Fréttablaðið - 16.11.2006, Side 34

Fréttablaðið - 16.11.2006, Side 34
greinar@frettabladid.is Kosningabaráttan er hafin og tími próf-kjöranna er runninn upp. Sú umræða sem alltaf virðist fylgja prófkjörsbaráttu er á sínum stað. Umræðan um hvort það skipti máli að kjósa konur eða karla eða hvort markmiðið sé einfaldlega að kjósa hæfasta einstaklinginn óháð kyni. Ég undrast alltaf þessa umræðu. Auðvit- að eigum við að kjósa hæfasta fólkið eða öllu heldur það fólk sem við teljum hæfast. Satt best að segja þekki ég fáa sem kjósa konur eingöngu vegna þess að þær eru kvenkyns. Hins vegar þekki ég marga sem kjósa konur vegna þess að hlutur kvenna í stjórnmálum er of lítill og vegna þess að konur eiga erfiðara með að komast að í stjórnmálum en karlar. Það sem ég undrast helst er að fólkið sem hefur hæst um að kjósa skuli hæfasta fólkið vill sjaldnast heyra minnst á kynjakvóta eða fléttulista. Fólkið sem segist eingöngu kjósa eftir hæfni einstaklinga hlýtur þá að telja að verri staða kvenna á listum endurspegli það að karlar séu hæfari en konur. Er ekkert athuga- vert við slíka niðurstöðu? Út frá henni má álykta að konur í Sjálfstæðisflokknum séu sérstaklega óhæfar í samanburði við karlana þar. Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík settu til dæmis aðeins tvær konur í sæti sem geta talist örugg þingsæti á móti sjö körlum. Yfir þetta er svo reynt að breiða með fyrir- sögninni 5 konur í 12 efstu sætunum! Það að stilla konum upp í neðri sæti lista mun ekki leiðrétta hlut kvenna á Alþingi. Þetta sést glögglega á því að í síðustu kosningum var hlutfall kvenkyns frambjóðenda um 42 pró- sent en hlutfall kvenna sem rataði inn á Alþingi talsvert lægra eða um 30 prósent. Svo lengi sem ekki er gengið út frá þeirri for- sendu að konur séu ekki jafn hæfar og karlmenn hljótum við að velta fyrir okkar hvort að það sé ekki eitthvað að kerfinu sem notast er við þegar fram- bjóðendur eru valdir, þ.e. prófkjörunum, og í raun virðist uppstilling ekkert vera betri hvað þetta varð- ar. Það er aðeins eitt sem dugar. Það er það að stjórn- málaflokkar taki sér tak og setji reglur til að tryggja jafnt kynjahlutfall á framboðslistum sínum. Ekki eingöngu á neðri hluta framboðslistans, einnig í efstu sæti. Konur eru jafn hæfar körlum og eiga þessa með- ferð ekki skilið. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna (UVG). Hæfasti einstaklingurinn kosinn? Veldi Sjálfstæðisflokksins (1929-) hefur frá fyrstu tíð hvílt á þrem meginforsendum. Sjálfstæðisflokkurinn tók í fyrsta lagi eindregna afstöðu gegn Sovétríkjunum (1917-1991) og alræðisskipulagi þeirra og stillti sér upp sem höfuðandstæðingi Kommúnistaflokksins (1930-38), Sósíalistaflokksins (1938-68) og Alþýðubandalagsins (1956-). Í annan stað tók Sjálfstæðisflokk- urinn sér stöðu gegn Sambandi íslenzkra samvinnufélaga (1910- 1992) og kaupfélögunum og tefldi fram einkaframtaki í andstöðu við samvinnuhreyfingu að hætti Framsóknarflokksins (1916-). Í þriðja lagi hafnaði Sjálfstæðis- flokkurinn stéttagrundvelli flokkaskiptingarinnar og höfðaði bæði til bænda og verkalýðs auk kaupsýslumanna og stórútgerðar. Sem launþegaflokkur stillti Sjálfstæðisflokkurinn sér að sumu leyti upp við hlið jafnaðar- manna í Alþýðuflokknum (1916-) og öðrum jafnaðarflokkum og varð stærsti flokkur landsins líkt og jafnaðarflokkar Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar