Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 22
22 10. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR Tímamót í málefnum geðfatlaðra UMRÆÐAN Geðheilbrigði Í dag er alþjóðageðheilbrigðisdagur-inn. Í ár eru merk tímamót um þessar mundir en í gær var kynnt stefnumótun í málefnum geðfatlaðra og birt framkvæmdaáætlun vegna átaks félagsmálaráðuneytisins í málaflokknum sem nær til ársins 2010. Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að vera formaður verk- efnisstjórnar um uppbyggingu búsetuúrræða og þjónustu við geð- fatlaða. Það sem hefur komið mér skemmtilega á óvart er hversu mikla möguleika geðfatlaðaðir eiga til að ná bata og og hversu vel þeir geta aðlagast samfélag- inu ef þeir bara fá tækifæri til. Markmið þessa verkefnis er að á árunum 2006– 2010 verði í áföngum dregið svo úr biðtíma eftir þjónustuúrræðum fyrir geðfatlað fólk utan hefð- bundinna geðheilbrigðisstofnana að hann verði við- unandi í lok tímabilsins. Það gildi jafnt um búsetu- úrræði sem stoðþjónustu sem lýtur að atvinnu, hæfingu, attvinnuendurhæfingu eða annarri dag- þjónustu. Þessi þjónusta verði á forræði félaga- smálaráðuneytisins í náinni samvinnu við heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið. Leiðarljós verkefnisins verður að styðja við virka þátttöku geðfatlaðs fólks í sam- félaginu og auka lífsgæði þess sem verða má. Jafnframt að stuðla að efl- ingu faglegrar þekkingar á málefn- um geðfatlaðs fólks innan félagslega þjónustukerfisins og heilsugæslunn- ar. Ráðgjafahópur var stofnaður og honum er ætlað það hlutverk að vera verkefnisstjórn og embættismönn- um til ráðgjafar varðandi verkefnið og annast tengsl og samráð við sam- tök notenda og aðstandenda. Einnig hefur verið leitað samráðs við fleiri aðila úr hópi notenda, aðstandenda og fagfólks við undirbúning ákvarðana sem snerta einstaka notendahópa og hagsmuni þeirra aðila sem veita geðfötluðum þjón- ustu í dag. Þetta samráð er mjög nauðsynlegt til að vel takist til og héldum við í vor tvö málefnaleg þing, annars vegar notendaþing og hins vegar þjón- ustuþing. Notendur og aðstandendur þeirra hafa rutt brautina og við verðum að slást í hópinn. Okkur ber öllum skylda til að leggja okkar af mörkum til að gefa geðfötluðum tækifæri til að eiga alla mögu- leika í samfélaginu. Höfundur er alþingismaður og formaður verkefnis- stjórnar um uppbyggingu búsetuúrræða og þjónustu við geðfatlaða. DAGNÝ JÓNSDÓTTIR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚAR RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Því er ekki að neita að kona veltir því fyrir sér hvort skrif hennar verði lesin öðrum augum þegar hún hefur boðið sig fram til opinberra starfa. Það er svo sem ekki óeðlilegt að svo sé og rétt að fólk geri þá kröfu að pistlahöf- undur haldi áfram að vera hún sjálf og breytist ekki í sjálfhverf- an frambjóðanda - og svo ekki meira um það. Óréttlætið sem ríkir hér á landi í lífeyrismálum birtist nú síðast í málshöfðun Öryrkja- bandalagsins vegna skerðingar lífeyrisgreiðslna sem á að koma til framkvæmda 1. nóvember. Tvö þúsund og þrjú hundruð öryrkjar hafa fengið bréf þar sem þeim er tilkynnt að greiðslur til þeirra úr lífeyrisjóðum, sem 10% af launum þeirra runnu til á meðan þeir gátu unnið fulla vinnu og gera enn ef þeir eru vinnu- færir, verði lækkaðar. Þetta er flókið mál og ég læt mér ekki detta í hug að ég geti skýrt það í þessum pistli. Niðurstaða málsins er hins vegar einföld, hún er sú að búið er að setja hámark á tekjur sem öryrkjar mega hafa. Það er trúlegast það sem liggur mest á að gera hér í landinu, að ákveða í eitt skipti fyrir öll að öryrkjar séu og verði fátæklingar. Daginn eftir að ég las um þessa málshöfðun voru fréttir af annarri málshöfðun Öryrkja- bandalagsins. Nú voru fréttirnar af réttarhöldum um mál Öryrkja- bandalagsins vegna loforðs sem ríkisstjórnin gaf öryrkjum um að hækka bætur til þeirra sem yrðu ungir öryrkjar. Ríkisvaldið heldur því fram að öllum hafi verið ljóst að milljarður átti að renna í þetta verkefni, en Öryrkjabandalagið segir að engin hámarksupphæð hafi verið nefnd. Ég veit ekki nákvæmlega hve mikla peninga þarf til efna þau loforð sem öryrkjar telja að þeim hafi verið gefin, ég þykist þó vita að einhvern tímann