Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 38
■■■■ { vinnuvélar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■10 Reynsluakstur Ford Transit- sendibíls. Það má segja að hlutverk sendibíls sé tvíþætt. Annars vegar er hann vinnustaður bílstjórans, og þarf að vera þægilegur sem slíkur, og hins vegar þarf hann að geta, jú − mikið rétt − flutt hluti. Ford Transit-sendibílar hafa löngum verið vinsælir og nú nýlega kynnti Brimborg splunkunýja útgáfu sem þar á bæ er sögð enn betri en þær fyrri. Í reynsluakstrin- um var prófuð millilöng útgáfa af milliþekju bíl, en alls standa þrjár lengdir til boða og tvær til þrjár hæðir á húsi af hverri lengd. Ef við lítum fyrst á seinna hlut- verkið, að flytja hluti, er hleðslu- rýmið 2.709 mm langt og 1.740 mm hátt. Hann tekur því 9,07 rúmmetra en hleðsluþyngd millilanga bílsins er á bilinu 1.040 kg til 1.200 kg. Á bílnum eru stórar rennihurðir á hliðunum sem læsast í haki þegar þær eru fullopnar. Gólfið er lágt og flatt og aðgengi því þægilegt. Að aftan eru tvær vængjahurðir sem hægt er að læsa bæði í 90 gráðum og eins hafa galopnar. Hleðslurým- ið er klætt upp á miðjar hliðar með plötum til að verja yfirbygginguna. Sem vinnustaður er bíllinn vel búinn. Hvert sem litið er má finna hólf og geymslu. Til dæmis eru tvö lokuð hólf ofan á mælaborð- inu, annað þeirra með 12V inn- stungu. Tilvalið fyrir skrifblokkir, síma, penna og hvað annað smá- legt sem maður þarf á að halda í amstri dagsins. Allir Transit-bílar eru búnir olíumiðstöð með tímaliða þannig að jafnvel um miðjan vetur er hægt að halda bílnum hlýjum og notalegum þó hann þurfi að standa heilu og hálfu dagana. Litlar ristar í skilrúminu sjá svo til þess að brot af varmanum fer í hleðslurýmið. Bílstjórasæti er stillanlegt á margan hátt og útsýni úr bílnum gott, nema hvað vinstra megin er klippt fullsnemma á útsýni þegar horft er aftur með bílnum. Speglar eru stórir og góðir, með litlum kúpt- um speglum fyrir neðan, en glugg- inn á farþegahurðinni mætti samt ná lengra aftur. Vélin í Transit er ný 2,2 lítra dísilvél sem vinnur ágætlega og togar vel. Bíllinn var prófaður bæði tómur og með 800 kg hlassi og ekki var um merkjanlegan mun að ræða á aksturseiginleikum eða afli, helst að hann lægi ögn betur á vegi með hlassinu. Gírstöngin er komin í mælaborðið og er létt og ratviss svo bíllinn er mjög þokkalegur í akstri. Í öryggisdeildinni er Tranist vel græjaður. Fyrir utan ABS-hemla með EBD-hemlajöfnun er hann búinn spólvörn og loftpúða fyrir ökumann. Til viðbótar er hægt að fá í hann ESP-stöðugleikakerfi með hjálparhemlun, loftpúða fyrir far- þega og hliðarloftpúða, sem eru reyndar staðalbúnaður í Transit með leðursætum. Eftir reynsluakstur er ljóst að Ford Transit uppfyllir öll þau skil- yrði sem gerð eru til sendibíla, og það vel, hvort sem á að nota hann til að flytja varning eða sem venju- legan vinnubíl frá degi til dags. einareli@frettabladid.is Uppfyllir öll skilyrði Útlit bílsins er alveg nýtt og það sama má segja um vélina sem kom skemmtilega á óvart, ekki síst með 800 kílóa hlass. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Vinnuumhverfi ökumanns er mjög vistlegt og þægilegt, með mörgum hólfum og hirslum. Vængjahurðirnar að aftan má opna til hálfs eða fulls, eftir því hvort þarf. Sitt sýnist hverjum um nýjan framenda Transit sem virðist hannaður í kringum framljósin. Þau eru hins vegar afbragðsgóð. Farmrýmið er klætt upp í miðjar hliðar og er þægilegt í umgengni. REYNSLUAKSTUR FORD TRANSIT 300M 2,2 lítra dísilvél. 130 hö / 310 Nm. Burðargeta: 1.040-1.200 kg. Farmrými: 9,07 rúmmetrar. PLÚS: Vélin öflugri en stærðin gefur til kynna. Gott vinnuumhverfi og aðgengi. MÍNUS: Gluggar á framhurðum mættu ná aðeins lengra aftur. Vélaburstar og vír allar stærðir Vesturhrauni 3 Garðabæ Sími 480 0000 � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � ������������� ��������������� ����������� ������������������������� ����������������� ��������������������������� Snjótennur allar stærðir Vesturhrauni 3 Garðabæ Sími 480 0000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.