haldið í stofu N-132 í Öskju og hefst kl. 9.15 í fyrramálið. Á málþinginu halda tíu heim- spekingar fyrirlestra um heimspeki Mills, þau Kristján Kristjánsson, Vilhjálmur Árnason, Sigríður Þor- geirsdóttir, Róbert H. Haraldsson, Eiríkur Smári Sigurðarson, Sigurð- ur Kristinsson, Svavar Hrafn Svav- arsson, Guðmundur Heiðar Frí- mannsson og Mikael M. Karlsson. Þar verður fjallað um verk hans, þekkingarfræði og lýðræðishug- myndir. Heimspeki Mills hefur haft mikil áhrif á íslenska heimspeki og stjórn- málaumræðu, margir íslenskir heimspekingar hafa skrifað um ein- stök verk Mills eða hugðarefni í lengra eða skemmra máli. Þrjár af merkustu bókum hans, Frelsið, Nytjastefnan og Kúgun kvenna hafa verið þýddar á íslensku og gefnar út af Hinu íslenska bók- menntafélagi. Málþingið er öllum opið og því lýkur kl. 17 á morgun. Málþing um heimspeki Mills SALVÖR NORDAL HEIMSPEKINGUR Forstöðumaður Siðfræðistofnunarhá- skóla Íslands sem stendur að málþingi um John Stuart Mill á morgun.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.