Fréttablaðið - 16.11.2006, Page 2

Fréttablaðið - 16.11.2006, Page 2
Jón, hefðir þú ekki betur notað allan peninginn? Björn Bjarnason dóms- málaráðherra svaraði ekki efnis- lega fyrirspurn Kristins H. Gunn- arssonar, Framsóknarflokki, um hleranir á símum alþingismanna í fyrirspurnartíma í þinginu í gær. Kristinn vildi vita hvort símar þingmanna hefðu verið hleraðir fyrir atbeina stjórnvalda og ef svo væri; hvenær og hjá hvaða alþing- ismönnum hverju sinni. Hann fýsti líka að vita um ástæður hler- unar hverju sinni og hvenær hún tengdist rannsókn á sakamáli. Björn Bjarnason sagði hlerana- mál í farvegi eftir að Alþingi sam- þykkti lög um rétt nefndar til aðgangs að opinberum upplýsing- um um öryggismál og eftir að Þjóðskjalasafnið birti upplýsingar um málið á heimasíðu sinni. „Ég er þeirrar skoðunar að þessi mál séu í réttum farvegi og slíkum sagnfræðilegum rannsóknum sé best fyrir komið hjá fræðimönn- um,“ sagði Björn. Sagði hann einn- ig að fólk gæti haft af því brýna persónulega hagsmuni að ekki væri fjallað opinberlega um að mál hafi verið þannig vaxin að dómari hafi talið nauðsyn á að heimila hlerun. Nokkrir þingmenn Samfylking- arinnar, auk Kristins, brugðust ókvæða við þessu svari ráðherra enda hefði hann engu svarað. Björn Ingi Hrafnsson, Fram- sóknarflokki, tók á hinn bóginn undir orð Björns og sagði málið einkennast af upphlaupi og löngun þingmanna til að komast í fréttirn- ar. Svaraði ekki spurningunni Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Árni Johnsen, sem á dögunum varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, neitaði að svara spurningum blaða- manns vegna ummæla sem hann lét falla í sjónvarpsfréttatíma Ríkisút- varpsins á þriðjudagskvöld, þess efnis að lögbrot hans hefðu verið „tæknileg mistök sem enginn hafi tapað á“. „Ég ætla ekki að ræða þetta. Þess í stað ætla ég að horfa fram á veginn,“ sagði Árni og ítrekaði að hann væri ekki tilbúinn til þess að svara spurn- ingum blaðamanns um hvað hann ætti við með því að kalla 22 brot sín á almennum hegningarlögum tæknileg mistök. Árni var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti árið 2003 vegna brotanna. Hann sagði af sér þingmennsku þegar upp komst um brotin árið 2001. Stóran hluta brota sinna framdi Árni er hann var formaður byggingar- nefndar Þjóðleikhússins. Arnbjörg Sveinsdóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks- ins, var ekki tilbúin til þess að svara því efnislega hvort það væri óheppilegt ef Árni Johnsen færi aftur að starfa í nefndum á vegum þingsins í ljósi reynslunnar frá fyrri tíð. „Árni tók út sína refsingu og fær möguleika til þess að reyna sig að nýju. Ég er ekki tilbúin að tjá mig um þetta neitt frekar,“ sagði Arnbjörg. Stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna sendi í gær frá sér ályktun þar sem hún gerir þá kröfu til Árna Johsen að hann „sýni auðmýkt þegar hann ræðir um brot sín“, eins og orðrétt segir í ályktun- inni. Jafnframt er tekið fram að brot Árna hafi ekki verið tæknileg mistök heldur alvarleg og ámælis- verð afbrot. Á morgun, föstudag, verður opnuð ný verslun í gamla Alliance-húsinu að Grandagarði 2. Það er Saltfélagið sem stendur að baki versluninni en Saltfélagið samanstendur af Pennanum, Lumex, Te og kaffi og Eymunds- son. Í versluninni verður boðið upp á hönnunarvörur eftir þekkta hönnuði, húsgögn, lampa, gjafavöru, bækur, tímarit og tónlist. Þá verður kaffihús á staðnum. Saltfélagið verður formlega stofnað í dag. Saltfélagið stofnar verslun Alvarlegum slysum hefur fjölgað um 43,6 prósent á fyrstu níu mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs urðu 102 alvarleg slys þar sem 120 manns slösuðust. Í fjárlögum næsta árs gera stjórnvöld ráð fyrir að verja 10,4 milljörðum króna í vegafram- kvæmdir en á þessu ári voru 5,9 milljarðar settir í sama mála- flokk. Á næsta ári hafa úrbætur verið boðaðar á stofnvegakerfinu í nágrenni Reykjavíkur, það er á Suðurlandsvegi og Vesturlands- vegi. 120 