Fréttablaðið - 16.11.2006, Síða 26
fréttir og fróðleikur
Japanar stórauka sóknina í ár
Siðrænir
húmanistar
Þú verslar á netinu
Við hraðsendum
postalconnections.com/199
postalconnections.com/199
Um 200.000 skráðir með-
limir franska Sósíalista-
flokksins ganga í dag að
kjörborðinu til að velja
frambjóðanda flokksins í
forsetakosningunum í vor.
Á lokaspretti baráttunnar
milli keppinautanna þriggja
hristu þeir af sér einingar-
haminn og fóru að beina
spjótum hver að öðrum.
Segolene Royal, sem notið hefur
mikils fylgisforskots í skoðana-
könnunum, sakaði karlkyns keppi-
nauta sína um karlrembu. Stuðn-
ingsmenn Laurents Fabius,
fyrrverandi forsætisráðherra og
aldursforsetans í keppinautahópn-
um, vöruðu við hugsanlegu kosn-
ingasvindli. Og sterkur orðrómur
komst á kreik um að þriðji keppi-
nauturinn, Dominique Strauss-
Kahn, hefði staðið á bak við að
myndbandsupptaka af Royal á lok-
uðum fundi í janúar gengur nú
manna á milli í netheimum.
Það lítur út fyrir að klofningur í
röðum Sósíalistaflokksins, aðal-
stjórnarandstöðuafls landsins,
fari vaxandi nú þegar styttist í
forsetakosningarnar í apríl.
Flokkurinn hefur átt í forystu-
vanda alveg síðan Lionel Jospin,
þáverandi forsætisráðherra, féll
illa í forsetakosningunum fyrir
fjórum árum. Endurtaki þær inn-
anflokksdeilur sig, sem settu
mark sitt á flokkinn þá, er hætt
við að eins fari fyrir frambjóð-
anda flokksins að þessu sinni.
Frambjóðendurnir þrír reyndu
að halda í ásýnd innanflokksein-
ingar í þeim sex skipulögðu kapp-
ræðum sem flokkurinn stóð fyrir.
Sú gagnkvæma kurteisi sem þar
var allsráðandi virtist gleymd á
endaspretti baráttunnar síðustu
daga.
Á mánudagskvöld réðst Royal
gegn þeim sem hafa haldið því
fram að hún hafi veigrað sér við
að tjá sig um viss veigamikil mál.
Andstæðingar Royal hafa viljað
halda því fram að hún hafi of litla
reynslu af ríkisstjórnarábyrgð til
að vera treyst fyrir því að stjórna
þungavigtarríki sem ræður yfir
kjarnorkuvopnum. Slíkum
aðdróttunum hefur Royal svarað
með því að segja að þessir gagn-
rýnendur hennar hafi „frekar
karlrembulega hugmynd um vald-
ið, sem felst í því að álíta að það
að víkja sé að tapa manndómin-
um“. „Ég væri fær um að aðlaga
mig án þess að tapa manndómn-
um,“ tjáði hún stuðningsmönnum
á kosningafundi í París.
Hún lýsti því hvernig hún hefði
sem umhverfisráðherra farið á
fund Strauss-Kahn árið 1992,
þegar hann var iðnaðarráðherra í
sömu stjórn, með tillögur um
umhverfismál í kjölfar alþjóðlegs
leiðtogafundar um umhverfismál.
Hann hefði þá svarað: „Þetta er
allt efni fyrir stelpur, það er ekki
mikilvægt.“
Hún ávítti karlkeppinauta sína
fyrir fleiri karlrembuummæli.
Eftir Fabius er haft að hann hafi
spurt: „En hver annast þá um
börnin?“ eftir að framboð hennar
kom til tals, en hún er fjögurra
barna móðir og býr með Francois
Hollande, formanni flokksins. Og
Strauss-Kahn er sagður hafa sagt:
„Henni væri nær að vera heima.“
Í lok síðustu viku færðist slag-
urinn síðan inn á netið, er mynd-
band skaut þar upp kollinum, þar
sem Royal sést tala á lokuðum
fundi í janúar síðastliðnum. Í upp-
tökubútnum heyrist hún segja að
það ætti að tvöfalda vinnutíma
kennara, en kennarar eru hefð-
bundið kjarnafylgi sósíalista.
Royal segir sjálf að ummælin séu
rifin úr samhengi.
Í frönsku pressunni er líkum
leitt að því að stuðningsmenn
Strauss-Kahn standi á bak við
dreifingu myndbandsbútsins, en
hann skaut upp kollinum daginn
eftir að síðustu skipulögðu kapp-
ræðunum lauk, en Strauss-Kahn
þótti ekki koma vel út úr þeim.
Fabius og Strauss-Kahn hafa beint
spjótum sínum fyrst og fremst að
Royal, enda hafa vinsældir hennar
meðal almennings og viðhorf sem
stangast á við hina hefðbundnu
flokkslínu valdið kurr í röðum
„flokkseigendafélagsins“.
Liðsmenn Fabius hafa líka
varað við kosningasvikum. Þeir
neituðu að viðurkenna félagatal úr
einni héraðsdeild flokksins og létu
að því liggja að falsaðir listar
kæmu Royal til góða.
En þótt allar skoðanakannanir
sýni mikið fylgisforskot Royal á
landsvísu – hún fékk 58% fylgi í
könnun Ifop sem gerð var um
helgina meðal stuðningsmanna
sósíalistaflokksins, Strauss-Kahn
32 prósent og Fabius 10 prósent –
gera forvalsreglur flokksins það
að verkum að erfitt er að spá fyrir
um úrslitin. Það eru aðeins skráðir
meðlimir flokksins, um það bil
200.000 að tölu, sem hafa rétt til að
greiða atkvæði, en sérfræðingar
segja að þessi flokksholli kjarni sé
hliðhollari Fabius og andstæðari
Royal en franskur almenningur.
Sá sem ber sigur úr býtum mun
eiga harðan slag fyrir höndum við
aðalframbjóðanda hægrimanna,
en flestir búast við að það verði
innanríkisráðherrann Nicolas Sar-
kozy, jafnvel þótt eiginkona Jacqu-
es Chiracs, núverandi forseta, hafi
látið þau boð út berast í gær að
karl sinn væri „stálsleginn“ og
enn að íhuga að sækjast eftir end-
urkjöri, þriðja kjörtímabilið í röð.
Einingarhamurinn hristur af
Þau keppa um útnefninguna
Ségolène Royal, 53 ára: Dominique
Strauss-Kahn, 57 ára:
Styður ókeypis
heilbrigðisþjónustu þar
til skylduskólagöngu
sleppir
Styður lögleiðingu
hjónabands samkyn-
hneigðra og rétt
samkynhneigðra para
til ættleiðinga
Laurent Fabius, 60 ára:
Barðist gegn samþykkt
stjórnarskrársáttmála
ESB í þjóðaratkvæða-
greiðslunni 2005; er
andvígur aðild Tyrklands
Kennir umdeildri
löggjöf um 35 stunda
vinnuviku um að rétt-
indum verst settu laun-
þeganna hefur hrakað
58
%
*
32
% 9%