Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 70
Fátt þykir Bretanum skemmtilegra en að flokka fræga fólkið sitt og búa til skrautlega lista. Eftir mjög vísindalega úttekt hefur komið í ljós að fyrirsætan Kate Moss er vinsælasta stjarnan. Könunin var framkvæmd á mjög fræðilegan hátt. Safnað var saman þeim forsíðum sem fræga fólkið hefur birst á, hversu oft þær hafa verið í viðtölum og síðan reiknað út með hliðsjón af niðurstöðum leitarvefjarins Google hvaða stjörnu fólk væri almennt áhuga- samast um. Moss var þar efst á blaði, sem kemur ekki á óvart því hún hefur óneitanlega verið drottning götublaðanna á þessu ári enda hefur henni tekist að hætta með Pete Doherty oftar en nokkur maður gæti talið og látið mynda sig við að sniffa kókaín auk þess að fara í meðferð. Fast á hæla Moss kom popp- drottningin Madonna en tónleika- ferð hennar komst á forsíður blaðanna þegar söngkonan lét krossfesta sig á miðju sviði. Í þriðja sæti lenti síðan David Beckham en hann má varla hnerra né reima á sig nýja skó án þess að breskir fjölmiðlar birti af því fréttir. Fjórða sætið vermir síðan írski mannrétt- indasöngvarinn Bono sem reynt hefur að vekja athygli á bágum málstað þriðja heims ríkj- anna og krafist þess að rík- ustu þjóðir heims felli skuld- ir þeirra niður. - fgg [TÓNLIST] UMFJÖLLUN Ofursænska tríóið Peter, Bjorn and John hefur verið starfrækt í nokk- uð langan tíma og er nýjasta afurð- in, Writer‘s Block, þriðja breiðskífa þríeykisins. Hljómsveitin hefur lengi verið afar áberandi innan hinnar frábæru sænsku poppsenu sem virðist vera að springa út um þessar mundir, að minnsta kosti út fyrir þetta fjölmennasta land Norð- urlandanna. Þessir þrír mætu pilt- ar hafa einnig unnið með öðrum sæmilega vel þekktum sænskum sveitum og hefur Bjorn meðal ann- ars tekið upp plötur með sveitum á borð við Shout Out Louds og The Concretes. Ekki verður annað sagt en að félagarnir þrír séu dúndur laga- smiðir og eru lögin flest öll í feyki- lega vel sniðnum og hönnuðum búningum. Nær ekkert laganna líkist öðru lagi á plötunni en heildarsvipurinn er samt sem áður afar sterkur. Hljómur plötunnar er afar svalur og minnir kannski helst á kraftapopp frá sjöunda áratugnum. Auk þess minnir tón- heimur tríósins á poppaðar nýbylgjusveitir og þá sérstaklega hinn skemmtilegi trommuhljómur sveitarinnar. Platan er samt ekki alveg full- komin og eru til dæmis síðustu tvö lögin, Roll the Credits og Poor Cow, nokkuð leiðigjörn. Af Pétri, Birni og Jóni verður samt ekki skafið að þeir kunna að gera popp- lög, bæði framsækin og alveg ein- staklega grípandi. Úr seinni flokknum ber sérstaklega að nefna lagið Young Folks sem hefur ein- hvern mest grípandi krók sem heyrst hefur lengi. Önnur lög eins og The Chills, Start to Melt, Up Against the Wall og Objects of My Affection eru síðan önnur persónu- leg uppáhalds af plötunni. Writer‘s Block er svo sannarlega með því mest hressandi sem komið hefur frá frændum okkar í Svíþjóð í ár en þar er poppsenan í meira lagi gróskusöm. Poppheimurinn hér á landi gæti tekið margt þaðan sér til fyrirmyndar (*hóst*hóst* Sena *hóst*hóst*). Steinþór Helgi Arnsteinsson Svíar sem kunna að poppa PETER, BJORN AND JOHN WRITER‘S BLOCK Niðurstaða: Ein mest heillandi poppplata ársins og ef einhver verður ekki gripinn af lag- inu Young Folks vantar augljóslega einhverjar dillisellur í viðkomandi. Leikkonan Angelina hefur lýst yfir vonbrigðum með að geta ekki tekið nýjustu mynd sína í Pakistan eins og til stóð. Kvikmyndin ber nafnið „A Mighty Heart“ og er handritið sannsögulegt um blaða- manninn Daniel Pearl sem var rænt af hryðjuverkamönnum og myrtur