Fréttablaðið - 22.09.2006, Page 75

Fréttablaðið - 22.09.2006, Page 75
FÖSTUDAGUR 22. september 2006 43 FÓTBOLTI Sam Allardyce, stjóri Bolton, viðurkennir að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum að hlusta á son sinn gera sig að meiri manni en hann væri í sjónvarps- þætti BBC. Þar var hann leynilega myndaður þar sem hann lýsti því hversu auðvelt aðgengi hann hefði að föður sínum og að auðvelt væri fyrir hann að framkvæma við- skipti vegna þessa. „Sem faðir er það sársaukafullt að horfa á son sinn segja uppblásn- ar sögur og auka mikilvægi sitt til þess að ná skjótum fjárhagslegum gróða,“ sagði Allardyce. Í þættin- um komu tveir umboðsmenn fram sem sögðu báðir að þeir hefðu greitt Sam Allardyce mútugreiðsl- ur í tengslum við leikmenn sem gengu til liðs við félagið. Sjálfur hefur hann harðneitað því. „Ég er mjög reiður vegna þeirra lyga sem sagðar voru um mig,“ sagði hann. „Þessir menn, sem komu fram í þættinum og voru með þessar ásakanir í minn garð, hafa þegar vottað það skrif- lega við lögfræðinga mína að þeir lugu þessu að BBC.“ Allardyce bætti því við að þeir hefðu logið í þeirri von að græða milljónir sem fulltrúi BBC átti að hafa boðið þeim, en sá þóttist vera að setja á stofn eigin umboðs- mannaskrifstofu. „Þeirra græðgi hefur gert það að verkum að mitt góða nafn hefur nú verið svert með dylgjum og svikum. Ég er sannfærður að BBC hefur engin sönnunargögn í sínum fórum enda er ég algerlega sak- laus í þessu máli. Ég hef ekkert rangt gert.“<?ACE 8?> - esá Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, varð fyrir miklum vonbrigðum með son sinn: Sársaukafullt að horfa á soninn segja uppblásnar sögur SAM ALLARDYCE Stjóri Bolton á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. FÓTBOLTI Tveir ítalskir knatt- spyrnumenn hafa verið dæmdir í tveggja mánaða keppnisbann vegna aðildar sinnar að veðmála- þjónustu. Umræddir leikmenn eru Francesco Flachi, fyrirliði Sampdoria, og Moris Carrozzieri, leikmaður Atalanta, en þeir léku saman hjá Sampdoria þegar umrætt atvik átti sér stað. Leikmennirnir voru fundnir sekir um að afla sér upplýsinga um fyrirhugaða leiki annarra liða og miðla þeim upplýsingum til áhugasamra aðila með það fyrir augum að nýta sér þær upplýs- ingar í veðmálum. Málið hefur verið í rannsókn frá því í október 2005 en upp komst um leikmenn- ina eftir símahlerun. Sampdoria var einnig sektað fyrir óbeina aðild sína að málinu. Tveir leikmenn í bann: Stjórnuðu veð- málaþjónustu FRANCESCO FLACHI Leikmaður Samp- doria, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða bann. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI 27 ára Bandaríkja- maður að nafni Jermain Williams hefur gengið til liðs við Keflavík og kom til landsins í gær. Williams er 201 cm á hæð og lék með LSU-háskólanum. Fyrir skömmu samdi Keflavík við danskan landsliðsmann, Thomas Soltau, sem kom til Keflavíkur í fyrradag. - esá Nýr leikmaður til Keflavíkur: Williams til Keflavíkur FÓTBOLTI Middlesbrough hefur kært umboðsmanninn Peter Harrison til enska knattspyrnu- sambandsins fyrir að eiga ólöglegar samræður við Liver- pool og Chelsea um leikmann sem er á mála hjá félaginu. Í Panor- ama, þætti BBC sem sýndur var á mánudagskvöld, náðist Harrison á filmu þar sem hann ræddi við Frank Arnesen, yfirmann unglingamála Chelsea, og fulltrúa Liverpool um 15 ára leikmann Boro, Nathan Porritt. Harrison sagði einnig í þættinum að hann hefði rætt við Newcastle um drenginn. Arnesen sagði á sama fundi að Chelsea væri reiðubúið að greiða 150 þúsund pund í leynilegum greiðslum til Porritts ef hann kæmi til félagsins. Fulltrúar Boro sögðu í gær að Harrison hafði ekkert umboð haft til að ræða við félögin. - esá Middlesbrough kærir: Boro kærir Pet- er Harrison FÓTBOLTI Spænski framherjinn Fernando Morientes segist vera feginn að hafa losnað úr ensku úrvalsdeildinni og gengið í raðir Valencia. Morientes hefur skorað tvö mörk í tveimur leikjum fyrir Valencia í spænsku deildinni og þrennu í eina leik liðsins í Meistaradeild Evrópu en hann skoraði aðeins 12 mörk í 61 leik fyrir Liverpool. „Mig langaði að fara aftur í umhverfi þar sem ég kannaðist við mig og spila fótbolta sem mér líkaði vel við,“ sagði Morientes og lét ekki vel af enska boltanum. „Það er of mikil harka í enska boltanum og dómararnir sleppa of mörgum brotum.“ - dsd Fernando Morientes: Of mikil harka á Englandi ���������� ���������������������� ����������������� ���������� �������� �������������� ��������� ���������������� ����������� �������� �������������� ������������������������������� ���������� ��������������� ���������� � �� ������������ ����� � ������������������������ � ����������������� �� �������� ��������������������������� ������������������������������������������������������������� � ���������������������������� ����������� ������������� �����������������������������������������������������

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.