Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 6
6 10. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR TRÚMÁL Þjóðkirkjan virðist hafa samþykki menntayfir- valda til að miðla boðskap sínum í grunn- skólum. Tengsl barnaskóla og kirkju eru óeðlileg og ber að stöðva tafar- laust. Þetta segir Sigurður Hólm Gunn- arsson, vara- formaður Siðmenntar, félags sið- rænna húmanista á Íslandi. Félagið hefur sent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra bréf þar sem svo- kölluð Vinaleið þjóðkirkjunnar er harðlega gagnrýnd. Telur félagið eða þetta sé trúboðsaðferð þjóð- kirkjunnar sem hafi sótt fram í Garðabæ, Mosfellsbæ, á Kjalar- nesi og Akureyri. Foreldri hafi kvartað við Siðmennt vegna þessa enda sé trúfrelsi og hlutleysi ekki virt í opinberum skólum með þessu verkefni, sem sé brot á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Samkvæmt skilgreiningu þjóðkirkjunnar er þetta sálgæsla á kristnum forsendum. Við höfum ekkert á móti því að þjóðkirkjan eða önnur trúfélög kynni trú sína. Það á þó alls ekki að gerast innan opinberra stofnana eins og skóla,“ segir Sigurður. Karl Sigurbjörnsson biskup hafnar því að verkefnið Vinaleið sé trúboð. „Þetta er sálgæsluverk- efni sem hefur verið unnið með miklum ágætum í skólum og verið ákaflega vel tekið af börnum, for- eldrum og skólum,“ segir Karl. - kdk Siðmennt segir þjóðkirkjuna sækja fram í opinberum barnaskólum: Tengsl barnaskóla og kirkju óeðlileg SIGURÐUR HÓLM GUNNARSSON KARL SIGURBJÖRNSSON BISKUP Segir Vinaleið ekki trúboð. STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna, vill að öll mál er lúta að símhlerunum og njósnum á vegum íslenskra stjórnvalda verði upplýst til fulls. Segir hann hljóta að koma til skoð- unar að setja á fót opinbera rann- sóknarnefnd sem rannsaki málið í heild sinni. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra hvetur þingmenn til að horfa frekar fram á veginn en geta sér til um hvað hugsanlega hafi gerst í fortíðinni. „Við breyt- um ekki fortíðinni og rannsóknir á henni eru best komnar í höndum sagnfræðinga,“ sagði Björn í umræðum um mögulega leyni- þjónustustarfsemi á vegum stjórn- valda á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon sagði sagnfræðingana Guðna Th. Jóhannesson og Þór Whitehead hafa sýnt fram á að opinberu valdi hefði verið misbeitt og mannrétt- indi gróflega brotin þegar símar voru hleraðir og upplýsingum safnað um fólk sem stjórnvöld á tímum kalda stríðsins töldu ríkinu standa ógn af. Sagði Steingrímur starfsemina hafa verið pólitíska, kerfisbundið hefði verið fylgst með vinstri- mönnum. Sjálfstæðisflokkurinn og að því er virtist Framsóknar- flokkurinn og að hluta til valdir menn úr Alþýðuflokknum hefðu staðið fyrir stórfelldum símhler- unum og upplýsingaöflun. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sagði spurningar Steingríms lúta að löngu liðnum atburðum og hvernig taka hefði átt á málum á fyrri tíð. Ekki væri, af lestri rit- gerðar Þórs Whitehead í Þjóðmál- um, hægt að komast að þeirri niður- stöðu að hér hefði verið um viðtækar ólögmætar persónu- njósnir á vegum lögreglunnar að ræða. Sagði hann enn fremur að hvergi hefði komið fram að ekki hefði verið farið að lagaskilyrðum. Össur Skarphéðinsson í Sam- fylkingunni sagði fortíð Sjálf- stæðisflokksins ekki þola skoðun í málinu og því skiljanlegt að dóms- málaráðherra bæði menn að horfa til framtíðar. Sigurður Kári Kristjánsson Sjálfstæðisflokki sagði á hinn bóg- inn fráleitt að tala um leyniþjón- ustu Sjálfstæðisflokksins og að flokkurinn hefði ekkert að fela í þessu máli. bjorn@frettabladid.is Dómsmálaráðherra vill horfa fram á veg Steingrímur J. Sigfússon vill opinbera rannsókn á leyniþjónustustarfsemi hins opinbera. Björn Bjarnason segir rannsóknir á fortíðinni best komnar í höndum sagnfræðinga. Össur Skarphéðinsson segir Sjálfstæðisflokkinn ekki þola skoðun. TEKIST Á UM HLERANIR OG NJÓSNIR Er kannski verið að hlera mig? spurði Steingrím- ur J. Sigfússon meðal annars í umræðunum í gær. Björn Bjarnason kvað svo varla vera enda símar fólks aðeins hleraðir ef rökstuddur grunur um lögbrot lægi fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR �������������������������������������������� ��������������������� ������������� ����������������� �������������� �������������� �������� ����� � �� � �� � � � ��� � �� ���������������������������������������������������������������������������� ����������������� DÓMSMÁL Aðalmeðferð í máli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum Skeljungi, Olís og Keri hf. fer fram 14. nóvember. Þetta var ákveðið við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær en gagnaöflun vegna málsins er lokið að hálfu sækj- enda og verjenda í málinu. Samtals nema kröfur Reykja- víkurborgar og Strætó rúmlega 150 milljónum króna. Verjendur olíufélaganna byggja vörn sína öðru fremur á því að Reykjavíkurborg hafi ekki orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna verðsamráðsins, sem þó sannarlega átti sér stað. - mh Mál gegn olíufélögunum: Aðalmeðferð 14. nóvember LÚXEMBORG, AP Dómsmálaráðherr- ar fimm aðildarlanda Evrópusam- bandsins settu sig í síðustu viku gegn tillögum um nýtt fangaflutn- ingakerfi sem myndi heimila föngum að sitja dóma af sér í heimalöndum sínum þó glæpirnir hafi verið framdir í öðrum löndum. Bretar vilja koma þessu kerfi á sem fyrst, enda sitja 10.000 erlendir fangar í fangelsum Bretlands, en Slóvakía, Tékkland, Spánn, Írland og Pólland vilja setja strangari reglur, svo yfirvöld í heimalöndum fanganna gætu meðal annars neitað að taka við óvelkomnum föngum. Eins spurðu dómsmálaráðherr- arnir fimm hvort fangarnir ættu að hafa rétt á að neita flutningi. - smk Fangaflutningar: ESB ekki sam- mála um fanga PAKISTAN, AP Foringi herliðs Atlantshafs- bandalagsins, NATO, í Afgan- istan fór í gær til Pakistans til að ræða við yfirmenn stjórnarhersins um alvarlegt ástand öryggismála á landamær- um Afganistans og Pakistans. Bretinn David Richards fer fyrir 32.000 hermönnum NATO í Afganistan. Hann mun hitta forseta Pakistans og herforingja í dag. Erfiðlega hefur gengið að efla gæslu meðfram landamærunum, en talið er að margir leiðtogar talíbana og al-Kaída hryðju- verkanetsins séu í felum á þessu svæði. - smk NATO í Afganistan: Leiðtogi NATO fer til Pakistans DAVID RICHARDS PÁFAGARÐUR, AP Benedikt sextándi páfi hefur gefið út endurskoðaða útgáfu af ræðunni umdeildu, þar sem hann vitnaði í keisara frá fjórtándu öld sem sagði múslima ekki hafa fært heiminum annað en „illsku og ómennsku“. Í upphaflegu ræðunni sagði páfi keisarann segja þetta „nokkuð hranalega“ en í nýju útgáfunni segir páfi ummæli keisarans bæði hranaleg og „óviðunandi“. Í neðanmálsgrein bætir hann því við að vonandi sé öllum sem lesa ljóst af samhenginu að „þessi setning endurspeglar ekki persónu- legt álit mitt á Kóraninum.“ - gb Benedikt páfi: Endurskoðaði umdeilda ræðu VEIFAR TIL TRÚAÐRA Myndin er tekin við Péturstorgið á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Innbrot í bílskúr Lögreglan kom að manni um kl. 9.30 í gærmorgun þar sem hann var óboðinn í bílskúr í Þingholtunum. Þar hafði hann safnað saman veiðibúnaði húsráðanda og hugðist taka ófrjálsri hendi. Maðurinn, sem er 45 ára gam- all, hljóp á flótta undan lögreglunni, en hún náði honum skömmu síðar. Hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Ölóður maður á Ísafirði Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Ísafirði aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa slegið mann í höfuðið með gleríláti. Fórnarlambið þurfti að færa undir læknishendur og gera að sárum hans. Skömmu síðar mun árásarmaðurinn hafa slegið lögreglumann í andlitið og var hann látinn gista fangageymslur. LÖGREGLUFRÉTTIR KJÖRKASSINN Óttastu hryðjuverk? Já 27,3% Nei 72,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Tekur þú slátur? Segðu skoðun þína á visir.is STJÓRNMÁL Stofnuð verður öryggis- og greiningarþjónusta hjá embætti Ríkislögreglustjóra, gangi tillögur starfshóps um öryggismál eftir. Haraldur Johannessen ríkis- lögreglustjóri var formaður starfshópsins en aðrir sem sátu í honum voru Arnar Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Sigríð- ur Björk Guðjónsdóttir sýslumað- ur, Jóhann R. Benediktsson sýslu- maður, Stefán Eiríksson lögreglu- stjóri og Hólmsteinn Gauti Sig- urðsson. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra kynnti tillögurnar í ríkis- stjórn á föstudag og á fundi með fulltrúum þingflokka og á Alþingi í gær. Tillögurnar eru í fimm liðum og gera ráð fyrir að þingmenn hafi eftirlit með starfseminni. - bþs Tillögur starfshóps um öryggis- og greiningarþjónustu Ríkislögreglustjóra: Þingmenn annist eftirlit BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra hefur kynnt tillögur að öryggis- og grein- ingarþjónustu. TILLÖGUR STARFSHÓPSINS: 1. Stofnuð verði öryggis- og greiningar- þjónusta hjá embætti Ríkislögreglu- stjóra. 2. Unnið verði að sérstökum lögum um starfsemi öryggis- og greining- arþjónustunnar. 3. Starfsemi öryggis- og greiningar- þjónustu verði háð eftirliti sérstakr- ar eftirlitsnefndar sem skipuð verði fimm þingmönnum. 4. Byggt verði upp upplýsingakerfi fyrir öryggis- og greiningarþjónustuna og aflað verði heimilda til samkeyrslu gagna í vörslu opinberra aðila. 5. Komið verði á formlegu samstarfi við erlendar öryggisþjónustur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.