Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 68
 10. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR32 Eins og kunnugt er fór fyrsti þáttur Auðuns Blöndal, Tekinn, í loftið á Sirkus í gær- kvöldi og í tilefni af því héldu aðstandendur þáttanna partí á Q bar á föstudagskvöldið. Margmenni mætti til að fagna því að upp- tökum þáttanna væri lokið og loksins komin tími til að sjá afraksturinn. Auðunn sjálfur var að sjálfsögðu á staðnum og vonandi að fólkið sem hann tekur fyrir í þáttunum sé búið að fyrirgefa honum fyrir prakkara- strikin en í þáttunum stríðir Auðunn þjóð- þekktum einstaklingum. Plötusnúðurinn Margeir sá um að gestir gætu dillað sér við skemmtilega tónlist. Nýjum þætti Audda fagnað Í GÓÐU STUÐI Drífa og Henrik létu fara vel um sig á Q bar. PRAKKARINN SJÁLFUR Auðunn Blöndal var að sjálfsögðu mættur hress og kátur í fylgd kærustu sinnar, Lilju. JEFF WHO? Strákarnir í einni vinsælustu hljómsveit landsins, Jeff Who?, skemmtu sér vel við barborðið á Q bar. HRESSIR Þessir félagar voru í miklu stuði í partíinu og brugðu á leik. FRÉTTABLAÐIÐ/SKARI Stór stund var í Höfða í gær þegar Yoko Ono staðfesti áform sín um að reisa friðar- súlu í Viðey að ári. Borgar- stjóri er ekki í nokkrum vafa um að súlan eigi eftir að hafa mikla þýðingu fyrir land og þjóð. „Þetta mun vekja athygli á Íslandi og Reykjavík og sýna friðarvilja íslensku þjóðarinnar. Við erum herlaus þjóð sem vill efla friðinn í heiminum. Þannig má segja að þetta sé framhald af leiðtoga- fundinum í Höfða fyrir tuttugu árum.“ Yoko segir að sér hafi lengi fundist hugmyndin um friðarsúlu frábær en ekki vitað hvar ætti að koma henni fyrir. „Ég hef komið margoft til Íslands og það var í einni slíkri ferð sem ég áttaði mig á að þetta væri heppilegur staður fyrir ljóssúluna. Þetta er einstök eyja að mörgu leyti, sérstaklega vegna þess að aðalorkulindin er vatn en ekki olía. Það gerir landið frábrugðið flestum öðrum. Það er mikil orka hér, bæði í landinu og fólkinu. Íslendingar eru friðsöm þjóð og bera virðingu fyrir land- inu, sem er orðið fágætt á Vestur- löndum núorðið.“ Hún kveðst ekki hafa fengið bakþanka vegna virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda og stuðn- ings þeirra við Íraksstríðið. „Ég kynni mér ekki stefnu stjórn- valda, ég reyni að kynnast fólkinu í hverju landi og finn hér að fólk- ið – þegnarnir – ber raunverulega virðingu fyrir náttúrunni.“ Yoko valdi súlunni sjálf stað í Viðey og er hæstánægð með það. Vilhjálmur veit hins vegar sem er að Viðey skiptir Reykvíkinga miklu máli og margir vilja þar sem minnst rask. „Ég hef svo sem orðið var við að ekki eru allir sátt- ir við þetta en ég held að það sé ástæðulaust að hafa áhyggjur. Þetta verður ljóssúla en ekki steypt mannvirki og ég held að fólk eigi eftir að kunna að meta þetta á endanum.“ Gert er ráð fyrir að kostnaður við ljóssúluna hlaupi á um 30 milljónum; Orku- veita Reykjavíkur greiðir helm- ing og restin kemur úr borgar- sjóði. Gærdagurinn var ekki síður merkilegur fyrir Vilhjálm sjálf- an, því hann er mikill og einlægur aðdáandi Bítlanna og John Lennon. „Mig grunaði aldrei að ég ætti eftir að hitta Yoko Ono,“ segir hann. „Þegar ég var skipti- nemi í Bandaríkjunum veturinn 1963-64 voru Bítlarnir að koma þangað í fyrsta sinn. Unglingarn- ir trylltust þegar þeir heyrðu í þeim í útvarpinu. Mig minnir að She Loves You hafi verið mest spilað á þeim tíma. En þetta var auðvitað stórkostleg og merkileg hljómsveit sem á mörg klassísk og merkileg lög. Sjálfur held ég mest upp á Michelle og Yester- day.