Fréttablaðið - 16.11.2006, Síða 4
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020.
NOTAÐIR BÍLAR
BÍLL DAGSINS
SUZUKI IGNIS
Nýskr. 08.05 - Beinskiptur - Ekinn 8þús. km. - Allt að 100% lán.
Verð á
ður: 1.
230.0
00-
Tilboð
:
1.070.
000.-
Miryam Shomrat, sendi-
herra Ísraels, segir íslenska
stjórnmálamenn sem hún ræddi
við í gær og fyrradag einblína
um of á „atvikið í Beit Hanoun“ í
síðustu viku, þar sem nítján
óbreyttir borgarar, þar á meðal
konur og börn, létu lífið í árás
Ísraelshers á Gaza. Árásinni var
annars beint gegn skæruliðum
Palestínumanna sem stunda það
að varpa sprengjum yfir landa-
mærin.
Það leyndi sér annars ekki í
gær að Ísraelsher hefði orðið
lítið ágengt í að stöðva slíkar
árásir frá Gaza, er að minnsta
kosti sjö sprengiflaugum var
varpað yfir landamærin. Ein
sprengjan lenti í miðbæ Sderot,
rétt hjá heimili ísraelska varnar-
málaráðherrans, og banaði einni
konu og særði ungan karlmann
alvarlega. Að sögn AP-fréttastof-
unnar var þetta fyrsta dauðsfall-
ið sem slíkar sprengiflaugaárás-
ir Palestínumanna frá Gaza hafa
valdið í Ísrael frá því í septem-
ber í fyrra.
Sendiherrann segir að ísra-
elsk stjórnvöld harmi mjög það
sem gerðist í Beit Hanoun og
ítrekar að „að sjálfsögðu beinir
Ísraelsher vopnum sínum ekki
vísvitandi að óbreyttum borgur-
um“, öfugt við palestínsku
skæruliðana sem beini árásum
sínum nær eingöngu að ísraelsk-
um borgurum.
Shomrat segir erindi sitt til
Íslands nú aðallega hafa verið að
koma þessum sjónarmiðum á
framfæri og biðja Íslendinga,
sem vinveitta lýðræðisþjóð, að
íhuga þá aðstöðu sem Ísrael væri
í og hvernig ísraelskum stjórn-
völdum bæri skylda til að gera
það sem í þeirra valdi stæði til að
reyna að tryggja öryggi íbúa
landsins.
Sendiherrann skorar enn
fremur á Íslendinga og aðrar
þjóðir alþjóðasamfélagsins til að
láta ekki af þrýstingnum á pal-
estínsk stjórnvöld fyrr en þar er
til valda komin stjórn sem upp-
fyllir þessi þrjú meginskilyrði:
viðurkenni Ísraelsríki, viður-
kenni þá samninga sem áður hafa
verið gerðir milli Ísraels og Pal-
estínumanna, þar á meðal Ósló-
arsamkomulagið svonefnda, og
loks í þriðja lagi sverji af sér
beitingu ofbeldis til að ná fram
markmiðum sínum.
Shomrat biður jafnframt allar
þjóðir heims, sem styðja tilveru-
rétt Ísraels, að taka höndum
saman um að hindra að Írönum
takist að koma sér upp kjarn-
orkuvopnum.
Biður Íslendinga að
íhuga stöðu Ísraela
Sendiherra Ísraels segir íslenska stjórnmálamenn „einblína um of á atvikið í
Beit Hanoun“. Hún biður Íslendinga að setja sig í spor Ísraela og fordæma þá
ekki fyrir þær aðgerðir sem þeir grípa til í því skyni að tryggja öryggi sitt.
Hryðjuverk, glæpir og
loftslagsbreytingar eru helstu
áhersluatriðin í þeim lagafrumvörp-
um sem Tony Blair og ríkisstjórn
hans ætla að leggja fram síðasta
veturinn sem hann situr á stóli
forsætisráðherra Bretlands.
Að venju las Elísabet Breta-
drottning upp stefnuræðu forsetans
við setningu þingsins í gær. Eins og
jafnan var ræðan lítið annað en
upptalning á þeim þrjátíu lagafrum-
vörpum, sem ríkisstjórnin hyggst
leggja fram á þessu þingi, en ekki er
farið náið út í útfærslu þeirra.
Meðal annars er stefnt að því að
þingið samþykki lög um að Bretar
verði búnir að draga úr útblæstri
gróðurhúsalofttegunda um 60
prósent árið 2050. Einnig kynnti hún
lög um harðari refsingu fyrir
ofbeldisglæpi, strangari reglur um
hælisveitingar og einföldun dóms-
kerfisins.
Áhersla stjórnarinnar á öryggis-
mál, löggæslu og varnir gegn
hryðjuverkum, kemur í beinu
framhaldi af yfirlýsingu yfirmanns
bresku leyniþjónustunnar, Dame
Eliza Manningham-Buller, sem sagði
í síðustu viku að leyniþjónustan vissi
um nærri 1.600 manns sem væru
þessa dagana að skipulegga um
þrjátíu hryðjuverkaárásir í Bret-
landi.
Skuggahverfi hf.
hefur enn ekki fengið endanlegt
samþykki byggingarfulltrúa fyrir
nýjum háhýsaklasa ofan við
Skúlagötu. Reisa á sex blokkir
ofan á sameiginlegum bílkjallara
fyrir 169 íbúðir. Hæsta blokkin
verður nítján hæða, eða jafnhá
hæstu blokkinni á Höfðatorgs-
reitnum sem íbúar þar í grennd-
inni hafa harðlega mótmælt og er
nú til meðferðar hjá skipulags-
ráði.
Nýju blokkirnar við Skúlagötu
voru samþykktar í skipulagsráði í
apríl síðastliðnum en fá ekki
samþykki byggingarfulltrúa fyrr
en formsatriðin eru öll komin í
lag. Framkvæmdir eru þegar
hafnar. -
Stefna í nítján
hæðir
Norska ál- og orkufyrir-
tækið Norsk Hydro hyggst opna
Norður-Atlantshafsskrifstofu í
Reykjavík á næstunni. Fyrirtækið
hefur áform um frekari starfsemi
hér á landi í tengslum við opnun
skrifstofunnar. Torstein Dale
Sjøtveit, varaforstjóri Hydro og
forstjóri Hydro Aluminium Metal,
og nokkrir af æðstu yfirmönnum
álbræðslu- og súrálsmála fyrir-
tækisins funda með Jóni Sigurðs-
syni iðnaðarráðherra í dag.
Iðnaðarráðherra þekkir ekki til
framtíðaráforma Norsk Hydro á
Íslandi umfram opnun skrifstof-
unnar. Thomas Knutzen upplýs-
ingafulltrúi vildi ekki upplýsa
framtíðarsýn fyrirtækisins hér á
landi fyrr en í síðar í dag.
Opna skrifstofu
í Reykjavík
Tillaga um deili-
skipulag Lýsislóðarinnar í
vesturbæ Reykjavíkur kemur
fljótlega til auglýsingar. Verði
tillagan samþykkt í skipulagsráði
og borgarráði verður hún auglýst.
Margrét Þormar, hverfisarkitekt
hjá borginni, segir að deiliskipu-
lagið verði samþykkt í fyrsta lagi
í lok janúar.
Fyrirhugað er hjúkrunarheim-
ili með pláss fyrir 90 vistmenn og
fjölbýlishús með allt að 100
íbúðum.
Deiliskipulagið
á lokaspretti