Fréttablaðið - 10.10.2006, Síða 18

Fréttablaðið - 10.10.2006, Síða 18
 10. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Söluverðmæti tauga- og geðlyfja í milljónum króna. Norður-Kóreumenn gerðu aðfaranótt mánudags tilraun með kjarnorku- vopn sem olli harkalegum viðbrögðum á alþjóðavettvangi. Meira að segja Kínverjar, sem hingað til hafa verið helstu stuðningsmenn Norður- Kóreumanna, brugðust ókvæða við. En þó er ljóst að Norður-Kóreumenn vilja láta taka sig alvarlega, og hefur alþjóðasamfélagið tekið þá á orðinu seinustu daga. Kommúnistaríkið? Áratugum saman hefur Norður-Kórea verið eitt lokaðasta land heimsins, en það er eitt fárra ríkja sem enn eru undir kommúnistastjórn. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong- il, erfði leiðtogastarf sitt eftir föður sinn, en hefur sjálfur ekki útnefnt sinn erfingja. Kim þykir afar glysgjarn og gengur gjarnan um á þykkbotna skóm og með íburðarmikla hárgreiðslu. Líf í Norður-Kóreu? Um 23 milljónir manna búa í Norður-Kóreu, sem nær yfir 122.762 ferkílómetra – tæplega tuttugu þúsund ferkílómetrum stærra svæði en Ísland. Flestir eru trúlausir, en aðhyllast sterkar þjóðarhefðir. Þó er fátt vitað um daglegt líf í Norður-Kóreu. Öllum fjölmiðlum er stjórnað af ríkinu og í þeim er ekki sagt frá neinu sem gæti komið stjórninni illa. Til dæmis er aldrei sagt frá hungursneyð sem reglulega herjar á íbúa Norður- Kóreu. Landið reiðir sig mjög á erlend fjárframlög og telja erlendar hjálpar- stofnanir að á síðasta áratug hafi um tvær milljónir manna farist þar úr hungri. Auk þess berast óljósar fregnir af mannréttindabrotum. Vopn Norður-Kóreu? Í landinu er einn stærsti starfandi her heims og hafa stjórnvöld löngum verið sökuð, á alþjóðavettvangi, um að eyða of miklu í vopn og her landsins á meðan milljónir manna búa við hungur og sára neyð. Þó er ekki talið líklegt að Norður-Kóreumenn eigi mörg kjarnorkuvopn, en þetta var í fyrsta sinn sem vitað er til þess að þeir prófi þau. Ríkisstjórn Norður-Kóreu segir vopnið hafi verið prófað til að minnka hættuna á því sem hún kallar vaxandi óvináttu Bandaríkjanna, en George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur kallað Norður-Kóreu, ásamt Írak og Íran, hluta af „öxulveldi hins illa“. FBL GREINING: FÁTT ER VITAÐ UM DAGLEGT LÍF Í NORÐUR-KÓREU Einangrað kommúnistaríki 1992 1996 2000 2004 968 1.623 2.924 4.092 Heimild: Hagstofa Íslands Mikhaíl Sergeievítsj Gor- batsjov, sem var leiðtogi Sovétríkjanna síðustu sex árin sem þau voru við lýði, 1985-1991, kemur til Íslands á morgun í tilefni af því að í vikunni eru rétt 20 ár síðan hann átti hinn sögulega fund með Ronald Reagan Bandaríkjaforseta í Höfða. Auðunn Arnórsson hitti Gorbatsjov að máli í Dresden í Þýzkalandi. Það gustar enn af Sovétleiðtogan- um fyrrverandi, sem orðinn er 75 ára gamall. Hann heilsar með þétt- ingsföstu handabandi. Spurður um það sem gerðist á fundi hans með Reagan forseta í Reykjavík þessa spennuþrungnu haustdaga í Reykjavík árið 1986 segir hann: „Við [Sovétmenn] sögðum strax að loknum fundinum að þáttaskil hefðu orðið; miklum áfanga hefði þar verið náð að tímamótasam- komulagi um að draga úr kjarn- orkuvopnavánni í heiminum, í átt að því að binda enda á kalda stríð- ið,“ segir Gorbatsjov, og heldur áfram: „[George] Schultz, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tjáði blaðamönnum fyrst eftir fundinn – að mig minnir í herstöð- inni í Keflavík – að þessi fundur hefði verið mikil vonbrigði. Þar sem ekki hefði tekizt að handsala neitt samkomulag yrði fundurinn að teljast misheppnaður. Fjörutíu mínútum eftir að Schultz sagði þetta talaði ég á fjöl- mennum blaðamannafundi í Háskólabíói og sagði skýrum orðum að þáttaskil hefðu orðið, að miklum áfanga hefði verið náð. Næsta morgun, þegar Schultz hafði heyrt yfirlýsingu mína, sagði hann: „Þetta er alveg rétt hjá Gor- batsjov, það náðist í raun mikill árangur á fundinum. Við höfum komizt að raun um að Gorbatsjov er alvara.