“ bergsteinn@frettabladid.is Bítlaaðdáandinn Vilhjálmur ánægður að hitta Yoko Ono í Höfða YOKO ONO OG VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON Borgarstjóra grunaði ekki að hann myndi einhvern tímann hitta Yoko. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Diskókóngur Íslands, Páll Óskar Hjálmtýsson, tróð upp með Fræbb- blunum á skemmtun starfsfólks Reykjavíkurborgar síðastliðinn föstudag. Aðstandendur skemmt- unarinnar höfðu valið henni hið skemmtilega þema Diskó og pönk. „Ég var fulltrúi diskósins sem plötusnúður, og Fræbbblarnir voru fulltrúar pönksins,“ sagði Páll Óskar, en hann sagði þema kvölds- ins hafa verið nokkuð snúið. „Þemað kallar í sjálfu sér á reip- tog. Ef ég spilaði diskó báðu pönk- ararnir um pönk, og ef ég spilaði það fussuðu diskóboltarnir og drifu sig af dansgólfinu,“ sagði hann. Dúettinn var afrakstur skyndi- hugdettu Valgarðs, söngvara Fræbbblanna. „Hann spurði hvort ég væri í stuði til að syngja Í nótt með þeim. Ég dreif mig bara bak- sviðs og lagði textann á minnið,“ sagði Páll Óskar, en samstarfið vakti mikla lukku í salnum. „Diskó- ið og pönkið eru ekki jafn ósam- ræmanleg og fólk heldur,“ sagði Páll Óskar, „í báðum tilvikum er þetta lífsgleðitónlist.“ Páll Óskar sinnir nú dómara- störfum í X-faktor, en áheyrnar- prufur fara fram í Reykjavík á laugardag. Hann segir hafa geng- ið á ýmsu í höfuðstöðvum X- faktor manna. „Fyrst hélt fólk að keppnin snerist um að borða köngulær eins og í Fear Factor. Og nú er fólk að skrá sig úr keppni út af einhverjum mis- skilningi. Það heldur að það verði lokað inni í herbúðum í tvo mán- uði, sem er helber vitleysa. Þetta er bara Idol fyrir fullorðna,“ sagði Páll Óskar. - sun Palli og Valli syngja pönkdiskó PALLI OG VALLI Páll Óskar segist hafa munað textann við Í nótt „svona næstum því“. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN HJÁLMARSSON Fyrrverandi kryddstúlkan Emma Bunton er á leiðinni í hjónaband með kærasta sínum til margra ára, Jade Jones. Brúðkaupið mun fara fram í mars á næsta ári og Bunton er þögul varðandi athöfn- ina sjálfa, sem líklegast mun ekki fara fram á Bretlandi. Vinkona söngkonunnar segir að Emma sé mjög hamingjusöm og ánægð með þennan ráðahag. Emma er þekkt fyrir að vera barnakryddið eða „Baby Spice“ í hinni ofurvinsælu stúlknahljómsveit Spice Girls. Barnakrydd- ið giftir sig EMMA BUNTON Þessi geðþekka söng- kona er á leiðinni í hjónaband í mars á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS Leikstjórinn virti Robert Altman er að þróa handrit byggt á við- fangsefni heimildarmyndarinnar Hands on a Hard Body: The Docu- mentary. Fjallaði hún um hæfi- leikakeppni í Texas þar sem glæ- nýr trukkur var í verðlaun. Altman hefur lengi stefnt að því að gera myndina og hefur nú ákveðið að þetta verði hans næsta mynd. Svo gæti farið að Billy Bob Thornton og Hilary Swank fari með aðalhlutverkin. Tökur á myndinni eiga að hefjast í janúar á næsta ári. Altman, sem er 81 árs, fékk mjög góða dóma fyrir síðustu mynd sína, A Prairie Home Comp- anion. Hann hefur einnig leikstýrt myndum á borð við Gosford Park, The Player og Short Cuts. Altman með nýja mynd ROBERT ALTMAN Leikstjórinn aldni vinn- ur að nýrri mynd um hæfileikakeppni í Texas. Hér tekur hann á móti heiðurs- óskarnum fyrr á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.