Fréttablaðið - 22.09.2006, Side 68
22. september 2006 FÖSTUDAGUR36
tonlist@frettabladid.is
FRUMSÝND 22.09.06
V
in
ni
ng
ar
v
er
ð
a
af
he
nd
ir
h
já
B
T
S
m
ár
al
in
d
. K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í S
M
S
k
lú
b
b
. 9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
9.
HV
ER
VI
NN
UR
!
SE
ND
U S
MS
JA
FC
K
Á
NÚ
ME
RIÐ
19
00
ÞÚ
GÆ
TIR
UN
NIÐ
M
IÐA
!
Vin
nin
ga
r e
ru
mið
ar
fyr
ir 2
,
·
DV
D m
ynd
ir o
g m
arg
t fl
eir
a
MOBILE
Ein af þeim plötum sem
beðið hefur verið eftir með
hvað mestri eftirvæntingu
á árinu 2006 er önnur plata
New York-sveitarinnar
Scissor Sisters, Ta-Dah,
sem kom út í byrjun vik-
unnar. Trausti Júlíusson
athugaði hvernig sveitinni
hefði tekist að fylgja eftir
fyrri plötunni, sem kom út
fyrir tveimur árum.
Fyrsta plata Scissor Sisters er ein
af skemmtilegutsu poppplötum
síðustu ára. Hún kom út fyrir
tveimur árum og innihélt smelli á
borð við Take Your Mama, Laura,
Filthy Gorgeous, Tits on the Radio
og útgáfu af Pink Floyd-laginu
Comfortably Numb. Platan, sem
hét einfaldlega Scissor Sisters,
fékk fína dóma og seldist mjög
vel, var m.a. mest selda platan í
Bretlandi árið 2004. Það var þess
vegna mikil pressa á sveitinni að
standa sig á nýju plötunni, Ta-Dah,
sem er nýkomin í verslanir.
Erfið fæðing
„Að gera þessa plötu er það erfið-
asta sem ég hef gert fyrir utan að
sættast við kynhneigð mína,” segir
Jake Shears söngvari í nýlegu við-
tali. Og hann segir að sveitin hafi
þrælað sér út í hljóðverinu. „Ég
vildi sjá til þess að öll lögin væru
frábær. Ég hef ekki hugmynd um
hvort það tókst. Ég veit ekki hvort
þetta er góð plata þó að mér finn-
ist öll lögin góð. Ég er ekki full-
komlega sáttur við hana, en ég var
heldur ekki fulkomlega sáttur við
fyrstu plötuna...“
B-hliðin sló í gegn
Scissor Sisters (nafnið er heiti á
ákveðinni lesbískri samfarastell-
ingu) var stofnuð í New York árið
2001 af fyrrnefndum Jake Shears,
söngvara og lagasmið, og Baby-
daddy, gítarleikara og lagasmið.
Fljótlega bættust söngkonan Ana
Matronic, gítarleikarinn Del
Marquis og trommuleikarinn
Paddy Boom í hópinn. Sveitin gat
sér gott orð á klúbbasenunni í New
York, en það var ekki fyrr en hún
setti sína sýrðu diskóútgáfu af
Pink Floyd-klassíkinni Comforta-
bly Numb á bakhlið fyrstu smá-
skífunnar sinnar Electrobix seint
á árinu 2003 sem sveitin fór að
vekja einhverja athygli að ráði.
Popp og diskó
Tónlistin á fyrstu plötunni sótti
mikið í popp og diskótónlist átt-
unda áratugarins. Elton John-
áhrifin voru áberandi og eins
minnti falsettusöngur Jakes mikið
á Bee Gees. Scissor Sisters setti
þessi áhrif í nútíma dans- og popp-
tónlistarbúning og útkoman varð
geggjað gleðipopp sem enginn
vissi hvort almenningur hefði
smekk fyrir eða ekki.
Skrautlegir búningar og sérstak-
lega lífleg og litrík frammistaða
sveitarinnar á tónleikum hafði sitt
að segja og þegar upp var staðið
elskuðu eiginlega allir Scissor
Sisters, nema nokkrir spældir Pink
Floyd-aðdáendur sem þoldu ekki
meðferðina á Comfortably Numb.
