Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 12
Alþjóða geðheilbrigðis- dagurinn 2006 Göngum gegn sjálfsvígum! Fjölmennum í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20:00 þar sem Páll Óskar og Monika, Módettukórinn og séra Birgir Ásgeirsson taka á móti okkur. Gengið verður niður að tjörn þar sem við tekur kertafl eyting til minningar um alla þá sem við höfum misst vegna sjálfsvíga. Kertin verða afhent þátttakendum á staðnum án endurgjalds. Sýnum samstöðu og göngum gegn sjálfsvígum – þetta kemur okkur öllum við! 12 10. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR MENNTUN Tilraun hefur staðið yfir í þrjú ár með rekstur tveggja heimaskóla í Ölfusinu. Nemendur skólanna voru fimm í upphafi en einn nemendanna flutti sig yfir í grunnskóla. Kennslan fór alfarið fram á heimilum nemendanna hlið við hlið í Ölfusinu. Ekkert sam- starf hefur verið á milli skólanna. Menntamálaráðuneytið hefur látið gera úttekt á heimakennslu í Ölfusi. Heimakennslan hefur stað- ið yfir í þrjú ár á tveimur heimil- um. Í úttektinni kemur fram að heimaskólar séu lífsstíll þar sem skólarými og heimili renna vel saman. Á heimilunum hafi börnin sérstaka aðstöðu fyrir námsbæk- ur og stað til að vinna á. Á báðum heimilum hafi foreldri með kennsluréttindi borið ábyrgð á kennslunni. Á báðum heimilum stundi börnin fjölbreytt félagslíf, séu í skátunum og æfi íþróttir þannig að þau einangrist ekki. „Tvö barnanna æfa sund og annað þeirra æfir einnig körfu- bolta. Öll börnin eru í tónlistar- námi, hluti þeirra í tónlistarskóla í Reykjavík en önnur á Selfossi. Einnig spila þau í hljómsveitum og tvö barnanna leika tónlist opin- berlega við ýmis tækifæri víða,“ segir í úttektinni. Skriflegt samkomulag var milli skólanefndar og foreldra um kennsluna. Dagbók skyldi haldin. Annað heimilið hætti fljótlega að halda slíka dagbók og olli það erf- iðleikum við að fá heildarmynd af framkvæmd og skipulagi kennsl- unnar. Ólíkar leiðir voru farnar við framkvæmd og skipulag kennsl- unnar. Á öðru heimilinu var því fylgt nákvæmlega eftir að börnin kláruðu þær námsbækur sem jafnaldrar þeirra í Grunnskólan- um í Þorlákshöfn nota en á hinu heimilinu rann námið meira saman við fjölskyldulífið og athafnir dag- legs lífs. Foreldrarnir sögðust reiða sig minna á hefðbundnar kennslubækur og leitast frekar við að búa til eigin verkefni. Á báðum heimilum sögðust for- eldrar beita símati og færi það fram jafnóðum en útskýringu á þessu símati vantaði. Foreldrar töldu óþarfa að leggja próf fyrir börnin. Samræmd próf væru nóg. Þó kemur fram að tvö börn hafi átt að taka samræmd próf í Suður- hlíðarskóla en ekki mætt í prófið og ekki fengið undanþágu. Lagt er til að heimaskólunum verði haldið áfram en eftirlit grunn- skólans aukið og lokamat fari fram eftir tvö ár. ghs@frettabladid.is Börnin mættu ekki í samræmdu prófin Tveir heimaskólar hafa verið reknir hér í þrjú ár. Engin próf voru lögð fyrir nemendur og því lítið vitað um námsframvinduna. Nemendur vantaði í sam- ræmd próf í fjórða og sjöunda bekk. Lagt er til að heimaskólarnir starfi áfram. HEIMASKÓLUM VERÐI HALDIÐ ÁFRAM Tveir heimaskólar með samtals fjögur börn hafa verið starfræktir í Ölfusinu síðustu þrjú árin. Lagt er til að heimaskólunum verði haldið áfram næstu tvö árin en eftirlit grunnskólans aukið og upplýsingaskylda foreldra aukin. Myndin er úr safni. Hún tengist ekki heimaskólunum í Ölfusinu. FRAMKVÆMDIR Ný íbúðabygging sem á að rísa við Mýrargötu 26 samanstendur aðallega af loft- íbúðum. Magnús Ingi Erlingsson, fram- kvæmdastjóri Nýju-Jórvíkur sem stendur að nýbyggingunni, segir arkitekta hafa sótt innblástur til útlanda. „Þetta er íbúðagerð sem á rætur að rekja til vinnustofuíbúða í gömlum iðnaðarhúsum,“ segir Magnús. „Nú er þetta orðið vin- sælt íbúðaform í nýjum bygging- um í erlendum stórborgum.