Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 46
■■■■ { vinnuvélar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■18 60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004 MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu. HANN ER GRIMMUR! MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER - VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár - Útvegum notaða skotbómulyftara - Úrval notaðra lyftara á lager Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæð: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar. SKOTBÓMULYFTARI PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is Liebherr vinnuvélaframleiðandinn setur í þessum mánuði á markað nýja beltagröfu, Liebherr R 313 Litronic. Grafan er um 14 tonn að þyngd og vélin er 102 hestöfl. Þá verður hægt að kaupa nokkr- ar breiddir af beltum, þar á meðal gúmmíbelti undir gröfuna. Keyrslu- drif vélarinnar er tveggja stiga með miklum togkrafti sem gerir vélina mjög öfluga í keyrslu. Hún kemst því auðveldlega upp brekkur og er hraðskreið í akstri á jafnsléttu. Þá er stjórnhúsið rúmgott og þaðan er gott útsýni. Gott útsýni úr stjórnhúsinu Vinnuvélaframleiðandinn Liebherr setur í þessum mánuði á markað nýja beltagröfu, Liebherr R 313 Litronic. Í Skógum undir Eyjafjöllum er starfrækt Vegminjasafn Vegagerð- arinnar. Upphaf safnsins má rekja til ársins 1950 er starfsmenn Vega- gerðarinnar hófu söfnun gamalla muna er tengdust á einhvern hátt starfsemi Vegagerðarinnar. Það var ekki fyrr en árið 1989 að Vega- gerðin tók við umsjón safnsins og minjavörður var ráðinn til starfa. Að sögn Jakobs Hálfdánarsonar, núverandi minjavarðar, sem tók við starfi árið 1997, er markmiðið með Vegminjasafninu að standa vörð um þær minjar sem tilheyra vega- gerð fyrri tíma og varpað geta ljósi á þátt þeirra í menningar og sam- göngusögu þjóðarinnar. Í fyrstu var safnið til húsa í höf- uðstöðvum Vegagerðarinnar að Borgartúni 7 í Reykjavík. Fljótlega þótti þó ljóst að ekki væri pláss fyrir starfsemina í höfuðborginni og árið 1999 voru flestir gripa safnsins fluttir í Hvolsvöll. Þar voru þeir munir, sem voru uppgerðir og sýningarhæfir, geymdir í aflögðu áhaldahúsi þar sem almenningi gafst kostur á að skoða þá. Ljóst varð þó að þessi húsakost- ur safnsins var ekki fullnægjandi og því var ákveðið að flytja safnið austur undir Eyjafjöll. Samdi Vega- gerðin við Samgöngusafnið á Skóg- um um varðveislu safngripa og sýninga á minjum. Var safnið flutt þangað árið 2002 í glæsilegan sýn- ingarsal sem er um 1100 fermetrar að stærð. 20. júlí 2002 var safnið formlega opnað af Sturlu Böðvar- syni samgönguráðherra. Safnið hefur vaxið jafnt og þétt með árunum og eru fleiri gömul tæki í eigu Vegagerðarinnar sem nú bíða endurbóta. Að sögn Jakobs vinna starfsmenn á verkstæðum Vegagerðarinnar sjálfir að viðgerð- um þessara fornfrægu minja þegar þeir eru ekki að sinna meiri aðkall- andi verkefnum. Af þeim fjölmörgu gripum sem tilheyra safninu má nefna hestaveghefil frá árinu 1920, Caterpillar-beltaskóflu frá árinu 1945 og Priestmann-skurðgröfu frá sama ári. Safnið á Skógum er opið almenn- ingi á sumrin og geta hópar fengið aðgang að safninu á veturna. Fornfrægar minjar í Skógum Um árin hafa hin ýmsu tól og tæki verið notuð til sam- göngubóta og vegagerðar hér á landi. Vegagerðin hefur um nokkurt skeið haldið upp á gamlar vinnuvélar og gert þær upp. Beltaskófla-Caterpillar D4 DD, árgerð 1945. Skurðgrafa-Priestman, árgerð 1945.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.