Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2006, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 10.10.2006, Qupperneq 26
 10. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR4 Hjá Mangó í Ármúla má læra svokallað súlu líkamsrækt eða Pole Fitness. Um er að ræða erfiða líkamsrækt sem styrkir kroppinn og leysir þokkann úr læðingi. Súludans hefur nú verið kenndur sem líkamsrækt hér á landi síðast- liðna fjóra mánuði. Konur eru nú farnar að taka eftir þessari nýj- ung og flykkjast að súlunni. Ingunn Sævarsdóttir, kennari hjá Mangó, segir Pole Fitness góða og skemmtilega líkamsrækt. „Við bjóðum upp á nokkur ólík nám- skeið,“ segir Ingunn. „Pole Fitn- ess, Pole Dancing, Sensual Danc- ing og Carmen Electra sem er blanda af svokölluðu erótísku eró- bikki og súludansi. Einnig erum við með Pole Fitness fyrir konur yfir fertugu þar sem farið er aðeins hægar í æfingarnar. Pole Fitness jafnast nefnilega á við erf- iðustu eróbikktímana. Við höngum til dæmis öfugar á súlunni og það reynir vissulega á. Pole Dancing og Sensual Dancing ganga næst- um eingöngu út á kynþokka.“ Ingunn segir tímana vera afar fjölbreytta. „Konur fá út úr þessu bæði góða líkamsrækt, mikla brennslu, aukið þol, aukinn styrk og liðleika. Og auðvitað er toppur- inn á þessu öllu að maður verður rosa sexí,“ segir Ingunn og hlær. „ Oftast mæta konurnar feimnar í fyrstu tímana en svo opna þær sig og kynþokkinn tekur völdin. Við erum líka aðeins með sex konur á hverju námskeiði og því myndast fljótt tengsl og hömlurnar hverfa.“ Námskeiðin hjá Mangó henta konum á öllum aldri en stelpum undir átján ára aldri er ekki leyft að taka þátt. „Þessi námskeið henta einnig vel fyrir konur sem langar til að dansa. Það er svo lítið í boði fyrir okkur eldri stelpurnar sem langar til að dansa.“ Blaðamanni lék nú forvitni á að vita hvort hægt væri að kaupa súlu til einkanota hérlendis og hló Ingunn dátt að spurningunni. „Það er nú hægt að fá súlur í gegnum okkur,“ segir hún. „Við getum reddað súlum ef áhugi er fyrir því. Margar konur sem æfa hjá okkur verða sér úti um súlu. Þá geta þær æft sig heima. Ég heyrði líka í þætti hjá Opruh að súludans heima í stofu væri hreinlega að bjarga mörgum hjónböndum.“ Ingunn segir Pole Fitness eða önnur námskeið hjá Mangó ekkert eiga skylt við þann dans sem fer fram á súludansstöðunum. „Við erum ekki að kenna neinum að fara úr fötunum,“ bætir Ingunn við og segist ekki hafa áhyggjur af neikvæðu viðhorfi gagnvart þess- ari nýju líkamsrækt. „Við höfum öll val og ef okkur langar til að stunda þennan dans þá gerum við það. Það langar allar konur innst inni að læra þetta,“ segir Ingunn. „Þetta blundar í okkur öllum það er bara spurning hvort maður þorir eða ekki.“ johannas@frettabladid.is Kraftmikil og þokkafull líkamsrækt Ingunn Sævarsdóttir, danskennari, kennir Pole Fitness hjá Mangó í Ármúla. Hún segir námskeiðin henta konum sem hafa gaman af að dansa og vilja komast í snertingu við kvenleika sinn og þokka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vísindamenn telja sig geta fært sönnur á að svart te dragi úr streitueinkennum. Rannsókn var framkvæmd í Uni- versity College í London á 75 tedrykkjumönnum, sem skipt var í tvo hópa og hafðir undir eftirliti í sex vikur og þeir látnir upplifa streitutengdar uppákomur. Á meðan á rannsókn- inni stóð máttu þátttak- endur ekki drekka te. Fyrri hópurinn fékk þó reglulega drykkjarblöndu sem samanstóð af sömu efnum og eru í svörtu tei. Seinni hópur- innn fékk aftur á móti „gervidrykk“, sem bragðaðist eins og blandan fyrrnefnda en skorti efasam- setningu tesins. Þegar fyrri hópurinn, sá sem drakk reglulega hliðstæðu svarta tesins, upplifði mikla spennu var hann mun fljótari að jafna sig en sá síðari, sem fékk gervidrykk- inn. Því hefur lengi verið haldið fram að te hafi róandi áhrif, en ekki hefur verið hægt að færa á það vísindalegar sönnur. Þótt ekki liggi ljóst fyrir hvaða efni í svörtu tei hafi róandi áhrif, álíta vísinda- menn að einhver tengsl séu á milli tedrykkju og slökunar. Frá þessu er greint á frétta- véf BBC, www. bbc.co.uk Svart te minnkar streitueinkenni NÝR VATNSDRYKKUR FRÁ AGLI SKALLAGRÍMSSYNI Kristall Sport er nýr hitaeininga- snauður vatnsdrykkur sem er sérsniðinn fyrir fólk sem hreyfir sig reglulega. Drykkurinn er léttkol- sýrður og sykurlaus, en er ríkur af vítamínum og steinefnum sem hjálpa lík- amanum að jafna sig eftir átök á borð við líkams- rækt eða erfiðsvinnu. Kristall Sport er afrakstur þróunar hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni, en meginhugmyndin var að búa til bragð- góðan en jafnframt hitaeiningasnauðan íþróttadrykk sem svalar vatnsþörf fólks sem hreyfir sig reglulega. Því eru einungis tvær hitaeiningar í hverjum 100 ml, eða um tíu sinnum minna en í helstu erlendu íþróttadrykkjunum sem fást hér á landi. Þá inniheldur Kristall Sport sex tegundir B-vítamína og kalk, magnesíum og kalíum sem hjálpa líkamanum meðal annars að jafna sig og byggja sig upp eftir átök. Kristall Sport fæst annars vegar með lime- og jarðarberjabragði og hins vegar með appelsínu- og melónubragði. Kristall Sport er seldur í ljósblárri hálfs lítra flösku. Kristall Sport ��������������������������� ���������������������� ���������������������������� ��������������������������� ��������������������������� ����������� ������� ���������������������������� ��������������� ������������������ ���������������������������� ���������������������� ���������������������� 10. okt. Andleg líðan og austurlenskar lækningar 17:30-19:00 Þórunn Birna Guðmundsdóttir 11. okt. Heilsukostur - Matreiðslunámskeið 18:00 - 21:00 Meistarakokkar Maður lifandi - örfá sæti laus 12. okt. Álitamál í læknisfræði 17:30-19:00 Hallgrímur Magnússon læknir 17. okt. Hvernig geta blómadropar og jóga styrkt okkur 17:30-19:00 Kristbjörg Kristmundsdóttir 18. okt. Ertu eiturefnaúrgangsruslaskrímsli 17:30-19:00 Edda Björgvinsdóttir Nánari upplýsingar á madurlifandi.is og í síma 585-8700. ������� S: 462 1889 • heilsuhorn@simnet.is • www.simnet/heilsuhorn Útsölustaðir m.a: Yggdrasill, Fjarðarkaup, Maður lifandi í Borgartúni og Hæðarsmára, Lífsins Lind í Hagkaupum, Lyfjaval í Mjódd og Hæðarsmára og Lyfja á Selfossi. Póstsendum um land allt Betra blóðrennsli Talið er að svart te geti dregið úr streitu- einkennum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.