urðu flokka stærstir í þeim löndum og eru það enn. Þrálát sundurþykkja og aðrar veilur meðal andstæðinga Sjálfstæðis- flokksins styrktu einnig stöðu flokksins. Þessar þrjár forsendur Sjálfstæðisflokksins eru nú allar fallnar. Sovétveldið hrundi 1989- 91 og á sér nú enga formælendur. Áætlunarbúskapur í krafti einræðis eins og tíðkaðist í Sovétríkjunum er kominn á öskuhaugana. Einræði er einnig á undanhaldi um heiminn, en það lifir þó sums staðar enn í skjóli vopnavalds. Enginn stjórnmála- flokkur getur til lengdar byggt styrk sinn á andstöðu við fallinn óvin. Sambandsveldið hrundi um líkt leyti og Sovétríkin og sumpart af svipuðum ástæðum, það er að segja undan eigin þunga. Heilbrigðari markaðsbú- skapur með jákvæðum raunvöxt- um varð Sambandinu að falli, því að það hafði nær alla tíð nærzt á niðurgreiddum vöxtum, við- skiptahöftum og öðrum fylgifisk- um þess markaðsfirrta búskapar- lags, sem stjórnmálaflokkarnir báru allir sameiginlega en þó mismikla ábyrgð á. Þegar verðbólgan var loksins keyrð niður og jákvæðum raunvöxtum var komið á, svo að niðurgreitt lánsfé var ekki lengur í boði með gamla laginu, hlaut Sambandið að leggja upp laupana. Við þessi umskipti skapaðist að vísu nýr samvinnugrundvöllur handa Sjálfstæðisflokknum og Fram- sóknarflokknum, og þeir hafa setið saman í ríkisstjórn síðan 1995. Sambandslaus hefur Framsóknarflokkurinn þó veikzt til muna og er nú varla svipur hjá sjón. Aðdráttarafl Sjálfstæðis- flokksins hlýtur einnig að minnka gagnvart frjálslyndum kjósend- um, sem kvíða því, að Búlgaría og Rúmenía gangi inn í Evrópusam- bandið eftir nokkra mánuði og loki á eftir sér, án þess að Sjálfstæðisflokkurinn sýni nokkur merki þess, að hann ætli að rakna úr rotinu, einn stórra evrópskra borgaraflokka. Ætli þeir séu enn að bíða eftir Albaníu? Samanlagt fylgi flokkanna tveggja, sem áratugum saman gátu reitt sig á tæpa tvo þriðju hluta atkvæða í kosning- um, hefur dregizt svo saman, að það er nú komið niður í röskan helming – og stefnir niður fyrir helming í næstu alþingiskosning- um, ef svo fer sem horfir. Þriðja forsendan er einnig fallin. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur hálfgerður jafnaðar- flokkur eins og hann var, þegar kjörorðið „stétt með stétt“ þótti hafa sannfærandi hljóm. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur breytzt í harðskeyttan ójafnaðarflokk. Um þetta má hafa margt til marks. Sjálfstæðisflokkurinn átti fulla aðild að og ber því fulla ábyrgð á þeim mikla ójöfnuði, sem endurgjaldslaus úthlutun aflakvóta bar með sér gegn háværum andmælum. Þetta hefur flokkurinn viðurkennt í reynd með því að leiða lítils háttar veiðigjald í lög eftir dúk og disk, en uppgjöfinni fylgir þó engin sýnileg iðrun eða yfirbót. Þvert á móti hefur Sjálfstæðisflokkurinn beinlínis beitt sér fyrir auknum ójöfnuði með því til dæmis að lækka skatta á fjármagnstekjur langt niður fyrir skatta á launa- tekjur. Nýjar tölur ríkisskatt- stjóra sýna, að ójöfnuður hefur aukizt mjög síðustu ár, meira og örar en dæmi eru um í nálægum löndum. Í þessu ljósi þarf að skoða ítrekaðar útistöður Sjálfstæðisflokksins við aldraða, öryrkja og aðra, sem höllum fæti standa, enda virðast eldri borgarar nú stefna að framboði til alþingis einir eða með öðrum gagngert til að fella ríkisstjórn- ina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur teflt frá sér