Fréttablaðið - 27.10.2006, Side 83

Fréttablaðið - 27.10.2006, Side 83
FÖSTUDAGUR 27. október 2006 Michael J. Fox varpaði sprengju inn í bandarískt þjóðfélag fyrir skömmu þegar hann birtist í auglýs- ingu til styrktar stofnfrumu- rannsóknum, sem eru afar eldfimt mál þar vestra. Fox þjáist af Parkinson-sjúk- dómnum og sést í auglýsingunni skjálfa mikið af völdum sjúk- dómsins auk þess sem hann á erf- itt með mál. Auglýsingin er gerð fyrir Demókrataflokk- inn, sem berst fyrir að frumvarp um að leyfa rannsóknir á fóstur- vísum og stofnfrum- um þeirra verði samþykkt en vísindamenn vonast til að með slíku leyfi gæti verið hægt að vinna á sjúkdóm- um eins og Parkinsons. Málið hefur vakið mikla athygli í Banda- ríkjunum enda er forsetinn George W. Bush algjörlega and- snúinn þessum rannsóknum en hart er sótt að Repúblikana- flokknum um þessar mundir og benda spár til þess að hann missi meirihluta sinn á þinginu. Bush neit- aði í júlí að sam- þykkja lög sem hefðu leyft fjáröfl- un fyrir rannsóknir á stofnfrumum. „Þetta brýtur gegn siðferðismörk- um samfélags okkar og því ætla ég ekki að samþykkja frumvarpið,“ sagði Bush á sínum tíma. Kaþólska kirkjan hefur enn fremur mót- mælt stofnfrumurannsóknum og segir þær einfaldlega undanfara þess að hefja klónun á mönnum. Nærvera Fox hefur reitt íhalds- sama áhrifamenn í bandarísku þjóðfélagi til reiði og sagði hinn þekkti álitsgjafi Rush Limbaugh að annað hvort væri Michael J. Fox hættur á lyfjunum sínum eða færi það svona vel úr hendi að leika mann með Parkinson. Larry Sabato, prófessor í stjórnmála- fræði við háskólann í Virginiu, taldi hins vegar að ef einhver aug- lýsing hefði áhrif væri það þessi. „Þetta er raunverulegt. Fox er ekki að leika mann með Parkin- sons heldur er með Parkin- sons.“ Michael J. Fox, sem sló í gegn sem Marty McFly í kvikmyndunum Aftur til framtíðar, segir í aug- lýsingunni að frum- varp á borð við þetta hafi áhrif á millj- ónir Banda- ríkjamanna. „Bandaríkja- manna eins og mín,“ segir leikarinn á áhrifaríkan hátt. Fox greindist með sjúk- dóminn fyrir fimmtán árum en sagði opinberlega frá honum sjö árum seinna. Leikaraferli hans lauk árið 2000 og stofnaði Michael í kjölfarið Michael J. Fox-stofn- unina sem leitast við að finna lækningu við sjúkdómnum. freyrgigja@frettabladid.is Fox varpar sprengju Á KYNNINGARFUNDI Nærvera Michael J. Fox í auglýsingu sem mælir með stofn- frumurannsóknum hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Á MÓTI George W. Bush neitaði að samþykkja lög sem hefðu gefið leyfi til að safna peningum fyrir stofnfrumu- rannsóknir. Faðir malavíska drengsins Peter Banda sem Madonna vill ættleiða hefur hvatt mannréttindasamtök sem vilja koma í veg fyrir ættleið- inguna að hætta því hið snarasta. Vill hann að drengurinn sé látinn í friði og fái að njóta sín hjá hinni nýju móður sinni. Madonna sagðist í viðtali við Oprah Winfrey vera vonsvikin yfir viðbrögðum fjölmiðla við ætt- leiðingunni. „Með því að fjalla svona neikvætt um málið eru fjöl- miðlar gera munaðarlausu börn- unum í Afríku mikinn grikk,“ sagði hún. Drengurinn fái frið MEÐ BÖRNUNUM Madonna með Banda og hinum börnunum sínum tveimur, Lourdes og Rocco. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.