Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 73
ÞRIÐJUDAGUR 10. október 2006 37 HANDBOLTI Þær fregnir bárust í gær að Róbert Sighvatsson hefði verið ráðinn aðalþjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins HSG Wetzlar sem hann hefur leikið með síðan 2002. Dragan Markovic hefur stýrt liðinu undanfarna ellefu mánuði en liðinu hefur gengið skelfilega í upphafi tímabilsins og tapað öllum sínum sjö leikjum. Róbert hefur ekkert getað leik- ið með Wetzlar síðan í apríl síðast- liðnum vegna meiðsla í hné og ótt- ast hann að leikmannaferli sínum sé nú lokið. „Það er búið að skera í hnéð nokkrum sinnum og lítur ekki vel út. Það fór liðþófi í hnénu og svo sprakk upp úr brjóskinu. Skömmu síðar lenti ég í samstuði þar sem brotnaði enn meira brjósk og þurfti þá að bræða brjósk í hnéð í kjölfarið. Það gekk ekki betur en svo að hnéð er alltaf bólg- ið og ég get ekki hlaupið í þannig ástandi.“ Hann segir að þess vegna hafi það legið fyrir í nokkurn tíma að hann tæki við þjálfun liðsins þar sem hann gæti ekki leikið með lið- inu. „Þetta kom fáum á óvart hér og sjálfur hef ég stefnt að því leynt og ljóst að fara í þjálfun. Ég bjóst reyndar ekki við því að það kæmi eins snemma og raunin er en nú tekur við starf á nýjum vett- vangi í umhverfi sem ég þekki vel.“ Róbert verður með aðstoðar- mann sér innan handar, Wolfgang Klimpke, en hann segir að mikil vinna sé framundan. „Nú strax á föstudag mætum við Lemgo og svo taka aðrir erfiðir leikir við. Deildin virðist ætla að þróast þannig að það verða 6-7 lið í botn- baráttunni og eigum við eftir að mæta flestum þeirra í næsta mán- uði. Þangað til þurfum við að vinna okkar heimavinnu vel og byrja að safna sem flestum stigum.“ Róbert er nú á sínu ellefta tíma- bili í þýska handboltanum en hann hefur leikið með Schuttewald, Dormagen, Düsseldorf og nú síð- ast Wetzlar. Róbert verður því þriðji íslenski þjálfarinn sem starfar í þýsku úrvalsdeildinni. Alfreð Gíslason stýrir Gummersbach og Viggó Sigurðsson tók tímabundið við þjálfun Flensburg en bæði þessi lið verða í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar í vetur. - esá Í KRÖPPUM DANSI Róbert Sighvatsson tekst hér á við Guillaume Gille, leikmann HSV, í leik í þýsku úrvalsdeildinni vorið 2004. NORDIC PHOTOS/BONGARTS Róbert Sighvatsson hefur ef til vill leikið sinn síðasta handboltaleik sem atvinnumaður: Róbert Sighvatsson tekur við þjálfun HSG Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni FORMÚLA 1 Ferrari neitar að leggja árar í bát í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna þrátt fyrir að Fernando Alonso hjá Renault hafi pálmann í höndunum fyrir síðsta mótið. Alonso þarf bara að enda í einu af átta efstu sætunum til að tryggja sér titilinn. „Við játum okkur ekki sigraða fyrr en tímabilið er búið. Ef svo fer að við vinnum ekki titilinn þá gerir þetta okkur enn ákveðnari í að vinna titilinn í framtíðinni. Mótið er hins vegar ekki búið fyrr en á síðustu metrunum í Brasilíu, Áfram Ferrari!“ sagði Luca di Montezmolo, forseti Ferrari. - dsd Formúla 1: Ferrari neitar að gefast upp FERRARI Ætla að berjast til lokastundar í Formúlu 1. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Logi Gunnarsson lék vel í sínum fyrsta leik fyrir nýja liðið sitt ToPo í Finnlandi. Logi samdi við liðið félagið í síðustu viku og hafði lítið æft með liðinu áður en hann lék sinn fyrsta leik. Logi byrjaði leikinn á bekknum en kom þó inn á og lék í fimmtán mínútur. Á þessum fimmtán mínútum náði Logi að skora þrjátíu stig og þriðji stigahæsti leikmaður liðsins. „Ég tel að ég geti unni mér sæti í þessu liði, sér í lagi ef tekið er mið af því að ég spilaði allra mest í leiknum síðasta laugardag eða um 30 mínútur,“ sagði Logi eftir leikinn. - dsd Logi Gunnarsson: Lék í fyrsta leiknum LOGI GUNNARSSON Fór vel af stað með ToPo í Finnlandi. FÓTBOLTI Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Reynir Leósson á leið til Fram og skrifar líklega undir samning á miðvikudaginn. Lengi vel var talið að Reynir væri á leið til Skagamanna en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst mun Reynir endurnýja kynni sín við sinn gamla þjálfara Ólaf Þórðar- son, sem nýverið tók við Fram. - dsd Reynir Leósson: Líklega á leið til Framara REYNIR LEÓSSON Er líklega á leið í Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.