Fréttablaðið - 27.10.2006, Side 32

Fréttablaðið - 27.10.2006, Side 32
[ ] Kókoshnetan er nokkuð klunna- leg í útliti en þrátt fyrir þumbaralegt ytra byrði er kókoshnetan í raun fræ úr aldini kókospálmans. Kókoshnetan er sæt á bragðið, þó ekki yfir- þyrmandi, ásamt því að hún er fersk og góð. Lögun hnetunnar býður einnig upp á marga möguleika í matseldinni. Sé kókoshnet- an meðhöndluð óþroskuð má auð- veldlega skera ofan af henni og borða upp úr henni með skeið. Hins vegar fást aðeins mjög þrosk- aðar kókoshnetur hér á landi og þá er skelin æði hörð. Við val á kókoshnetu er best að hrista hana til að kanna gæði henn- ar. Gutli í hnetunni er hún lagi, gutli ekki þá hefur safinn væntan- lega þornað upp. Nokkra lagni þarf svo við að komast í gúmmulaðið inni í hnetunni. Fyrsta skrefið er að stinga í augu hnetunnar, sem eru á enda hennar, með oddhvössu áhaldi svo safinn leki úr. Svo er farið í verkfærakassann og náð í hamar sem hjálpar til við að opna hnetuna. Kjötið er skorið innan úr en munið að taka ysta lagið, sem er brúnleitt, frá. Þá er að hefjast handa við mat- seldina. Kókoskjötið er ákaflega gott í ávaxtasalat, með ís eða öðrum eftirréttum og safann má nýta í margt til að bragðbæta. Skemmtilegt er að bera fram ávaxtasalat í sjálfri skelinni sé hún nokkuð heil eftir aflmikið högg hamarsins. Hér fylgja svo nokkrar uppskriftir að skemmti- legum kókosrétt- um. Ekki láta hart yfirborð kókoshnet- unnar hræða ykkur frá, munið, hún er eftir allt bara lítið fræ. johannas@frettabladid.is KÓKOSSÓSA 3 dl niðursoðin kókosmjólk 1 msk hveiti 2 msk sykur 1/2 tsk kanill Kanil, hveiti og sykri er blandað saman í pott og hrært vel í. Kókos- mjólkinni er smám saman bætt í innihaldið í pottinum, hitið pottinn og hrærið í á meðan. Látið blönduna þykkna við meðalhita. Þegar sósan er orðin þykk er hún látin sjóða í um það bil þrjár mínútur. Kókossósan hentar vel bæði með ávöxtum, fiski eða í raun hverju sem er. Lykilatriðið er að smakka sig áfram. KARABÍSKUR VILLIHRÍS- GRJÓNARÉTTUR FYRIR FJÓRA 1 bolli villihrísgjrón 1 saxaður laukur millistór 2 stórir tómatar 2 stórar rauðar paprikur 2 stórar gular paprikur 1 1/2 bolli ferskt kókoskjöt rifið 2/3 bolli kókosrjómi 2 tsk chili-duft 1 til 4 pressuð hvít- lauksrif 2 tsk koríander 1 tsk möluð brún sinnepsfræ 1-2 tsk rifinn lime-börkur safi úr einu lime Tamarí eða salt eftir smekk Leggið hrísgrjónin í bleyti í 36 til 48 tíma. Skiptið um vatn tvisvar sinnum, látið spíra í tvo til sex daga. Skolið tvisvar á dag. Þegar hrísgrjónin eru tilbúin, skerið laukinn, tómatana, rauðu og gulu paprikurnar og rífið kókósinn, blandið saman í stóra skál og bætið hrísgrjón- unum út í. Í aðra skál er blandað saman kókosrjóma, límónusafa og berki, pressuðum hvítlauk, kryddi og salti. Hellið yfir hrísgrjónin og grænmetið og blandið vel. KÓKOSFISKISÚPA FYRIR EINN 1 dós kókosmjólk um það bil einn sentimetri engiferrót 1 lítill rauður chili 1/4 dós sítrónugras 1 til 2 hvítlauksrif 1 msk fiskisósa eða slatti af góðu sjávarsalti smá rauð paprika rækjur fiskur í litlum bitum Skerið engifer, chili og hvítlauk eins smátt og hægt er. Setjið í pott ásamt sítrónugrasi. Hrærið stöðugt svo ekki brenni við. Leyfið innihaldinu að mýkjast lítillega. Kókosmjólk og salti bætt við og hitað að suðu. Ekki láta sjóða. Geymið í minnst klukkutíma og allt að hálfan dag. Bætið þá smátt skorinni papriku og fiski út í. Hitið að suðu og haldið súpunni í þeim hita í um það bil tíu mínútur á meðan fiskurinn eldast. Bætið rækjunum út í um það bil þremur mínútum