þeirri sérstöðu, sem fólst í gamla kjörorðinu „stétt með stétt“. Veldi hans er í uppnámi. Og herinn er farinn. Þrjár fallnar forsendur Sjálfstæðisflokkurinn hefur teflt frá sér þeirri sérstöðu, sem fólst í gamla kjörorðinu „stétt með stétt“. Veldi hans er í uppnámi. GADDAVÍR SIGURJÓN MAGNÚSSON „Gaddavír er látlaus, hefðbundin, vel skrifuð skáldsaga sem gefur tilefni til þess að velta fyrir sér mannlegu eðli… Í stærra samhengi og táknsögulega fjallar Gaddavír um erfðasyndina, þjáningu, jafnvel píslarvætti.“ - Geir Svansson, Morgunblaðið, 3. nóv. 2006 ÁHRIFAMIKIL SKÁLDSAGA SEM HELDUR LESANDANUM Í HELJARGREIPUM A Innan örfárra ára, jafnvel strax á næsta ári, getum við átt von á Íslendingasögunum í íslenskri þýð- ingu. Hvað þýðir það? Jú, að sögurnar verði þýdd- ar yfir á mál sem nútímafólki er tamt og skiljan- legt. Þetta er tímanna tákn. Fyrir rétt ríflega 60 árum voru Halldór Laxness og Ragnar í Smára ásakaðir og síðar dæmdir fyrir að nauðga þjóðararfinum með því að gefa út Laxdælu og Hrafnkelssögu með nútímastafsetningu. Þó var breyting- in ekki meiri en sú að skrifa til dæmis „ég“ í staðinn fyrir „ek“ og „það“ frekar en „þat“. Nú þykir sú nútímavæðing ekki duga lengur. Halldór og Ragnar vildu á sínum tíma færa sögurnar til hins almenna lesanda, frá fornaldargrúskurum og textafræð- ingum. Sömu rök eru að baki þýðingum sagnanna nú. Þeir félagar voru á endanum sýknaðir og sjónarmið þeirra vann fullan sigur. Ekki þarf hins vegar mikla spádómsgáfu til að sjá fyrir að áætlanir um þýðingu Íslendingasagnanna yfir á nútímamál, verða umdeildar enda er með þeim í raun verið að leggja til grafar þá miklu goðsögn að Íslendingar nú á dögum eigi ekki í vandræðum með að lesa og skilja gamla texta á íslensku. Enn stærri brestir koma í ljós á þessari goðsögn, sem íslensk tunga hefur hvílt á, þegar heyrast fréttir af því að innan skólakerfisins og innan veggja bókaútgáfa landsins er í fúlustu alvöru verið að skoða hvort ekki sé ástæða til að huga að sérstökum „léttlestrar“ útgáfum á verkum Halldórs sjálfs, því íslenskum framhaldsskólanemum gengur sífellt verr að glíma við verk nóbelsskáldsins í námi sínu. Þetta er þó ekki allt og sumt því nýjar rannsóknir sýna að bóklestur barna og unglinga er á jöfnu og hröðu undanhaldi. Vissulega eru þetta verðug íhugunarefni og áhyggjumál á Degi íslenskrar tungu; það þjóðarlíffæri hefur sjálfsagt sjald- an búið við jafn mikið tog og á okkar tímum. En útlitið við sjóndeildarhringinn er þó langt í frá að vera alsvart. Hér skal því haldið fram fullum fetum að undanfarin tvö, þrjú ár hefur meira verið skrifað og lesið á íslensku en samtals í sögu þjóðarinnar árin þar á undan. Vel má vera að bóklestur sé á hverfandi hveli en gott vald á lestri og ritun hefur sjálfsagt aldrei verið mikilvægari en nú. Ungir Íslendingar, og þeir sem eldri eru, hafa tekið í sína þjónustu af gríðarlegum krafti tölvupóst, sms, msn og blogg þar sem kílómetrar af orðum verða til á hverjum degi. Og alls staðar er fólk að lesa. Ekki bækur, enda eru þær ekki hið eina sanna heimili orða eins og stundum mætti halda, Hvernig okkar ástkæra og ylhýra móðurmáli vegnar innan þessa nýja rafræna heims er allt annað mál. En eitt er víst, íslenskufræðingar hafa nóg af spennandi viðfangsefnum að glíma við, og rúmlega það. Til hamingju með daginn. Goðsögn deyr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.