“ 42 af 61 íbúð í byggingunni verða loftí- búðir með allt að fimm metra loft- hæð. Í húsinu verða einnig tíu hefðbundnari íbúðir, en á efstu hæðunum verða níu lúxusíbúðir með eigin þakgarði og aðstöðu fyrir heitan pott. Þakið verður nýtt sem sameiginlegt útivistar- svæði fyrir íbúa hússins. Nýja Jórvík bíður þess nú að borgaryfirvöld ljúki deiluskipu- lagsvinnu við Ellingsenreit, en byggingaleyfi þeirra var aftur- kallað þegar ástæða þurfti til að endurskoða deiliskipulagið. Á Ell- ingsenreit stendur Alliance-húsið svokallaða, en Húsafriðunarnefnd var meðal þeirra sem lögðust har- kalega gegn því að það yrði rifið eins og upphaflegt deiliskipulag gerði ráð fyrir. - sun Loftíbúðir að erlendri fyrirmynd meginuppistaðan í nýbyggingu við Mýrargötu: Íbúðir með fimm metra lofthæð LOFTÍBÚÐIR VIÐ MÝRARGÖTU Íbúðagerðina má rekja til vinnustofuíbúða í gömlum iðnaðarhúsum. Þetta íbúðaform er vinsælt í nýjum byggingum í erlendum stórborg- um. LOFTHELGIN Ratsjárstofnun mun sinna eftirliti með frumratsjám og vinna úr upplýsingum frá þeim þangað til annað verður ákveðið. Þetta var samþykkt í varnarvið- ræðum Íslendinga og Bandaríkja- manna. Jörundur Valtýsson, ráðgjafi utanríkisráðherra, segir þó að í varnarsamkomulaginu hafi verið ákveðið að framtíð ratsjárstofn- unnar verði áfram á borðinu. „Við munum hefja viðræður við Bandaríkjamenn og eftir atvik- um NATO um framhaldið. Banda- ríkin hafa einungis skuldbundið sig til að reka ratsjárstöðvarnar í tólf mánuði þannig að það er of snemmt að segja til um hvernig hlutunum verði komið fyrir í framtíðinni. En þetta er staðan í dag. Ratsjárstofnun sinnir þessu eftirliti.“ Framtíð eftirlitsins hafði verið í nokkurri óvissu eftir að Banda- ríkjamenn hættu að sinna því. Þeir lokuðu stjórnstöð sem vann úr upplýsingum frumratsjánna síð- astliðið vor og frá þeim tíma gátu flugvélar flogið um íslenska loft- helgi án þess að sjást ef þær voru ekki með innbyggðan merkjasend- ingarbúnað eða með slökkt á þeim búnaði. Í kjölfarið skapaðist umræða um að ný smyglleið hefði opnast til landsins. - þsj Vinnsla á upplýsingum úr frumratsjám hafin að nýju: Ratsjárstofnun sér um eftirlitið RATSJÁRSTOFNUN Eftirlit og vinnsla gagna úr frumratsjám verður hjá stofn- uninni næstu tólf mánuði hið minnsta. STOKKHÓLMUR, AP Bandaríkjamað- urinn Edmund S. Phelps hlýtur Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár fyrir framlag sitt til skilnings á samspili verðbólgu og atvinnuleysis. Phelps, sem nú er 73 ára, fær verðlaunin fyrir rannsókn- ir sínar á sjöunda áratug síðustu aldar, þegar hann áttaði sig á því að „verðbólga er ekki eingöngu háð atvinnuleysi, heldur einnig væntingum fyrirtækja og starfsfólks til verðlags og launahækkana,“ eins og segir í tilkynningu frá sænsku Nóbelsnefndinni. - gb Nóbelsverðlaun í hagfræði: Verðbólga og atvinnuleysi EDMUND S. PHELPS NOREGUR Yfirlæknir smitsjúk- dómavarna Oslóarborgar hefur krafist þess að ljósin verði kveikt í gufuböðum borgarinnar til að minnka líkurnar á HIV-smiti meðal samkynhneigðra karl- manna, kemur fram á fréttavef norska blaðsins Aftenposten. Að sögn Frantz Leonard Nilsen yfirlæknis er tiltölulega algengt að karlmenn smitist af kynsjúk- dómum eða HIV-veirunni í þessum dimmu einkareknu almenningsgufuböðum, því karlmenn stundi þar óvarið kynlíf. HIV-smitum meðal samkyn- hneigðra norskra karlmanna hefur fjölgað mjög og telja yfirvöld að gera megi ráð fyrir að nær 100 norskir hommar greinist með veiruna í ár. - smk Heilbrigðisyfirvöld í Osló: Ljósin tendruð í gufuböðum HUNDUR BLESSAÐUR Þessi lúterski prestur blessaði hunda og ketti í gæludýrablessun sem haldin var í Iowa-ríki í Bandaríkjunum um helg- ina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.