áður en áður en fisk- urinn er tilbúinn. Gott er að bæta hrísgrjónum við súpuna þegar hún er komin á diskinn. Öflug súpa sem sögð er allra meina bót. GRILLAÐUR MANGÓ MEÐ KÓKOS, KÓRÍANDER OG KARRÍI FYRIR FJÓRA 4 msk appelsínumarmelaði 4 msk hlynsíróp 1¼ msk kókosmjöl 1¼ msk brætt smjör 1 msk kóríanderfræ 1 tsk karrí 2 stk mangóávextir, afhýddir, skornir í tvennt og kjarnhreinsaðir 4 arkir af álpappír, um það bil 60 sentimetrar að lengd. Brjótið álpappírsarkirnar saman um miðju. Leggið hálfan mangóávöxt á hverja tvöfalda álpappírsörk. Blandið afganginum, sem á að fara í uppskriftina, saman og skiptið blönd- unni yfir ávextina. Brjótið álpappírinn yfir og lokið samskeytunum vel með því að brjóta þrisvar til fjórum sinnum upp á kantana. Grillið bögglana í um það bil þrjár mínútur án þess að snúa þeim við. Berið fram með sýrðum rjóma, þeyttum rjóma eða ís. Í stað kókosmjöls má einnig nota ferskt kókoskjöt. Einhvern tíma einhvers staðar tók einhver upp á því að brjóta kókos- hnetu í tvennt. Hver sem það nú var á hrós skilið fyrir að uppgötva þenn- an ávöxt enda hafa bragðlaukar víða um heim hoppað af kæti síðan þá. Skeljarnar af hnetunni geta einnig nýst sem matarskálar. Skreytið disk með kók- ospálma, setjið fisk með kókossósu þar ofan í og berið fram. Já, eða bara sjálfa hnetuna með kókoskjötinu í eftirrétt. Algjör snilld. Rófur eru bráðhollar og góðar á bragðið. Þær henta vel í snakk á milli mála og þar sem þær teljast til rótargrænmetis eru þær einnig góðar fyrir meltinguna. Fagmenn í fóðurleit ÚT AÐ BORÐA MEÐ LIONEL Kaffisetrið LAUGAVEGI 103 BORÐAÐ: Steiktar eggjanúðlur með kjúkling og steikt hrísgrjón í chilisósu með kjúkling. GÆÐI FÆÐIS: Gríðarleg gæði, mikið og gott bragð, enginn fituviðbjóður. Báðir réttirnir vel útilátnir og girnilegir. Það er deginum ljósara að í eldhúskróknum er að verki reynslumikið fólk sem hefur tileinkað sér mörg þúsund ára matarhefðir forfeðra sinna og náði svo sannarlega að fullnægja þörmum okkar. VERÐ: 1000 karl á mann. Vel sloppið. STEMNING: Virkilega góð. Austurlandabúar og Íslending- ar með gjaldþrotagreiðslu skapa framandi og afslappaða stemningu. Lágstemmd lýsingin inni á staðnum þvingar mann í rómantískt leiðsluástand sem getur fengið ófaglærða menn til að fella tár. Staðurinn leynir svo sannar- lega á sér. Í gegnum tíðina hafa staðir í námunda við Hlemm haft það orð á sér að vera hálfgerð skítapleis en Kaffisetrið nær að rísa úr soranum sem fyrirrennarar þess og nágrannar sköpuðu. Við leggjum því til að nafn- inu verði breytt í Óðalssetrið. ÞJÓNUSTA: Elskuleg þjónusta en þó ekki um of. Okkur fannst við vera velkomnir. DOLLAN: Gæði dollunnar voru ekki könnuð til hins ítrasta í þessari heimsókn en þó fá niðurgangslitaðir veggirnir mann vissulega til að hugsa sig um þrisvar áður en pantaður er karríréttur. Fagmenn þakka fóðrið. KENNARAEINKUNN: 25 FISKAR. Góð stemning og gríðarleg gæði fæðis á Kaffisetrinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hvítur og sætur kókos Við Fjöruborðið Eyrarbraut 3 • 825 Stokkseyri • S. 483 1550 www.fjorubordid.is • ifno@fjorubordid.is ������������ ����������������� ����� ����������������������� ������� � ������������������������������ ������� � ����������� �� ��������� ������������������������������ Jói Fel F A B R IK A N Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is Merrild 103 Me›alrista› gæ›akaffi Fæst nú í heilbaunum! Hefur flú prófa›?E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 4 6 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.