Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 32

Fréttablaðið - 27.10.2006, Síða 32
[ ] Kókoshnetan er nokkuð klunna- leg í útliti en þrátt fyrir þumbaralegt ytra byrði er kókoshnetan í raun fræ úr aldini kókospálmans. Kókoshnetan er sæt á bragðið, þó ekki yfir- þyrmandi, ásamt því að hún er fersk og góð. Lögun hnetunnar býður einnig upp á marga möguleika í matseldinni. Sé kókoshnet- an meðhöndluð óþroskuð má auð- veldlega skera ofan af henni og borða upp úr henni með skeið. Hins vegar fást aðeins mjög þrosk- aðar kókoshnetur hér á landi og þá er skelin æði hörð. Við val á kókoshnetu er best að hrista hana til að kanna gæði henn- ar. Gutli í hnetunni er hún lagi, gutli ekki þá hefur safinn væntan- lega þornað upp. Nokkra lagni þarf svo við að komast í gúmmulaðið inni í hnetunni. Fyrsta skrefið er að stinga í augu hnetunnar, sem eru á enda hennar, með oddhvössu áhaldi svo safinn leki úr. Svo er farið í verkfærakassann og náð í hamar sem hjálpar til við að opna hnetuna. Kjötið er skorið innan úr en munið að taka ysta lagið, sem er brúnleitt, frá. Þá er að hefjast handa við mat- seldina. Kókoskjötið er ákaflega gott í ávaxtasalat, með ís eða öðrum eftirréttum og safann má nýta í margt til að bragðbæta. Skemmtilegt er að bera fram ávaxtasalat í sjálfri skelinni sé hún nokkuð heil eftir aflmikið högg hamarsins. Hér fylgja svo nokkrar uppskriftir að skemmti- legum kókosrétt- um. Ekki láta hart yfirborð kókoshnet- unnar hræða ykkur frá, munið, hún er eftir allt bara lítið fræ. johannas@frettabladid.is KÓKOSSÓSA 3 dl niðursoðin kókosmjólk 1 msk hveiti 2 msk sykur 1/2 tsk kanill Kanil, hveiti og sykri er blandað saman í pott og hrært vel í. Kókos- mjólkinni er smám saman bætt í innihaldið í pottinum, hitið pottinn og hrærið í á meðan. Látið blönduna þykkna við meðalhita. Þegar sósan er orðin þykk er hún látin sjóða í um það bil þrjár mínútur. Kókossósan hentar vel bæði með ávöxtum, fiski eða í raun hverju sem er. Lykilatriðið er að smakka sig áfram. KARABÍSKUR VILLIHRÍS- GRJÓNARÉTTUR FYRIR FJÓRA 1 bolli villihrísgjrón 1 saxaður laukur millistór 2 stórir tómatar 2 stórar rauðar paprikur 2 stórar gular paprikur 1 1/2 bolli ferskt kókoskjöt rifið 2/3 bolli kókosrjómi 2 tsk chili-duft 1 til 4 pressuð hvít- lauksrif 2 tsk koríander 1 tsk möluð brún sinnepsfræ 1-2 tsk rifinn lime-börkur safi úr einu lime Tamarí eða salt eftir smekk Leggið hrísgrjónin í bleyti í 36 til 48 tíma. Skiptið um vatn tvisvar sinnum, látið spíra í tvo til sex daga. Skolið tvisvar á dag. Þegar hrísgrjónin eru tilbúin, skerið laukinn, tómatana, rauðu og gulu paprikurnar og rífið kókósinn, blandið saman í stóra skál og bætið hrísgrjón- unum út í. Í aðra skál er blandað saman kókosrjóma, límónusafa og berki, pressuðum hvítlauk, kryddi og salti. Hellið yfir hrísgrjónin og grænmetið og blandið vel. KÓKOSFISKISÚPA FYRIR EINN 1 dós kókosmjólk um það bil einn sentimetri engiferrót 1 lítill rauður chili 1/4 dós sítrónugras 1 til 2 hvítlauksrif 1 msk fiskisósa eða slatti af góðu sjávarsalti smá rauð paprika rækjur fiskur í litlum bitum Skerið engifer, chili og hvítlauk eins smátt og hægt er. Setjið í pott ásamt sítrónugrasi. Hrærið stöðugt svo ekki brenni við. Leyfið innihaldinu að mýkjast lítillega. Kókosmjólk og salti bætt við og hitað að suðu. Ekki láta sjóða. Geymið í minnst klukkutíma og allt að hálfan dag. Bætið þá smátt skorinni papriku og fiski út í. Hitið að suðu og haldið súpunni í þeim hita í um það bil tíu mínútur á meðan fiskurinn eldast. Bætið rækjunum út í um það bil þremur