Meira af því sama
Tónlistin á nýju plötunni er í stíl við
fyrstu plötuna. Bee Gees-áhrifin
eru enn til staðar, en svo er líka
smá ragtime-stemning í nokkrum
lögum. Elton John spilar sem gest-
ur á píanó í nokkrum lögum, þ.á m.
fyrsta smáskífulaginu I Don’t Feel
Like Dancing og önnur gömul hetja,
gítarleikarinn Carlos Alomar sem
er þekktastur fyrir að hafa spilað
með David Bowie, spilar í nokkrum
lög um, þ.á m. hinu frábæra Trans-
istor sem minnir einmitt á David
Bowie eins og hann hljómaði á
Scary Monsters. Það eru mörg lög á
Ta-Dah sem gætu orðið smáskífu-
lög. þ.á m. She’s My Man, Kiss You
Off og Paul McCartney.
Í fyrstu er platan fáanleg bæði
einföld og í tvöfaldri viðhafnarút-
gáfu, en aukadiskurinn í þeim
pakka hefur að geyma 6 lög.
Meira geggjað gleðipopp
SCISSOR SISTERS Önnur plata hljómsveitarinnar er í stíl við þá fyrstu og nú spilar
Elton John sjálfur á píanó í nokkrum lögum.
Eftir að skemmtistaðirnir Grand rokk og Gaukur á Stöng hættu að hafa
reglulega tónleika á sínum fjölum hefur skapast tónleikastaðahallæri í
Reykjavík. Báðir þessir staðir voru kjörtónleikastaðir íslenskra tónlistar-
manna og nú hefur myndast nokkuð breið gjá milli stærri tónleikastaða
og þeirra minni. Þeir stærri, Iðnó og Nasa, eru reyndar báðir tveir frá-
bærir tónleikastaðir en þar getur oft verið tómlegt um að lítast. Minni
staðir á borð við Sirkus, Dillon og Kaffi Hljómalind eru einfaldlega allt of
litlir og henta nær eingöngu fyrir smávaxna tónleika og varla það.
Eins og staðan er í dag eru aðeins tveir
augljósir kostir þegar kemur að milli-
stærðar tónleikastöðum, annars vegar
Amsterdam, sem hefur verið vel nýttur að
undanförnu, og hins vegar Þjóðleikhús-
kjallarinn, sem af óskiljanlegum ástæðum
er fáránlega lítið notaður. Tónleikar með
Ske, Langa Sela & Skugunum og Jeff Who?
á morgun er þó vonandi vísbending um
betri tíð.
En hvað er til ráða? Frekja og einföldun væri að krefjast þess að
reistur yrði sérstakur tónleikaskemmtistaður þó að slíkum stað yrði
væntanlega vel fagnað. Nærtækara væri að líta á þá kosti sem nú eru í
stöðunni þó að þeir séu sorglega fáir. Í fyrsta lagi er afar undarlegt að
íslenska partíkynslóðin geti ekki skemmt sér á helgardjamminu á tón-
leikum heldur virðast plötusnúðar þeir einu sem geti fengið fólk út á
lífið. Skemmtistaðaeigendur þyrftu líka að vera opnari fyrir tónleikum
um helgar. Barinn og Ellefan eru sem dæmi tilvaldir staðir fyrir helgar-
tónleika, þar sem hægt væri að hafa tónleika á einni hæðinni og plötu-
snúð á annarri. Slíkir skemmtistaðir eru algengir í nágrannalöndum
okkar og ættu að geta virkað hér eins og annars staðar.
Ástandið í dag er allavega óviðunandi varðandi tónleikastaði í Reykja-
vík þó að markaðurinn sé vissulega lítill. Betri nýtni þarf að vera á þeim
stöðum sem hægt er að nota og ef Íslendingar eiga að geta haldið áfram
að stæra sig af gróskusömu tónlistarlífi verður einhver breyting að eiga
sér stað.
