Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 16
 10. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ En hver á að skipta um perur? „Friðarsúlunni er ætlað að tákna vonargeisla fyrir þá sem dreymir um heimsfrið.“ YOKO ONO HEFUR ÁFORM UM AÐ REISA FRIÐARSÚLU Í VIÐEY, SEM ER LJÓSGEISLI SEM NÆR UPP Í 20 M HÆÐ OG Á AÐ LÝSA UM ALLA EILÍFÐ. STEFNT ER Á AÐ KVEIKJA Á SÚLUNNI AÐ ÁRI LIÐNU. FRÉTTA- BLAÐIÐ 9. OKTÓBER. Bara jákvæð viðbrögð „Ég bjóst við að fá einhverj- ar skammir fyrir að vera íhaldssöm, afturhaldssöm og að vinna gegn jafnrétti kynjanna.“ EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR HEFUR FENGIÐ MIKIL OG JÁKVÆÐ VIÐ- BRÖGÐ VIÐ ÞEIRRI SKOÐUN SINNI AÐ FULLORÐNIR ÆTTU AÐ TAKA MEIRA TILLIT TIL BARNANNA Í STAÐ ÞESS AÐ STJÓRNAST AF LÍFSGÆÐA- KAPPHLAUPINU. MORGUNBLAÐIÐ 9. OKTÓBER. „Framboð Íslands gæti verið mjög metnaðarfullt og við gætum haft heilmikil áhrif í hinu alþjóðlega samfélagi ef vel er að því staðið,” segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir. „Ég efast hins vegar um sjálfstæði ríkisstjórnarinnar til þess að fara á móti stefnu Bandaríkjanna og óttast að við yrðum eitt ríkið enn sem eltir þá. Á meðan sá hátturinn er á finnst mér peningunum sem til framboðsins er varið betur varið í önnur verkefni.” SJÓNARHÓLL ÍSLAND Í ÖRYGGISRÁÐIÐ Efast um sjálfstæði BRYNDÍS ÍSFOLD HLÖÐVERSDÓTTIR VERSLUNARKONA „Það er allt gott að frétta, maður vinnur náttúrlega allt of mikið eins og allir Íslendingar og það er alltaf nóg af kisum,“ segir Sigríður Heiðberg, forstöðukona Kattholts. „Ég var að fá nýjan bíl og er mjög ánægð með hann. Þetta er Subaru Forester með góðu skotti fyrir fjórfætlingana. Ég er að vona að nýja borgarstjórnin hugsi til okkar og gott væri sem dæmi að fá felld niður þessi sjö hundruð þúsund króna fasteignagjöld sem við þurfum að greiða. Mér finnst óréttlátt að þurfa að taka það fé frá líknarstarfinu.“ Sigríður er mikill dýravinur og ekki bara hrifin af köttum. „Ég komst ekki á hundasýninguna um helgina og finnst miður að hafa ekki komist að sjá það þegar hundar voru heiðraðir fyrir margvísleg afrek, bæði blindra- og leitarhundar.“ Þótt mikið sé að gera í Kattholti komst Sigríður til Færeyja í sumar. „Ég er mjög hrifin af Færeyjum og við getum tekið þessa frændur okkar til fyrirmyndar. Það er allt svo hreinlegt þarna og vegakerfið er einstakt, allt tvíbreitt, malbikað og göng í gegnum öll fjöll. Ég varð þó vitni að grindadrápi sem var skelfileg sjón. Rauður sjór og algjör hryllingur að horfa upp á þetta.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGRÍÐUR HEIÐBERG FORSTÖÐUKONA KATTHOLTS Sá hryllilegt grindadráp Talið er víst að sjósund- menn á vegum Sundfélags Hafnarfjarðar hafi sett heimsmet þegar þeir syntu í Jökulsárlóni í síðustu viku meðan auglýsing fyrir bandarískt lyfjafyrirtæki var tekin upp. Hitinn í vatn- inu var ein til tvær gráður. Sundmennirnir fóru að meðaltali tíu sinnum yfir daginn út í Jökul- sárlón og syntu þar og busluðu í eina og hálfa mínútu upp í fjórar mínútur í senn. Vatnið var ísjökul- kalt, aðeins 1,2 gráðu heitt fram að hádegi en síðdegis hitnaði það upp í 2,2 gráður. „Það var fallegt veður eftir hádegi og sjórinn flæddi að um fjögurleytið og fór undir jökulinn og kom svo til baka. Við vonuð- umst til að vatnið næði því að verða fjögurra til fimm gráðu heitt en það varð aldrei,“ segir Hrafnkell Marinósson, sjósund- maður hjá SH. Hrafnkell segir að sársaukinn við að fara út í jökulkalt vatn sé ekkert meiri en þó farið sé út í sjö til átta gráðu heitan sjó. „En það er samt gjörólíkt að fara í sjó eða jökulvatn. Við erum tuttugu mín- útur í sjónum en þarna vorum við í fjórar mínútur í mesta lagi,“ segir hann. Sjósundmennirnir fóru í heitan pott og fengu heitt að drekka á milli þess sem þeir fóru í lónið. Jökunum var haldið með köðlum þannig að þeir bærust ekki burt og olli það smávegis töfum. Hrafnkell segir að sundið hafi reynt gríðarlega á hjartað, liðina og síðast en ekki síst nárann því að þeir hafi þurft að troða marvað- ann í miklum straumi sem hafi aukist eftir því sem leið á daginn. „Í vatninu var fyrsta tilfinning- in smá sviði og svo gríðarlegur kuldi, fingurnir fóru að herpast og svo tærnar og svo hætti maður smám saman að geta hreyft sig,“ segir Hrafnkell. „Sólarhring síðar leið manni eins og valtari hefði keyrt yfir mann, það voru allir svo ofboðs- lega þreyttir.