Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 67
ÞRIÐJUDAGUR 10. október 2006 Skáldspírukvöld Lafleur útgáf- unnar hefja nú göngu sína á ný eftir sumarfrí og í kvöld fá gestir Iðuhússins við Lækjargötu að kynnast verkum fjöllistamannsins Ketils Larssen. Mun hann lesa úr ljóðabálki sínum, Fjallabyggðinni, ásamt því að syngja við undirleik Halldórs Þórarinssonar. Ketill Larsen er einnig liðtæk- ur myndlistarmaður en verk hans eru um þessar mundir til sýnis á kaffihúsinu Mokka við Skóla- vörðustíg. Aðgangur að Skáldspírukvöld- um er ókeypis en skipuleggjandi þeirra er sem fyrr útgefandinn og rithöfundurinn Benedikt S. Lafleur. Fjallabyggð á skáldakvöldi FJÖLLISTAMAÐURINN KETILL LARSEN Les úr eigin verkum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KVIKMYNDIR [UMFJÖLLUN] Lokamynd Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík var nýj- asta mynd danska leikstjórans Lars von Trier, sumpart óvenjuleg mynd um græðgi og fyrirgefningu en sem fyrr líka mórölsk kennslu- stund í mannlegu niðurrifi. Þetta er ósköp skondin saga af leikara sem ráðinn er af velmeinandi en merkilega rotnum stjórnanda upp- lýsingatæknifyrirtækis til þess að leika forstjóra þess þegar íslensk- ur skaphundur hyggst kaupa fyrir- tækið. Hinn kunnuglegi Jens Albinus fer með hlutverk leik- soppsins sem dregst inn í óborg- anlega atburðarás þar sem valda- pýramídi fjölþjóðlegra fyrirtækja og illskiljanlegt lagaumhverfi þeirra er til umfjöllunar. Vandinn er sá að enginn vill taka erfiðar ákvarðanir og því hefur hinn góðlátlegi, raunverulegi stjórnandi fyrirtækisins skákað í skjóli gerviforstjórans um árabil en saklaus leikarinn þarf að súpa seyðið af illa ígrundaðri ákvarð- anatöku hans, selja fyrirtækið og svíkja meinlaust samstarfsfólkið. Maður kemst ekki hjá því að sjá Trier fyrir sér glottandi út í annað enda er þessi mynd alveg í hans anda þrátt fyrir að vera gal- gopalegri en nýjustu verkin hans. Þetta er vel skrifuð og skemmti- leg mynd, útfærð í þessum dog- matíska stíl sem leyfir samtölum og leik persónanna að njóta sín til fullnustu. Dogmatíkin bitnar hins vegar á yfirbragði myndarinnar og þeir sem láta stöðugar birtu- og hljóðbreytingar fara í taugarnar á sér þyrftu að tileinka sér jákvæð- ara hugarfar. Fléttan er óútreiknanleg enda er Trier meistari þess að láta fólki finnast það hafa rangt fyrir sér. Af öðrum ólöstuðum kitlaði Benedikt Erlingsson máski flestar hláturtaugarnar á frumsýning- unni í hlutverki túlksins sem snara þarf gífuryrðum íslenska kaup- sýslumannsins, Friðriks Þórs Frið- rikssonar, yfir á danska tungu. Einvalalið þarlendra leikara skap- ar síðan ótrúlegt gallerí af furðu- fuglum sem maður getur þó ekki annað en vorkennt og skellihlegið að á sama tíma. Kristrún Heiða Hauksdóttir DIREKTØREN FOR DET HELE LEIKSTJÓRI: LARS VON TRIER Aðalhlutverk: Jens Albinus, Jean-Marc Barr, Benedikt Erlingsson, Friðrik Þór Friðriksson og Casper Christensen Niðurstaða: Stórfyndin og á köflum satanísk mannlífsstúdía fyrir alla þá sem eiga það til að henda gaman að öðrum. Velmeinandi mannvonska HVAÐ? HVENÆR? HVAR? OKTÓBER 7 8 9 10 11 12 13 Þriðjudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  21.00 Austurlandahraðlestin, kvartett Jóels Pálssonar og Sigurðar Flosasonar, leikur á Kaffi Hljómalind. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Rachael Lorna Johnstone er lektor við Félagsvísinda- og laga- deild Háskólans á Akureyri ræðir um hlutverk Alþjóðadómstólsins í Haag á Lögfræðitorgi skólans, í stofu 24 að Þingvallastræti 23.  17.00 Viðar Hreinsson heldur fyrirlestur á vegum Akureyrar- Akademíunnar í gamla Húsmæðra- skólanum. Erindi sitt nefnir hann Um handritamenningu fyrri alda, skringilega andófsmenn og nýjar áherslur í íslenskri menningar- sögu. ■ ■ FUNDIR  19.00 Hátíðar- og baráttufundur SÁÁ verður haldinn í Háskólabíói. ■ ■ NÁMSKEIÐ  18.00 Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna í zen-hugleiðslu með zen-meistaranum Jakusho Kwong roshi verður haldið á Laufásvegi 22. Nánari upplýsingar og skráning er á www.zen.is ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ����������� �� �������������������� �� �� ����� ����������������������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������ ������������������������������������������������������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ����� �������������������� ���������������������������������������� ���������������������������������� ��������������������������������� ����� �������������������� ��������������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.