Tónleikastaðahallæri
> Í SPILARANUM
Toggi - Puppy
M. Ward - Transistor Radio
Beyoncé - B‘Day
James Yorkston - The Year of the Leopard
Lost in Hildurness - Mount A
BEYONCÉ LOST IN HILDURNESS
TÓNNINN GEFINN
Steinþór Helgi Arnsteinsson
> Plata vikunnar
Justin Timberlake:
Futuresex/LoveSounds
„Justin Timberlake festir sig hér
í sessi sem helsti popptónlistar-
maður fyrsta áratugarins. Skilar af
sér betri plötu en síðast og mun
bráðum taka yfir heiminn.“ - BÖS
Tónlistarmaðurinn og fyrr-
verandi knattspyrnukappinn
Ívar Bjarklind gefur í byrjun
nóvember út sína fyrstu sóló-
plötu, sem nefnist Blóm eru
smá.
Ívar var áður í hljómsveit-
inni Mír, sem gaf á sínum
tíma út eina plötu og tvö lög.
Að sögn Ívars er hans eigin
tónlist lágstemmdari og meiri
popptónlist en Mír var að
gera og meiri áhersla er lögð
á melódíur.
Upptökustjóri plötunnar
er Skagamaðurinn Orri Harð-
arson, sem gaf einmitt út
eigin sólóplötu á síðasta ári.
Um trommuleik sér hinn
margreyndi Birgir Baldursson.
Fyrsta plata Ívars
ÍVAR BJARKLIND Ívar gefur á næstunni út sína fyrstu sólóplötu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SLOAN - TWICE REMOVED
„Þessi hefur fylgt mér lengi, ég hef
meira að segja týnt henni og þurft
að panta mér annað
eintak frá Kína. Ég sá
eitt myndband með
þessari hljómsveit í
þættinum Tíðarand-
anum með Skúla
Helgasyni á RÚV og þetta band hefur
fylgt mér síðan, enda er það enn í
stuði og gerir frábærar plötur. Twice
Removed er frá 1994 og er af svip-
uðum meiði og bresku indí-popp-
böndin sem maður var að hlusta á
þá, Ride, Charlatans og fleiri. Þetta
band er reyndar frá Halifax í Kanada.
Ég hef alltaf furðað mig mikið á því
af hverju Sloan er svona neðanjarðar
og óþekkt band því þetta er ótrúlega
„beisik“ tónlist. Sá sem hlustar á Oasis
ætti til dæmis alveg að fíla þetta. Ég
lýsi því eftir Sloan-aðdáendum, þeir
mega endilega hafa samband.“
UPPÁHALDSLÖG: „Það er eiginlega
ómögulegt fyrir mig að velja uppá-
haldslög, ég hlusta alltaf á plötuna
út í gegn.“
CLAP YOUR HANDS SAY YEAH -
CLAP YOUR HANDS SAY YEAH
„Það virðist sama hvað ég geri, ég
fer alltaf aftur að hlusta á Clap Your
Hands Say Yeah. Þetta er bara
alveg fáránlega góð plata. Ég var
mjög fljótur að
falla fyrir plötun
ni og hlust-
aði mikið á
hana. Svo
ætlaði ég
að sjá tónleikana á Air-
waves í fyrra en stóð í tvo
tíma í röð án þess að kom-
ast inn. Þá fór ég í fýlu út
í hljómsveitina og hlustaði
ekki á hana lengi vel. Eftir að
ég byrjaði hins vegar aftur að
hlusta varð platan bara enn betri.
Það er nú ekki oft sem það gerist.“
UPPÁHALDSLÖG: „Núna er það síð-
asta lagið á plötunni, Upon This Tidal
Wave of Young Blood.“
AÐRAR GÓÐAR: „Ég er markvisst
að reyna að fíla Wolf Parade. Það
er helst að undirlagi vinar míns,
Hauks Magnússonar, en hann sér
um tónlistarlegt aðhald á mínu
heimili. Ég var eiginlega búinn að
gefast upp á Wolf Parade en
þegar fréttist að hún væri að
koma á klakann fór ég að
labba meira en venjulega
og vaska oftar upp, en þá
hlusta ég oftast á tónlist.“
FYRST OG SÍÐAST KRISTJÁN FREYR HALLDÓRSSON
KRISTJÁN FREYR Bóksalinn og
trommuleikarinn er hrifinn af
tónlist frá Kanada.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR