Fréttablaðið - 10.10.2006, Side 6

Fréttablaðið - 10.10.2006, Side 6
6 10. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR TRÚMÁL Þjóðkirkjan virðist hafa samþykki menntayfir- valda til að miðla boðskap sínum í grunn- skólum. Tengsl barnaskóla og kirkju eru óeðlileg og ber að stöðva tafar- laust. Þetta segir Sigurður Hólm Gunn- arsson, vara- formaður Siðmenntar, félags sið- rænna húmanista á Íslandi. Félagið hefur sent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra bréf þar sem svo- kölluð Vinaleið þjóðkirkjunnar er harðlega gagnrýnd. Telur félagið eða þetta sé trúboðsaðferð þjóð- kirkjunnar sem hafi sótt fram í Garðabæ, Mosfellsbæ, á Kjalar- nesi og Akureyri. Foreldri hafi kvartað við Siðmennt vegna þessa enda sé trúfrelsi og hlutleysi ekki virt í opinberum skólum með þessu verkefni, sem sé brot á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Samkvæmt skilgreiningu þjóðkirkjunnar er þetta sálgæsla á kristnum forsendum. Við höfum ekkert á móti því að þjóðkirkjan eða önnur trúfélög kynni trú sína. Það á þó alls ekki að gerast innan opinberra stofnana eins og skóla,“ segir Sigurður. Karl Sigurbjörnsson biskup hafnar því að verkefnið Vinaleið sé trúboð. „Þetta er sálgæsluverk- efni sem hefur verið unnið með miklum ágætum í skólum og verið ákaflega vel tekið af börnum, for- eldrum og skólum,“ segir Karl. - kdk Siðmennt segir þjóðkirkjuna sækja fram í opinberum barnaskólum: Tengsl barnaskóla og kirkju óeðlileg SIGURÐUR HÓLM GUNNARSSON KARL SIGURBJÖRNSSON BISKUP Segir Vinaleið ekki trúboð. STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna, vill að öll mál er lúta að símhlerunum og njósnum á vegum íslenskra stjórnvalda verði upplýst til fulls. Segir hann hljóta að koma til skoð- unar að setja á fót opinbera rann- sóknarnefnd sem rannsaki málið í heild sinni. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra hvetur þingmenn til að horfa frekar fram á veginn en geta sér til um hvað hugsanlega hafi gerst í fortíðinni. „Við breyt- um ekki fortíðinni og rannsóknir á henni eru best komnar í höndum sagnfræðinga,“ sagði Björn í umræðum um mögulega leyni- þjónustustarfsemi á vegum stjórn- valda á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon sagði sagnfræðingana Guðna Th. Jóhannesson og Þór Whitehead hafa sýnt fram á að opinberu valdi hefði verið misbeitt og mannrétt- indi gróflega brotin þegar símar voru hleraðir og upplýsingum safnað um fólk sem stjórnvöld á tímum kalda stríðsins töldu ríkinu standa ógn af. Sagði Steingrímur starfsemina hafa verið pólitíska, kerfisbundið hefði verið fylgst með vinstri- mönnum. Sjálfstæðisflokkurinn og að því er virtist Framsóknar- flokkurinn og að hluta til valdir menn úr Alþýðuflokknum hefðu staðið fyrir stórfelldum símhler- unum og upplýsingaöflun. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sagði spurningar Steingríms lúta að löngu liðnum atburðum og hvernig taka hefði átt á málum á fyrri tíð. Ekki væri, af lestri rit- gerðar Þórs Whitehead í Þjóðmál- um, hægt að komast að þeirri niður- stöðu að hér hefði verið um viðtækar ólögmætar persónu- njósnir á vegum lögreglunnar að ræða. Sagði hann enn fremur að hvergi hefði komið fram að ekki hefði verið farið að lagaskilyrðum. Össur Skarphéðinsson í Sam- fylkingunni sagði fortíð Sjálf- stæðisflokksins ekki þola skoðun í málinu og því skiljanlegt að dóms- málaráðherra bæði menn að horfa til framtíðar. Sigurður Kári Kristjánsson Sjálfstæðisflokki sagði á hinn bóg- inn fráleitt að tala um leyniþjón- ustu Sjálfstæðisflokksins og að flokkurinn hefði ekkert að fela í þessu máli. bjorn@frettabladid.is Dómsmálaráðherra vill horfa fram á veg Steingrímur J. Sigfússon vill opinbera rannsókn á leyniþjónustustarfsemi hins opinbera. Björn Bjarnason segir rannsóknir á fortíðinni best komnar í höndum sagnfræðinga. Össur Skarphéðinsson segir Sjálfstæðisflokkinn ekki þola skoðun. TEKIST Á UM HLERANIR OG NJÓSNIR Er kannski verið að hlera mig? spurði Steingrím- ur J. Sigfússon meðal annars í umræðunum í gær. Björn Bjarnason kvað svo varla vera enda símar fólks aðeins hleraðir ef rökstuddur grunur um lögbrot lægi fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR �������������������������������������������� ��������������������� ������������� ����������������� �������������� �������������� �������� ����� � �� � �� � � � ��� � �� ���������������������������������������������������������������������������� ����������������� DÓMSMÁL Aðalmeðferð í máli Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum Skeljungi, Olís og Keri hf. fer fram 14. nóvember. Þetta var ákveðið við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær en gagnaöflun vegna málsins er lokið að hálfu