Fréttablaðið - 22.09.2006, Side 69

Fréttablaðið - 22.09.2006, Side 69
FÖSTUDAGUR 22. september 2006 37 > Lög vikunnar Tom Petty - Flirt- ing With Time Klassískur Petty- slagari af frábærri nýrri plötu. Fergie - London Bridge Fyrsta lag Black Eyed Peas-söng- konunnar bendir til þess að hún gæti gert svipaða hluti og Gwen Stefani. Deftones - Hole in the Earth Ágætis lag sem þegar er komið í þétta spilun á X-inu. Clap Your Hands Say Yeah - The Skin of My Yellow Country Teeth Fyrsta plata þessa snilld- arbands virðist endalaus uppspretta góðra laga. Pink - U & Ur Hand Óþekktarormurinn og Íslandsvinurinn klikk- ar ekki frekar en fyrri daginn. Allt svæðið baksviðs þarf að vera áfengislaust Ávaxtakarfa Bakki af reyktum laxi Niðurskorið kjöt Úrval af ostum og kexi Brauð, smjör, mæjónes, sinnep 48 dósir af óáfengum bjór 36 flöskur af vatni 24 flöskur af sódavatni 1 lítri af ferskum appelsínusafa, trönuberjasafa og tómatsafa 6 dósir af Diet Coke og Coke Ísmolar 2 lítrar af mjólk Samlokur fyrir 20 manns Morgunkorn Eftirréttir Í BÚNINGSHERBERGINU PIXIES Bob Rock, fyrrverandi upptöku- stjóri Metallica, líður eins og hann sé tuttugu árum yngri eftir að hann sagði skilið við sveitina fyrr á þessu ári. „Líf mitt snýst núna um eigin- konu mína og börnin og upptökur fyrir aðrar hljómsveitir,“ sagði Rock, sem fyrst vann fyrir Metall- ica á samnefndri plötu árið 1991. Eftir útgáfu heimildarmyndar- innar Metallica: Some Kind of Monster kröfðust aðdáendur sveit- arinnar þess að Rock yrði sagt upp. Töldu þeir hann hafa of mikil áhrif á hljóm sveitarinnar. Rock sárnaði mjög sú umræða. „Gagn- rýnin kom sér illa fyrir börnin mín, sem lásu hana en skildu ekki kringumstæðurnar. Stundum, jafnvel með frábærum þjálfara, halda lið áfram að tapa. Þá þarf að fá nýtt blóð inn,“ sagði hann. Upptökustjóri á næstu plötu Metallica verður Rick Rubin, sem hefur m.a. unnið með Red Hot Chili Peppers og Johnny Cash. Næstu verkefni Rubins eru aftur á móti nýjar plötur frá Michael Buble, Simple Plan og Offspring. Þurfti nýtt blóð METALLICA Rokksveitin Metallica vinnur að nýrri plötu með upptökustjóranum Rick Rubin. IRON MAIDEN A Matter of Life and Death „Steve Harris og félagar sýna á A Matter of Life and Death að þeir hafa enn metnað og getu til að þróa Maiden-stílinn. Plata sem veldur ekki vonbrigðum.“ TJ GRANDADDY Just Like the Fambly Cat „Svanasöngur Grandaddy er hvorki fugl né fiskur. Hljómar bara eins og afgangar af því sem áður hafði verið gefið út, svo er hún líka allt of löng.“ BÖS NEW YORK DOLLS One Day It Will Please Us to Remember Even This „Endurkomuplata þessarar goð- sagnakenndu sukksveitar verður að teljast ágætlega heppnuð. Það fara fáar sveitir betur með skítugt pönkskotið Stones-rokk en New York Dolls.“ TJ RATATAT Classics „Ratatat kom, sá og sigraði á síðustu Iceland Airwaves-hátíð. Nú skilar hún af sér annarri plötunni, og sleppur fyrir horn þótt hún sé nokkuð einsleit og nauðalík fyrri plötunni.“ BÖS OUTKAST Idlewild „Þeir OutKast-félagar Andre 3000 og Big Boi klikka ekki á Idlewild. Platan kraumar af sköpunargleði og er sneisafull af flottum popplög- um. Ein af plötum ársins.“ TJ TIGA Sexor „Tiga veit upp á hár hvað hann og þarf að gera til þess að fá þig út á dansgólfið. Sexor inniheldur flott elektrópopp, undir „næntís“ áhrifum, fyrir þá sem vilja hrista á sér beinagrindina.“ BÖS THE MARS VOLTA Amputechture „Þriðja breiðskífa The Mars Volta veldur vonbrigðum. Ekki vegna þess að hún sé ekki vel unnin eða spiluð, heldur vegna þess að hér hjakkar hljómsveitin í sama farinu, sem er auðvitað höfuðsynd tilraunakenndra sveita.“ BÖS NÝJAR PLÖTUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.