árið 2002. Handritið er byggt á bók sem eiginkona Dani- els, Mariane Pearl, skrifaði um manninn sinn. Stjórnvöld í Pakistan munu hafa beðist undan því að myndin yrði tekinn upp í Pakistan þar sem ekki væri hægt að tryggja öryggi tökuliðsins. Tökurnar voru því færðar yfir til Indlands. Angelina mun leika eiginkonu Pearls en kærasti hennar Brad Pitt er einn af framleiðendum myndarinnar. Þau eru því bæði stödd á Indlandi um þessar mundir ásamt þreumur börnum sínum. Vonsvikin yfir breyttum plönum ANGELINA JOLIE Vonsvikin yfir því að nýjasta mynd hennar verði ekki tekinn upp í Pakistan þar sem hún segist elska land og þjóð enda hefur leikkonan komið þangað þrisvar. Talið er líklegt að ný plata frá hljómsveitinni Guns N‘ Roses líti dagsins ljós síðar á þessu ári. Plat- an mun heita Chinese Democracy eins og áður hefur komið fram, en söngvarinn Axl Rose hefur unnið að gerð hennar í næstum heilan áratug. Á vefsíðu breska tónlistar- ritsins NME kemur fram að eftir stífa spilamennsku á tónleikum hafi eftirvænting aðdáenda sveit- arinnar aukist og nú sé talið líklegt að platan komi út í næsta mánuði. Meðlimir Guns N‘ Roses til- kynntu nýlega að þeir væru á leið í hljómleikaferð um Bandaríkin og hefst hún á föstudaginn í næstu viku. „Það eru 13 þriðjudagar eftir af árinu,“ sagði í enda tilkynningar- innar og var með því vísað til þeirra daga sem plötur eru gefnar út í Bandaríkjunum. Tónlistartímaritið Rolling Stone spáir því að Chinese Democracy verði gefin út 21. nóvember en það hefur ekki verið staðfest af meðlimum sveitar- innar eða plötufyrir- tæki þeirra. Ný plata í nóvember AXL ROSE Söngvari Guns N‘ Roses hefur unnið að nýrri plötu í næstum áratug. Því er nú spáð að Chinese Demo- cracy verði gefin út í næsta mánuði. Moss frægust allra stjarna STÆRSTA STJARN- AN Kate Moss er hundelt af ljósmyndurum enda hefur ástarsamband hennar við Pete Doherty verið með skraut- legasta BARÁTTA FYRIR BETRI HEIMI Bono hefur verið duglegur við að vekja máls á bágri stöðu þróunarríkja og hefur fyrir vikið orðið stærri en hljómsveitin hans U2. EKKI SÁ BESTI EN SÁ FRÆGASTI Þrátt fyrir að Beckham sé hættur með enska landsliðinu og vermi tréverkið hjá Real Madrid er hann ein stærsta stjarnan á Bretlandi. UMDEILD TÓNLEIKAFERÐ Madonna komst heldur betur á forsíður blað- anna þegar hún lét krossfesta sig á miðju sviði. FR ÉTTA B LA Ð IÐ / G ETTY IM A G ES !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL TAL kl. 6 B.I. 7 ÁRA TEXAS CHAINSAW MASSACRE kl. 8 og 10 B.I. 18 ÁRA TALLADEGA NIGHTS kl. 5.40, 8 og 10.20 JOHN TUCKER MUST DIE kl. 6, 8 og 10 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 8 og 10.15 VOLVER kl. 5.50 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL. TAL kl. 4 og 6 B.I. 7 ÁRA MONSTER HOUSE ENSKT TAL kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 7 ÁRA TALLADEGA NIGHTS kl. 5.30, 8 og 10.25 SÝND Í LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10.25 JOHN TUCKER MUST DIE kl. 6, 8 og 10 CLERKS 2 kl. 10.15 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 8 GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 4 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL TAL kl. 6 B.I. 7 ÁRA TALLADEGA NIGHTS kl. 8 og 10 CRANK kl. 6 og 10 JOHN TUCKER MUST DIE kl. 8 2 vikur á toppnum í USA! Topp5.is M.M.J kvikmyndir.com EMPIRE EMPIRE V.J.V. Topp5.is DV L.I.B. Topp5.is VARÚÐ! ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA ÆÐISLEGA SPENNANDI ÆVINTÝRAMYND SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. L.I.B. Topp5.is “Ein fyndnasta gamanmynd ársins” HJ - MBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.