hafi verið nefndur hálfur milljarður, en það er svolítið langt síðan og vextir á Íslandi háir eins og við vitum öll. Í fréttum í vikulokin var upplýst að tekjur ríkissjóðs verði 40 - fjörutíu - milljörðum hærri á árinu en ráð var fyrir gert í fjárlögum. Gjöldin hækka um 14 milljarða þannig að útkoma ríkisins er 26 - tuttugu og sex - milljörðum betri en ráð var fyrir gert. Samt er ekki hægt að efna loforð við þá sem lifa af öryrkju- bótum. Það finnst konu alveg óskiljanlegt. Á sama tíma og þessi varfærni með fjármuni ríkisins birtist í samskiptum ríkisvaldsins við öryrkja eru sumir launahæstu starfsmenn ríkisins á eftirlaunum og vinnulaunum það er að segja ef þeir einhvern tímann á ævinni hafa verið ráðherrar eða þing- menn. Það er nefnilega ekki sama að vera Jón og séra Jón þegar kemur að lífeyrisgreiðslum. Hvernig getur staðið á því að óhæfa þykir að greiðslur úr lífeyrissjóði bæti afkomu öryrkja frá því sem fyrir var, en fyrrver- andi ráðherrar fá greiddar háar upphæðir úr lífeyrissjóðum þó þeir séu enn í fullu starfi hjá okkur skattborgurum. Ég lýsi eftir því að einhver útskýri þetta fyrir mér. En þetta er svo sem ekki það eina sem ég ekki skil. Mér er einnig óskiljanlegt hvernig Framsóknarflokkurinn getur aftur verið að eignast hálft Ísland. Stærsta gjaldþrot sögunnar var þegar SÍS fór á hausinn fyrir einhverjum árum. Nú er komið annað SÍS sem hefur heitið VÍS og nú veit ég ekki alveg hvað það heitir sem kaupir hér og þar. Formaður bankaráðs Seðla- bankans, sem samkvæmt því, eða kannski ætti að segja stöðu sinnar vegna, hlýtur að vera með tryggari framsóknarmönnum, ber af sér að hann komi nálægt kaupunum. Það er stjórnarfor- maður Samvinnutrygginga segir hann, sem stendur að kaupunum, sá er að vísu sami maður og formaður bankaráðsins, en samt ekki sami maðurinn segir bankaráðsformaðurinn. Sam- vinnutryggingar eru sem sagt ennþá til og núna er það hins vegar ekki tryggingafélag heldur það sem heitir eignarhaldsfélag. Mér fyndist fróðlegt að vita hvaða eignir félagið heldur utan um, eru það eignir sem tókst að forða frá SÍS gjaldþrotinu? Það er vissulega ánægjulegt að viðskipti eru blómleg í landinu. Það er hins vegar dapurlegt að mestu auðæfin virðast tilkomin af skrítilegum ástæðum. Þau fengu fiskinn í sjónum sem áttu skip, bankarnir voru seldir fyrir slikk, grunnetið selt með Síman- um og Samvinnutryggingar lifa enn góðu lífi þó SÍS hafi farið á hausinn. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum. Um Jón og séra Jón Lífeyrir og fleira VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Í DAG | Óþarfa útrás Fjölmiðlar rifjuðu upp um helgina að tuttugu ár eru liðin frá því að Reagan og Gorbatsjov hittust á leiðtogafundi í Höfða í Reykjavík. Morgunblaðið ræddi við Davíð Oddsson, sem var borgarstjóri á þessum tíma. „Auðvitað er sjálfsagt að nota húsið áfram, en við eigum að leyfa því að bera áfram svip- mót þess merka atburðar, sem þar átti sér stað. Það var til dæmis alveg ótrú- leg vitleysa að fjarlægja myndina af Bjarna Benediktssyni. Þótt menn verði borgarstjórar og séu eitthvað pirraðir út í pólitíska andstæðinga er óþarfi að fá útrás með þessum hætti,“ sagði Davíð í Morgunblaðinu. Er hann að vísa til málverks af fyrrverandi formanni Sjálf- stæðisflokksins, borgarstjóra og forsætisráðherra, sem mátti sjá á frægri fréttamynd hanga fyrir ofan Ronald Reagan við samn- ingaborðið í Höfða. Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri 1994 lét hún taka myndina niður. Hátíðleg stund Eitt af fyrstu verkum núverandi meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur, eftir að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson varð borgar- stjóri, var að láta hengja aftur upp málverkið af Bjarna í Höfða. Það var þó ekki gert með neinum lúðrablæstri heldur kom lítill hópur sjálfstæðis- manna saman við þetta tækifæri til að halda upp á þennan táknræna sigur. Vilhjálmur og Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og sonur Bjarna Benediktssonar, hengdu báðir upp verkið við þetta tilefni, en myndina málaði Svala Þórisdóttir. Pólitísk stórtíðindi Egill Helgason birtist á skjánum um helgina með Silfrið sitt. Eitt fannst honum standa upp úr í viðtali sem hann tók við Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, formann Samfylkingarinnar: „Ingibjörg Sólrún sagði og margendur- tók að stjórnarandstöðuflokkarnir muni tala fyrst saman um ríkisstjórnar- myndun ef þeir ná meirihluta eftir kosningarnar. Þetta ættu að vera stórpólitísk tíðindi, hlýtur að skýra valkostina í kosningunum allverulega. Ekki er þetta kosningabandalag en stjórnarandstaðan ætlar sem sagt að reyna að mynda ríkisstjórn ef hún hefur nægt fylgi.