hafa slasast í umferðinni Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir íslenska dómstóla ekki í stakk búna til að taka á stórum og flóknum efnahagsbrotamálum eins og Baugsmálinu. „Mér finnst það hafa komið í ljós að dómstól- ar, líkt og kerfið á öllum stigum, séu ekki búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmál- inu. Það vantar reynslu og þekk- ingu en sem betur fer koma stór og flókin mál sjaldan upp. Reynsl- an sýnir það erlendis frá að það hefur þurft umfangsmikil mál til þess að koma auga á ýmsa van- kanta á kerfinu. Það hefur orðið hröð þróun í alþjóðlegu viðskipta- umhverfi og það eru ýmsir þættir sem kerfið þarf að laga sig að. Ég tel nauðsynlegt að ræða um þessa þætti opinberlega og opinskátt.“ Freyr Ófeigsson, dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra og varaformaður í dómstólaráði, vísar því alfarið á bug að dómstól- ar á Íslandi ráði ekki við stór mál. „Ég vísa því alfarið á bug að dóm- stólar ráði ekki við stór og flókin mál sem koma til kasta þeirra. Ég kannast ekki við að það séu dóm- stólar sem ekki ráði við Baugs- málið. Mér finnst það ámælisvert að dómarar fái aðdróttanir eins og þessar frá lögreglu.“ Arnar segir í grein í Morgun- blaðinu í gær, sem ber heitið Atlaga úr hulduheimi – Jón og séra Jón, að mikill munur sé „á rannsóknum og meðferð mála sem snúa að ríkum eða valdamikl- um sakborningum annars vegar og hinna „venjulegu“ hins vegar.“ Vitnar hann til Baugsmálsins í því samhengi. Í greininni segir einnig að hér á landi „séu réttarreglur sem eigi að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu rétt- látu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjöl- miðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem á í hlut Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands.“ Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, hafnar því alfarið að íslenskir dómstólar séu ekki nægilega vel í stakk búnir til þess að taka á stór- um málum. Hann segir íslenskt dómskerfi gera ráð fyrir því að allir geti fengið hæfa verjendur sér til stuðnings og segir það grundvallaratriði í réttarríkinu. „Það hafa allir rétt á því að fá skipaðan hæfan verjanda í íslensku dómskerfi og ríkissjóður ábyrgist þóknun til verjanda. Þetta er grundvallaratriði í rétt- arríkinu hér á landi og verjend- urnir mega treysta því að þeir fá sína þóknun greidda úr ríkissjóði. Þessu er til að mynda öðruvísi farið í Bandaríkjunum. Á þetta minnist Arnar ekki í grein sinni. Eina ráðið til að mæta fjölmennri og öflugri vörn er að efla ákæru- valdið. Ég hef lengi haft þá skoð- un að það þurfi að leggja meiri fjármuni til ákæruvaldsins en ég er alls ekki sammála því að íslenskir dómstólar séu ekki í stakk búnir til þess að taka á stór- um málum.“ „Ég svara ekki spurningum varðandi þetta,“ var það eina sem Björn Bjarnason sagði við Frétta- blaðið þegar leitað var eftir við- brögðum hjá honum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari var ekki tilbúinn til þess að tjá sig um þau málefni sem Arnar fjallar um í grein sinni en sagði: „Arnar verður að fá að standa undir þess- um skrifum sjálfur.“ Gagnrýnir dómstóla fyrir skort á reynslu og þekkingu Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir dómstóla ekki í stakk búna til þess að taka á stór- um málum. Ámælisvert að dómstólar fái aðdróttanir frá lögreglu, segir varaformaður dómstólaráðs. Þingfundur truflaðist og lét þingvörð sussa á Reyni Lyngdal leikstjóra og hans fólk úti á Austurvelli á þriðjudags- kvöldið. Upptökur stóðu yfir á áramótaskaupinu og hafði hópurinn fengið leyfi lögreglunn- ar til starfans. Það er hins vegar ekki starfsvenja kvikmyndatöku- manna að biðja leyfis í hverju húsi og því datt engum í hug að bera þetta undir hið háa Alþingi. Þingheimi líkaði ekki háreysti í hópatriði einu. Tökulið brást vel við kvörtuninni og skömmu síðar var fundur settur á ný. Áramótaskaup truflar Alþingi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.