Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2006, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 10.10.2006, Qupperneq 66
 10. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR30 Kl. 12.05 Bandaríski sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Antony Beevor heldur fyrirlestur á vegum Sagn- fræðingafélags Íslands í hátíðasal Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnist „Stalíngrad og Berlín. Sagnfræðirannsóknir í Rússlandi.“ Fyrirlesturinn er hluti hádegis- fundaraðar Sagnfræðingafélags Íslands sem jafnan fer fram í Þjóðminjasafni Íslands. > Ekki missa af... Norrænum músíkdögum en fjöl- breytt dagskrá þeirra stendur til 14. október. Hornleikarinn Stefán Jón Bernharðsson heldur stutta tónleika í sal Listaháskóla Íslands á Sölv- hólsgötu og í kvöld leikur hinn lofaði Bozzini strengjakvartett í Listasafni Íslands og flytur meðal annars verk eftir Þórð Magnússon og Jean-Francois Laporte. Fyrstu hádegistónleikar Íslensku óperunnar fara fram í dag en þá stíga Finn- ur Bjarnason tenór og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari á stokk og flytja ljóð eftir Robert Schumann. Finnur syngur um þessar mundir eitt aðalhlutverk- anna í uppfærslu Íslensku óperunnar á Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart. Hádegistónleikaröðin hefur fest sig í sessi á undanförn- um árum og í vetur verða fimm tónleikar haldnir þar sem listafólk óperunnar skemmtir tónlistarunnend- um með stuttum en vönd- uðum tónleikum. Hinn 14. nóvember næstkomandi munu Jónas Guðmundsson tenór og Kurt Kopecky píanóleikari flytja rússneskar og ítalskar aríur á hádegistónleikunum en síðar í vetur munu söngkon- urnar Ingveldur Ýr og Sig- ríður Aðalsteinsdóttir koma fram ásamt Kopecky. Tónleikarnir hefjast jafnan kl. 12.15 og standa í liðlega fjörutíu mínútur en þess má geta að léttar veitingar eru til sölu í anddyri óperunnar bæði fyrir og eftir tónleika fyrir þá gesti sem vilja slá tvær flugur í einu höggi og næra bæði sál og líkama í hádeginu. Tenórtónar í hádeginu FINNUR BJARNASON TENÓR SYNGUR SCHUMANN Heldur tónleika ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Patrekur átti að vera lítill gleðigjafi fyrir ástríkt par sem vildi ættleiða snáða en reyndist síðan ólíkindatól á unglingsaldri, vandræða- unglingur með blóðuga sakaskrá sem nú er óforvar- endis fluttur inn á heimilið. Enda kárnar gamanið. Þjóðleikhúsið frumsýnir Patrek 1,5 eftir sænska leikskáldið Michael Druker í Fjölbrautaskóla Suðurlands í dag en sýningin mun ferðast milli framhaldsskóla á landsbyggðinni í októbermánuði. Leikstjórinn Gunnar Helgason segir að nýtt flokkakerfi hafi verið fundið upp til að greina verkið og kennir það við „vanda-gaman“ og vísar þar til uppruna þess. „Svíar eru jú þekktir fyrir að taka á erf- iðum þjóðfélagsmálum og þetta er pínulítið svoleiðis en það er bara svo fyndið líka,“ segir hann sposk- ur. „Viðfangsefnið er auðvitað margþætt en í forgrunni eru tveir hommar, giftir menn, sem ætla að ættleiða barn en þegar síðan kemur í ljós að það er ekki eins og hálfs árs gamalt barn heldur fimmtán ára vandræðaunglingur og morðingi í þokkabót þá takast á stálin stinn. Vandræðaunglingar eru sjaldnast í uppáhaldi hjá fólki, hvað þá þeir sem líka hatast út í homma eða eru með slíka fordóma sem margt fólk upplifir enn,“ útskýrir Gunnar. Leikararnir Rúnar Freyr Gísla- son og Jóhannes Haukur Jóhann- esson fara með hlutverk parsins ólukkulega en unglinginn leikur Sigurður Hrannar Hjaltason, sem er nýútskrifaður úr leiklistar- námi í London og stígur nú sín fyrstu skref í íslensku atvinnu- leikhúsi. Gunnar segir ómetanlegt tæki- færi felast í þeirri ráðstöfun Þjóð- leikhússins að fara með sýningu sem þessa út á land og gefa ungu fólki, sem mögulega flykkist ekki á sýningar þess hér á höfuðborg- arsvæðinu, tækifæri á að sjá leik- hús við sitt hæfi. „Leikhúsið talar sterkt til fólks og auðvitað vil ég sem leikhúsáhugamaður að sem flestir njóti þess. Það má heldur ekki gleyma því að úti á lands- byggðinni er mikil gróska hjá áhugaleikfélögum og ekki síður hjá skólunum sjálfum,“ segir hann en bendir jafnframt á að þessi til- tekni aldurshópur gleymist samt oft og þar sem Þjóðleikhúsið vill bera nafn sitt með rentu sé þessi leið valin nú. Hann segir líka að það sé frá- bært að ungt fólk á landsbyggð- inni fái að njóta sýningarinnar fyrst því oft séu leikferðalög farin eftir að verk hafa verið á fjölun- um um hríð í borginni en nú er því öfugt farið. Sýningin Patrekur 1,5 hentar þó fólki á öllum aldri þótt Gunnar segi að húmorinn höfði máski hvað best til fólks á menntaskóla- aldri. Hún verður tekin til almennra sýninga á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins í nóvember auk þess sem menntskælingum á höfuðborgarsvæðinu býðst þá einnig að sjá hana. Þá er líka von á höfundinum til landsins. „Sko, hann komst ekki á frumsýning- una, hann er nefnilega að keppa í tennis enda segist hann vera meðal þeirra bestu í Svíþjóð,“ segir Gunnar að lokum og hlær. kristrun@frettabladid.is PATREKUR REYNIST ALGER UMSKIPTINGUR Meinfyndið sænskt sósíalraunsæi fyrir áhorfendur á öllum aldri. MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sænskættaður umskiptingur 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið LEIKHÚSTILBOÐ: Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800 TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM frá kl. 10 til 16 mánudaga - fimmtudaga í síma 437 1600 Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningardag Sýningar í október í Landnámssetri Fimmtudagur 12. október kl. 20 Uppselt Föstudagur 13. október kl. 20 Uppselt Laugardagur 14. október kl. 20 Uppselt Sunnudagur 15. október kl. 20 Uppselt Fimmtudagur 19. október kl. 20 Uppselt Föstudagur 20. október kl. 20 Uppselt Laugardagur 21. október kl. 20 Uppselt Sunnudagur 22. október kl. 20 Uppselt Fimmtudagur 26. október kl. 20 Síðasta sýning - Uppselt menning@frettabladid.is !
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.