“ Þannig að það vorum við (Sovét- menn) sem ýttum við samningsað- ilum okkar, vonandi í rétta átt. Þeir sáu að okkur var alvara, og öfugt. Við gátum samið,“ segir Gorbatsjov. Enda var þess ekki lengi að bíða að samningar um niðurskurð meðal- (INF) og langdrægra (START) kjarnorkuflauga væru undirritaðir í Genf, en með þeim samningum var í raun bundinn endi á vígbúnaðarkapphlaup kjarnorkurisaveldanna. Rússnesk-þýzk samræða Gorbatsjov var í Dresden í þeim erindagjörðum að taka þátt í rússnesk-þýzkum samráðsfundi, sem kallaður er „Pétursborgar- samræðan“ (Petersburger Dia- log). Þetta er sjötti slíki tvíhliða samráðsfundur Þjóðverja og Rússa, en Gorbatsjov er formaður rússneska stýrihópsins. Í ávarpi til þátttakenda við upphaf sam- ráðsdagskrárinnar í gær sagði Gorbatsjov meðal annars, að það færi sérlega vel á því að slíkar samræður færu fram í Dresden, borg sem varð fórnarlamb seinni heimsstyrjaldar en sem „í dag, í endurreistri fegurð og þróun, segir við heiminn: fólk á að lifa í friði!“ Þessi orð Gorbatsjovs endur- spegla það sem hans verður ævin- lega minnzt fyrir: að hafa átt stór- an þátt í að binda enda á kalda stríðið og að fella járntjaldið á friðsamlegan hátt. Fyrir það hlut- verk sitt voru honum veitt friðar- verðlaun Nóbels árið 1990. Þessa arfleifð sína hefur Gor- batsjov enda lagt rækt við, meðal annars með stofnun þeirri sem við hann er kennd og starfrækt er í Moskvu. Þegar Sovétleiðtoginn fyrrver- andi stikar út úr ráðstefnuhöllinni í Dresden, með fréttaljósmyndara- skara í kring um sig, er vart á honum að sjá að þar fari hálfátt- ræður maður sem ekki hefur gegnt neinu valdaembætti í fimm- tán ár. Fyrir utan ráðstefnuhöllina standa nokkrir meðlimir Amnesty International með skilti, þar sem vakin er athygli á því að aðstoðar- saksóknari frá Ingúsjetíu, héraði syðst í Rússlandi, næst vestan við Tsjétsjéníu, hvarf fyrir tveimur árum og ásakanir eru uppi um að rússneska leyniþjónustan FSB hafi numið hann á brott og haldið honum föngnum. Gorbatsjov gefur sér nokkrar mínútur til að tala við fólkið. Pútín á fornum slóðum Víst má telja að annar tiginn gest- ur frá Rússlandi, sem sækir Dres- den heim í dag, þriðjudag, muni ekki gefa sér tíma til að hlusta á nein mótmæli af þessu tagi. Vladi- mír Pútín Rússlandsforseti er væntanlegur til borgarinnar sem hann dvaldi í um nokkurra ára skeið á níunda áratugnum sem útsendari sovézku leyniþjónust- unnar KGB. Hann mun eiga við- ræður við Angelu Merkel kanz- lara, en hún hefur látið það skýrt í ljósi að hún vilji setja aðrar áherzl- ur í samskiptum við Rússland en fyrirrennari hennar í embætti, Gerhard Schröder. Schröder gekk eitt sinn svo langt að votta vini sínum Pútín að hann væri „fyrir- myndar-lýðræðissinni“. Kanzlar- inn fyrrverandi hefur verið harka- lega gagnrýndur heima í Þýzkalandi fyrir að þiggja stjórnar- formennskustarf í fyrirtækinu sem ætlar að leggja gasleiðslu um Eystrasaltið, beina leið frá Rúss- landi til Þýzkalands, en stærsti hluthafinn í því er Gazprom, rúss- neska