mínútum áður en áður en fisk- urinn er tilbúinn. Gott er að bæta hrísgrjónum við súpuna þegar hún er komin á diskinn. Öflug súpa sem sögð er allra meina bót. GRILLAÐUR MANGÓ MEÐ KÓKOS, KÓRÍANDER OG KARRÍI FYRIR FJÓRA 4 msk appelsínumarmelaði 4 msk hlynsíróp 1¼ msk kókosmjöl 1¼ msk brætt smjör 1 msk kóríanderfræ 1 tsk karrí 2 stk mangóávextir, afhýddir, skornir í tvennt og kjarnhreinsaðir 4 arkir af álpappír, um það bil 60 sentimetrar að lengd. Brjótið álpappírsarkirnar saman um miðju. Leggið hálfan mangóávöxt á hverja tvöfalda álpappírsörk. Blandið afganginum, sem á að fara í uppskriftina, saman og skiptið blönd- unni yfir ávextina. Brjótið álpappírinn yfir og lokið samskeytunum vel með því að brjóta þrisvar til fjórum sinnum upp á kantana. Grillið bögglana í um það bil þrjár mínútur án þess að snúa þeim við. Berið fram með sýrðum rjóma, þeyttum rjóma eða ís. Í stað kókosmjöls má einnig nota ferskt kókoskjöt. Einhvern tíma einhvers staðar tók einhver upp á því að brjóta kókos- hnetu í tvennt. Hver sem það nú var á hrós skilið fyrir að uppgötva þenn- an ávöxt enda hafa bragðlaukar víða um heim hoppað af kæti síðan þá. Skeljarnar af hnetunni geta einnig nýst sem matarskálar. Skreytið disk með kók- ospálma, setjið fisk með kókossósu þar ofan í og berið fram. Já, eða bara sjálfa hnetuna með kókoskjötinu í eftirrétt. Algjör snilld. Rófur eru bráðhollar og góðar á bragðið. Þær henta vel í snakk á milli mála og þar sem þær teljast til rótargrænmetis eru þær einnig góðar fyrir meltinguna. Fagmenn í fóðurleit ÚT AÐ BORÐA MEÐ LIONEL Kaffisetrið LAUGAVEGI 103 BORÐAÐ: Steiktar eggjanúðlur með kjúkling og steikt hrísgrjón í chilisósu með kjúkling. GÆÐI FÆÐIS: Gríðarleg gæði, mikið og gott bragð, enginn fituviðbjóður. Báðir réttirnir vel útilátnir og girnilegir. Það er deginum ljósara að í eldhúskróknum er að verki reynslumikið fólk sem hefur tileinkað sér mörg þúsund ára matarhefðir forfeðra sinna og náði svo sannarlega að fullnægja þörmum okkar. VERÐ: 1000 karl á mann. Vel sloppið. STEMNING: Virkilega góð. Austurlandabúar og Íslending- ar með gjaldþrotagreiðslu skapa framandi og afslappaða stemningu. Lágstemmd lýsingin inni á staðnum þvingar mann í rómantískt leiðsluástand sem getur fengið ófaglærða menn til að fella tár. Staðurinn leynir svo sannar- lega á sér. Í gegnum tíðina hafa staðir í námunda við Hlemm haft það orð á sér að vera hálfgerð skítapleis en Kaffisetrið nær að rísa úr soranum sem fyrirrennarar þess og nágrannar sköpuðu. Við leggjum því til að nafn- inu verði breytt í Óðalssetrið. ÞJÓNUSTA: Elskuleg þjónusta en þó ekki um of. Okkur fannst við vera velkomnir. DOLLAN: Gæði dollunnar voru ekki könnuð til hins ítrasta í þessari heimsókn en þó fá niðurgangslitaðir veggirnir mann vissulega til að hugsa sig um þrisvar áður en pantaður er karríréttur. Fagmenn þakka fóðrið. KENNARAEINKUNN: 25 FISKAR. Góð stemning og gríðarleg gæði fæðis á Kaffisetrinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hvítur og sætur kókos Við Fjöruborðið Eyrarbraut 3 • 825 Stokkseyri • S. 483 1550 www.fjorubordid.is • ifno@fjorubordid.is ������������ ����������������� ����� ����������������������� ������� � ������������������������������ ������� � ����������� �� ��������� ������������������������������ Jói Fel F A B R IK A N Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is Merrild 103 Me›alrista› gæ›akaffi Fæst nú í heilbaunum! Hefur flú prófa›?E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 4 6 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.