sækj- enda og verjenda í málinu. Samtals nema kröfur Reykja- víkurborgar og Strætó rúmlega 150 milljónum króna. Verjendur olíufélaganna byggja vörn sína öðru fremur á því að Reykjavíkurborg hafi ekki orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna verðsamráðsins, sem þó sannarlega átti sér stað. - mh Mál gegn olíufélögunum: Aðalmeðferð 14. nóvember LÚXEMBORG, AP Dómsmálaráðherr- ar fimm aðildarlanda Evrópusam- bandsins settu sig í síðustu viku gegn tillögum um nýtt fangaflutn- ingakerfi sem myndi heimila föngum að sitja dóma af sér í heimalöndum sínum þó glæpirnir hafi verið framdir í öðrum löndum. Bretar vilja koma þessu kerfi á sem fyrst, enda sitja 10.000 erlendir fangar í fangelsum Bretlands, en Slóvakía, Tékkland, Spánn, Írland og Pólland vilja setja strangari reglur, svo yfirvöld í heimalöndum fanganna gætu meðal annars neitað að taka við óvelkomnum föngum. Eins spurðu dómsmálaráðherr- arnir fimm hvort fangarnir ættu að hafa rétt á að neita flutningi. - smk Fangaflutningar: ESB ekki sam- mála um fanga PAKISTAN, AP Foringi herliðs Atlantshafs- bandalagsins, NATO, í Afgan- istan fór í gær til Pakistans til að ræða við yfirmenn stjórnarhersins um alvarlegt ástand öryggismála á landamær- um Afganistans og Pakistans. Bretinn David Richards fer fyrir 32.000 hermönnum NATO í Afganistan. Hann mun hitta forseta Pakistans og herforingja í dag. Erfiðlega hefur gengið að efla gæslu meðfram landamærunum, en talið er að margir leiðtogar talíbana og al-Kaída hryðju- verkanetsins séu í felum á þessu svæði. - smk NATO í Afganistan: Leiðtogi NATO fer til Pakistans DAVID RICHARDS PÁFAGARÐUR, AP Benedikt sextándi páfi hefur gefið út endurskoðaða útgáfu af ræðunni umdeildu, þar sem hann vitnaði í keisara frá fjórtándu öld sem sagði múslima ekki hafa fært heiminum annað en „illsku og ómennsku“. Í upphaflegu ræðunni sagði páfi keisarann segja þetta „nokkuð hranalega“ en í nýju útgáfunni segir páfi ummæli keisarans bæði hranaleg og „óviðunandi“. Í neðanmálsgrein bætir hann því við að vonandi sé öllum sem lesa ljóst af samhenginu að „þessi setning endurspeglar ekki persónu- legt álit mitt á Kóraninum.“ - gb Benedikt páfi: Endurskoðaði umdeilda ræðu VEIFAR TIL TRÚAÐRA Myndin er tekin við Péturstorgið á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Innbrot í bílskúr Lögreglan kom að manni um kl. 9.30 í gærmorgun þar sem hann var óboðinn í bílskúr í Þingholtunum. Þar hafði hann safnað saman veiðibúnaði húsráðanda og hugðist taka ófrjálsri hendi. Maðurinn, sem er 45 ára gam- all, hljóp á flótta undan lögreglunni, en hún náði honum skömmu síðar. Hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Ölóður maður á Ísafirði Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Ísafirði aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa slegið mann í höfuðið með gleríláti. Fórnarlambið þurfti að færa undir læknishendur og gera að sárum hans. Skömmu síðar mun árásarmaðurinn hafa slegið lögreglumann í andlitið og var hann látinn gista fangageymslur. LÖGREGLUFRÉTTIR KJÖRKASSINN Óttastu hryðjuverk? Já 27,3% Nei 72,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Tekur þú slátur? Segðu skoðun þína á visir.is STJÓRNMÁL Stofnuð verður öryggis- og greiningarþjónusta hjá embætti Ríkislögreglustjóra, gangi tillögur starfshóps um öryggismál eftir. Haraldur Johannessen ríkis- lögreglustjóri var formaður starfshópsins en aðrir sem sátu í honum voru Arnar Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Sigríð- ur Björk Guðjónsdóttir sýslumað- ur, Jóhann R. Benediktsson sýslu- maður, Stefán Eiríksson lögreglu- stjóri og Hólmsteinn Gauti Sig- urðsson. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra kynnti tillögurnar í ríkis- stjórn á föstudag og á fundi með fulltrúum þingflokka og á Alþingi í gær. Tillögurnar eru í fimm liðum og gera ráð fyrir að þingmenn hafi eftirlit með starfseminni. - bþs Tillögur starfshóps um öryggis- og greiningarþjónustu Ríkislögreglustjóra: Þingmenn annist eftirlit BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra hefur kynnt tillögur að öryggis- og grein- ingarþjónustu. TILLÖGUR STARFSHÓPSINS: 1. Stofnuð verði öryggis- og greiningar- þjónusta hjá embætti Ríkislögreglu- stjóra. 2. Unnið verði að sérstökum lögum um starfsemi öryggis- og greining- arþjónustunnar. 3. Starfsemi öryggis- og greiningar- þjónustu verði háð eftirliti sérstakr- ar eftirlitsnefndar sem skipuð verði fimm þingmönnum. 4. Byggt verði upp upplýsingakerfi fyrir öryggis- og greiningarþjónustuna og aflað verði heimilda til samkeyrslu gagna í vörslu opinberra aðila. 5. Komið verði á formlegu samstarfi við erlendar öryggisþjónustur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.