ríkiseinokunar-jarðgas- fyrirtækið. Meðan Schröder var enn kanzlari beitti sér hann mjög fyrir því að umrætt fyrirtæki kæmist á laggirnar. Þar sem Þjóðverjar gegna for- mennskunni í Evrópusambandinu fyrri helming næsta árs er endur- nýjun rammasamninga ESB og Rússlands um samstarf og við- skipti mjög ofarlega á baugi í þessum tvíhliða viðræðum þýzkra og rússneskra ráðamanna. Opin samskipti lykillinn að friði Fréttablaðið spurði Gorbatsjov að lokum hvaða boðskap hann vildi færa því unga fólki, sem blessunar- lega þekkti ekki kalda stríðið nema af afspurn og úr sögubók- um. „Að hugsa um framtíðina, það er um friðinn,“ svarar Gorbatsjov. Á þeim árum sem liðin séu frá lokum kalda stríðsins hafi „stórar hindranir verið settar fyrir þá sem vilja leika stríðsleiki“. Ungt fólk í löndum heims þurfi að snúa bökum saman. „Ég er viss um að unga fólkið nú til dags er allt önnur kynslóð en sú sem stóð hvor sínu megin víglínunnar í kjarnorkuvígbún- aðarkapphlaupi kalda stríðsins. Ég tel að hún skilji að forsenda fyrir því að halda friðinn er opin samskipti milli aðila, hvort sem það er í samskiptum einstaklinga eða heilla þjóða og heimshluta. Það er hægt að leysa öll vanda- mál, allt frá ásta- og fjölskyldu- málum til lífshátta mannkynsins yfirleitt. Þegar fólk finnur að það er öruggt, að það hafi ekkert að ótt- ast, er þetta hægt. Hin nýja kyn- slóð verður að finna til ábyrgðar sinnar á þessu og standa undir henni,“ segir Mikhaíl S. Gorbat- sjov. Fundurinn markaði þáttaskil FRÉTTAVIÐTAL AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.isMIKHAIL GORBATSJOV I DRESDEN I ÞÝSKALANDI Í GÆR Gorbatsjov var í Dresden til að taka þátt í rússnesk-þýzkum fundi, „Pétursborgar-samræðunni“. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN MIKHAÍL GORBATSJOV OG RONALD REAGAN RÆÐAST VIÐ Í HÖFÐA 1986. „Við sögðum strax að loknum fundinum að þáttaskil hefðu orðið; miklum áfanga hefði þar verið náð að tímamótasamkomulagi um að draga úr kjarnorkuvopnavánni í heiminum, í átt að því að binda enda á kalda stríðið,“ segir Gorbatsjov um árangur leiðtogafundarins í Reykjavík 1986. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Dæmi eru um að garðyrkjuvörur séu merktar vistvænar án þess að uppfylla þau skilyrði og sem íslensk framleiða án þess að varan sé ræktuð hér á landi heldur aðeins pakkað. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garð- yrkjumanna ehf., segir engin dæmi um að þeirra merking hafi verið misnotuð á þennan hátt en skýra þurfi reglurnar. Hverjar eru reglur um uppruna- merkingar? Það eru engar reglur til um að það þurfi að standa hvaðan varan sé upprunin. Það er til reglugerð sem segir að merkja megi vöru sem íslenska framleiðslu þó að henni sé aðeins pakkað hérlendis. Við erum búin að berjast fyrir því í mörg ár að fá það í gegn að krafa sé um upp- runamerkingar á allar vörur, bæði hvað varðar innihald og hvort þær séu erfðabreyttar. Hver er markaðshlutdeild íslensks grænmetis á markaðnum? Ég myndi skjóta á að ferskt græn- meti sé hátt í einn þriðji þess sem er selt á íslenskum markaði. Annars er það mismunandi eftir árstíðum. Og ég tel þá ekki kartöflur með. Þetta hlutfall er mun hærra séu þær teknar inn enda lítið um kartöflu- innflutning. SPURT OG SVARAÐ GRÆNMETI Uppruna- merkingar á allar vörur GUNNLAUGUR KARLSSON framkvæmdastjóri Allar nýjustu upplýsingar og fréttir á ensku á vefnum reykjavik.com og í blaðinu Reykjavikmag Nýjar upplýsingaveitur á ensku:

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.