“ Átta sundmenn á vegum SH tóku þátt í sundinu í Jökulsárlóni og voru þeir á aldrinum 23 til 55 ára. Tökurnar voru fyrir banda- rískt lyfjafyrirtæki í auglýsingu á Clarityn-D sem ætluð er á norður- amerískan markað. ghs@frettabladid.is Sundsprettur í Jökulsárlóni SUNDMENNIRNIR FÓRU OFAN Í HEIT KÖR Fengu heitt að drekka til að ná hita í kroppinn eftir sundið í lóninu. SUNDMENNIRNIR Á LEIÐ ÚT Í LÓNIÐ Þeir lýsa líðaninni eftir á eins og trukkur eða valtari hafi keyrt yfir þá. FRÉTTABLAÐIÐ/BENNI VEL VAR BÚIÐ AÐ SJÓSUNDMÖNNUM SH Hér sjást þeir í dúnúlpum sem voru sér- saumaðar úr dúnsængum úr Rúmfata- lagernum. ■ Heimsins lógó skipta tugþús- undum og því er ekki óeðlilegt að stundum líti þau svipað út. Þegar gengið er um göturnar má sjá vatns- lok frá Hitaveitu Reykjavíkur, merkt HR, sem væri kannski í frásögur færandi ef lógóið væri ekki alveg eins og lógóið frá snyrtivöruframleið- andanum Helenu Rubinstein. Tilviljun? TVÍFARAR: VATNSLOK OG SNYRTIVÖRUR Fimm ár eru í dag liðin frá opnun Smáralindar. Á sínum tíma voru margir efins um framtíðarmögu- leika svo stórrar verslunarmið- stöðvar og töldu Kringluna alveg anna eftirspurn. Þessar efasemda- raddir eru löngu þagnaðar enda hefur verslun verið gríðarleg í Smáralind á þessum fimm árum. Einn af þeim sem tóku slaginn á sínum tíma og opnuðu verslun var Haukur Valdimarsson gullsmiður, sem enn rekur Carat á annarri hæð í vesturenda Smáralindar. „Þeir voru margir sem töldu Smáralind allt of mikla viðbót við þá verslun sem fyrir var,“ segir Haukur. „Fyrst í stað voru margir neikvæðir og komu í Smáralindina með hundshaus, en það er löngu liðin tíð. Nú kemur fólk og nýtur góða veðursins sem alltaf ríkir hér.“ Haukur lærði hjá Jens Guð- jónssyni og starfaði hjá honum í þrettán ár. „Um leið og við frétt- um af Smáralind ákváðum við að taka þátt og höfðum trú á þessu,“ segir Haukur. „Við vorum örugg- lega með þeim fyrstu sem gerðu leigusamning hér. Við komum ný inn á markaðinn í nýju húsi og höfum verið að vinna okkur sess. Við höfum stækkað búðina um helming og erum mjög ánægð með stöðuna í dag.“ Haukur sérsmíðar fyrir við- skiptavini en er einnig með til- búna muni frá Ítalíu. Hann segir nálægðina við kúnnann mikla enda er hann með vinnustofuna á bak við verslunina og stendur þar vaktina ásamt lærlingi sínum. „Við höfum mikið verið að vinna með íslenska steina, m.a. íslenska ópalinn og muggerit, sem er svart- ur náttúrusteinn og algengur á Snæfellsnesi. Ég fer stundum sjálfur að tína og eins gaukar gott fólk að mér fallegum steinum.“ Haukur segir andrúmsloftið gott í Smáralind. „Allt þetta gler í göngugötunni er til þess að maður skynjar veðurfarið úti, það er mik- ill munur á þessu og raflýsingu. Það er góð stemning hérna, fólk kemur til að skemmta sér ekki síður en til að versla.“ - glh Fimm ár í góðu veðri HAUKUR GULLSMIÐUR Í CARAT Tók slaginn og opnaði verslun í Smáralind fyrir fimm árum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Nýjung í ræstingum Unilav ræstitæki með 40 cm moppugrind R V 62 14 6.996 kr. Þurr- og blautmoppað með sama áhaldinu Auðveld áfylling, einfalt í notkun Sérlega handhægt Á tilboði www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví k u rv e g u r 6 4 , H a fn a rf jö rð u r. S tr a u m u ri n n !! ! D ra u m u ri n n !! !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.