“ bjorgvin@frettabladid.is Verkstæðið 10 ára. INNKAUPAKORT VISA Nýr dagur – ný tækifæri Hægt er að sækja um Innkaupakort VISA á www.visa.is og hjá öllum bönkum og sparisjóðum. F orystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær til hvaða aðgerða verður gripið til að lækka matvælaverð á Íslandi. Til stendur að fella niður vörugjöld af innlend- um og innfluttum matvælum. Þá verður virðisaukaskatt- ur af matar- og drykkjarvörum lækkaður í 7 prósent. Nú bera þessar vörur 14 eða 24,5 prósenta skatt sem leggst beint ofan á vöruverð til neytenda. Taka breytingarnar gildi 1. mars 2007. Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar verða tollar á innflutt- ar kjötvörur lækkaðir um allt að 40 prósent. Þetta er villandi orða- lag því áfram verður innflutningur háður ákveðnum kvóta sem stjórnvöld ákveða. Þeir sem ekki fá þennan kvóta, sem boðinn er upp, þurfa áfram að flytja inn kjötvörur með hárri opinberri álagningu. Verndin er enn til staðar sem bitnar á almenningi. Nauðsynlegt er að ganga lengra í átt að frjálsum innflutningi og heimila einnig innflutning mjólkurvara án ofurtolla og kvóta. Reyndar er tekið fram að unnið verði frekar að gagnkvæm- um tollalækkunum og bættum markaðsaðgangi gagnvart helstu viðskiptalöndum Íslands, sem eigi að tryggja jafnframt útflutn- ingshagsmuni fyrirtækja og bænda. Íslendingar flytja ekki mikið út af landbúnaðarvörum. Þó að nauðsynlegt sé að gæta að hags- munum útflytjenda eru hagsmunir neytenda ríkari. Töf á nauð- synlegum kerfisbótum kostar fólkið í landinu miklu meira en hugsanlegur ábati vegna greiðari aðgangs að erlendum mörkuð- um í framtíðinni. Hér þarf að bregðast strax við. Mikilvægasta breytingin er samt lækkun á virðisaukaskatti. Samkvæmt Hagstofu Íslands ver meðalfjölskyldan um 750 þús- und krónum til kaupa á matar- og drykkjarvörum á ári. Lækki sú fjárhæð um 16 prósent lækkar matarreikningurinn um 120 þúsund krónur á ári. Vissulega munar meiru hjá stórum barnafjölskyld- um. Þessi aðgerð kemur sér því vel fyrir fjölmennar fjölskyldur og þá sem eyða stærri hluta tekna sinna í kaup á lífsnauðsynjum. Útreikningar forsætisráðuneytisins gera ráð fyrir að ríkis- sjóður muni verða af um sjö milljörðum króna árlega í tekjum. Þetta er hægt í ljósi þess að ríkissjóður stendur styrkum fótum. Þó má minna á að horfa verður á tekjuafgang fjárlaga í sam- hengi við mikinn viðskiptahalla við útlönd. Að hluta til lifum við um efni fram og verðum að eiga fyrir skuldum á gjalddaga. Því má alls ekki slá slöku við í ríkisfjármálum nú á kosningavetri. Geir Haarde forsætisráðherra hefur látið í ljós áhyggjur yfir því að skattalækkun sem þessi skili sér ekki að fullu til neyt- enda. Þær áhyggjur eru réttmætar. Í fréttum KB banka í gær sagði að skattbyrðin, sem áður rann í ríkissjóð, hlyti að skiptast að einhverju marki á milli kaupenda og seljenda. Það er samt gríðarlega mikilvægt að fyrirtæki í verslun og þjónustu sýni í verki að breyting sem þessi skili sér að langmestu leyti til neyt- enda. Yfirlýsing Finns Árnasonar, forstjóra Haga, í gær um að verðlækkun á matvæli muni skila sér að fullu til viðskiptavina, ætti að sýna vilja til þess. Verðlagseftirlit almennings, sem oft er ábótavant, er hér mikilvægt. Það sama má segja um fjölmiðla. Hið opinbera hefur hér ekkert hlutverk. Ekki má gleyma í þessu samhengi að Samfylkingin setti þetta mál almennilega á dagskrá stjórnmálanna í september. Það hefur örugglega haft áhrif á umfang og tímasetningu þessara tillagna ríkisstjórnarinnar nú. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vildi ganga lengra með hagsmuni neytenda í huga. Hún getur samt fagnað því að þessi áfangi er skref í rétta átt. Aðgerðir til lækkunar matvælaverðs kynntar. Skref í rétta átt BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.