Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 62
 10. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR26 ELLERT B. SCHRAM ER 67 ÁRA Í DAG. „Ég er vel ern enn og man allt sem ég vil muna. Ég nýt hins vegar þeirra forrétt- inda að geta kennt aldrin- um um þegar ég gleymi einhverju.“ Þetta sagði þáverandi forseti ÍSÍ í tilefni afmælisins fyrir fjórum árum. Merkisatburðir 1886 Smókingjakkinn kemur fyrst fyrir almenningssjónir í New York. 1963 Stífla brestur á Ítalíu með þeim afleiðingum að 3.000 manns týna lífi. 1973 Fídjieyjar fá sjálfstæði eftir að hafa verið undir stjórn Breta í tæpa öld. 1973 Spiro Agnew, varaforseti Bandaríkjanna, segir af sér embætti eftir að hann var ákærður fyrir skattsvik. 1986 Jarðskjálfti sem mælist 7,5 á Richter skekur San Salvador, höfuðborg El Salvador, með þeim afleiðingum að 1500 manns týna lífi. 1995 Gary Kasparov sigrar Viswanathan Anand í skákeinvígi sem hafði staðið í tæpan mánuð. Helgi Hóseasson greip til örþrifa- ráða í baráttu sinni við geistleg og veraldleg yfirvöld á Íslandi við að fá skírnarsáttmála sinn ógiltan á þessum degi árið 1972. Helgi hrærði skyr í væna fötu og gerði forseta Íslands, biskupi, ráðherrum og alþingismönnum fyrirsát þegar hópurinn gekk frá Dómkirkjunni til þingsetningar Alþingis. Helgi var orðinn langþreyttur á áhugaleysi yfirvalda á að leysa úr máli hans þegar hann sletti skyrinu. „Af hverju skyr? Ég varð að láta eitthvað koma á móti því að þingsetarnir og ríkisstjórnin og fleiri ráðamenn eins og biskoppur sinntu ekki bréfi mínu,“ sagði Helgi í viðtali við Fréttablaðið fyrir nokkrum árum. „Ég skrifaði þeim öllum bréf og þeir önsuðu mér bara tveir; Bjarni Ben. og Lúðvík Jósepsson. Hinir svöruðu mér ekki og til minningar um það þá réðist ég í það að sæma þá skyrinu. Ég hef ekki verið kærður fyrir það enn þann dag í dag.“ Helgi var handtekinn eftir að hafa nánast tæmt skyrfötuna yfir þingheim og segir að hann hafi ekki verið tekinn neinum vettlingatökum. „Þeir lágu þarna fjórir ofan á mér niður í skyrslettunum og drösluðu mér svo burt, járnuðum á höndum og fótum. Ég skvetti líka tjöru á Stjórnar- ráðshúsið á sínum tíma og hef ekki heldur verið kærður fyrir það. Það er kynjalegt þetta réttarfar í þessu helvítis landi. Menn eru nú kærðir fyrir minni læti en þetta.“ ÞETTA GERÐIST: 10. OKTÓBER 1972 Helgi slettir skyrinu HELGI HÓSEASSON Þórður Ingi Guðjónsson tók við af Sig- ríði Þorvaldsdóttir sem formaður í Félagi íslenskra fræða á föstudag. Félagið var stofnað 27. apríl 1947 og var upphaflega ætlað að vera hagsmuna- félag þeirra sem leggja stund á íslensk fræði, að sögn Þórðar. Hlutverk félags- ins hefur þó breyst á þeim sextíu árum sem brátt eru liðin frá stofnun þess, en nú er það eins konar samnefnari fyrir íslensk fræði í sem víðustum skilningi. „Markmið félagsins er nú að vekja athygli og efla áhuga á íslenskum fræð- um og þeim sem þau stunda,“ sagði Þórður, en félagar eru í dag í kringum þrjú hundruð. Þórður sagði starf formannsins fyrst og fremst felast í að skipuleggja fyrir- lestradagskrá vetrarins. Fyrirlestrarnir eru opnir öllum og fara fram í húsi Sögu- félagsins í Fischersundi á fimmtudags- kvöldum. „Við miðum að því að hafa fyrirlestrana fjölbreytta og aðgengilega fyrir almenning, þeir mega ekki vera of sérhæfðir,“ sagði Þórður. Þórður segir aðsóknina hafa verið góða í gegnum árin. „Það er samt mis- jafnt eftir því um hvað fyrirlesturinn er og hvað er í sjónvarpinu það kvöldið,“ sagði Þórður sposkur. „Það er mikið áreiti á fólk nú til dags og hörð sam- keppni um athyglina. En við stefnum að því að auka mætinguna enn frekar með mjög áhugaverðum fyrirlestrum í vetur,“ bætti hann við. Næsti fyrirlesari verður menningarfræðingurinn Sigrún Sigurðardóttir, en hún mun halda fyrir- lestur um ljósmyndir og áhrif þeirra á ýmis hugræn svið, eins og endurminn- ingar, þann 26. október. sunna@frettabladid.is ÞÓRÐUR INGI GUÐJÓNSSON: NÝR FORMAÐUR FÉLAGS ÍSLENSKRA FRÆÐA Samkeppni við sjónvarpið ÞÓRÐUR INGI ÁSAMT DÓTTUR SINNI INGUNNI SIF Félagsmenn eru íslenskufræðingar, sagn- fræðingar og þjóðfræðingar svo fátt eitt sé nefnt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Bernharður Guðmundsson fyrrverandi þingvörður, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 5. október. Guðjón Hafsteinn Bernharðsson Helga Jónsdóttir Guðmundur Bernharðsson Svanhildur Jónsdóttir Eggert Þór Bernharðsson Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. ����������������������������������������� ����������������������� ������������� ���� �� ����� ��������� ����� ���������� Faðir minn Björn Haukur Magnússon lést í Florida í Bandaríkjunum 21. september sl. Útförin hefur farið fram ytra. Fyrir hönd aðstandenda, Laufey Björnsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Pálsdóttir Lækjarsmára 6, Kópavogi, lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn 8. október. Útför hennar verður auglýst síðar. Sigurður Pálsson Þórunn Sigurðardóttir Sigurður Knútsson Páll Sigurðsson Aldís Aðalbjarnardóttir Sigrún Sigurðardóttir Tómas Erling Hansson Guðný Sigurðardóttir Halldór Morthens Hildur Sigurðardóttir Barnabörn og langömmubörn. Fjarðarási 25 stjorn@fiu.is www.fiu.is Félag íslenskra útfararstjóra Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Svanhvít Svava Sigurðardóttir Hvassaleiti 58, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 1. okt. verður jarðsungin þriðjudaginn 10. okt. kl. 15 í Grensáskirkju. Edda Kolbrún Metúsalemsdóttir Ómar Kristjánsson Stefán M. Ómarsson Birna Gísadóttir Georg H. Ómarsson Ómar Þór Ómarsson Klara Elíasdóttir Svava María Ómarsdóttir Ómar Björn Stefánsson Stefán Gísli Stefánsson Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jósafat Sigurðsson frá Siglufirði, Eyjabakka 6, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn 4. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þóranna Sigríður Jósafatsdóttir Jónsteinn Jónsson Sigurður Gunnar Jósafatsson Ingigerður Baldursdóttir Elenóra Margrét Jósafatsdóttir Sigurður H. Ingimarsson Þorfinna Lydia Jósafatsdóttir Þorkell V. Þorsteinsson Örn Einarsson Steinþóra Sumarliðadóttir Stella Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.