Fréttablaðið - 16.11.2006, Qupperneq 36
Víða um land virðist mikill áhugi á að
byggja lítil álver. Of lítil
álver ef marka má það
sem fram hefur komið
um rekstrarhagkvæmni
álvera. Á Suðurnesjum
og Húsavík vilja menn
byggja álver með
250.000 tonna fram-
leiðslugetu. Það hefur
lengi legið fyrir að til
þess að njóta hag-
kvæmni stærðarinnar
þurfa álver að vera talsvert stærri
en sem þessu nemur. Þetta kemur
t.d. fram í skýrslu iðnaðar- og við-
skiptaráðherra um framgang verk-
efna á sviði stóriðju sem lögð var
fyrir Alþingi í október 1997. Þá
hafði Hydro Aluminium lýst áhuga
á að byggja álbræðslu með allt að
720.000 tonna framleiðslugetu í ein-
ingum sem hver um sig hefði um
240.000 tonna framleiðslugetu. Í
skýrslu iðnaðarráðherra segir m.a:
„Framleiðslugeta álversins yrði í
upphafi að minnsta kosti 200.000
tonn á ári. Álver hafa farið stækk-
andi á undanförnum árum og til
þess að nýta hagkvæmni stærðar-
innar verður að gera ráð fyrir að
tvöfalda megi framleiðslugetu
álversins að nokkrum árum liðn-
um.“
Þörf álvera til þess að ná fram-
leiðslugetu nærri 500.000 tonnum
hefur einnig komið fram í tengslum
við áformaða stækkun álversins í
Straumsvík. Á NFS 3. mars sl. kom
t.d. fram að forráðamenn Alcan
höfðu í samtali við Halldór Ásgríms-
son, þáverandi forsætisráðherra,
sagt að annaðhvort yrði álverið í
Straumsvík stækkað eða það lagt
niður. Í viðtali Fréttablaðsins við
Rannveigu Rist, forstjóra ÍSAL,
þann 12. nóvember sl. komu fram
upplýsingar af svipuðu tagi þar sem
Rannveig sagði: „Við höfum unnið
markvisst að stækkuninni frá árinu
1999. Okkur er annt um að þessi
áform nái fram að ganga því þau
eru forsenda þess að hér verði
blómlegur rekstur til langrar fram-
tíðar. Til okkar eru gerðar miklar
kröfur, ekki aðeins á sviði umhverf-
is- og öryggismála heldur einnig
varðandi hagkvæmni í rekstri ...“
Eins og fram hefur komið munu
íbúar í Hafnarfirði fá að
kjósa um stækkunina og
í því samhengi segir
Rannveig: „Fólk þarf
hinsvegar að átta sig á
því að það er mikil breyt-
ing frá því sem tíðkast
hefur hér á landi að
íbúar geti kosið fyrir-
tæki í burtu, eða niður,
eins og gæti orðið raun-
in hér í Hafnarfirði.“ Af
þessum orðum að dæma
stefnir í að íbúum Hafn-
arfjarðar verði boðnir kostirnir
stækkun eða lokun.
Mikið hefur verið rætt um að ná
þurfi sátt um hvað skuli virkjað og
hvað skuli verndað. Nýlega var lögð
fram skýrsla auðlindanefndar þar
sem reynt er að finna leiðir til sátta.
Samtök iðnaðarins stóðu fyrir fundi
sem bar yfirskriftina „Náttúru-
vernd og nýting náttúruauðlinda“
og framhaldsfundur með yfirskrift-
inni „Er sátt í sjónmáli?“ verður
haldinn 21. þ.m. Ef áform um álver
í Helguvík og við Húsavík ná fram
að ganga er útlit fyrir að við séum
að eignast tvö ný álver sem gætu
þurft að auka framleiðslugetu sína
verulega, e.t.v. um u.þ.b. 250.000
tonn eða svo hvort um sig, til þess
að njóta hagkvæmni stærðarinnar.
Til þess að fullnægja þeirri vaxtar-
þörf þyrfti að virkja sem nemur um
1.000 MW í uppsettu afli en það
samsvarar u.þ.b. 1,4 Kárahnjúka-
virkjunum eða 7-10 jarðvarma-
virkjunum með tilheyrandi
umhverfisáhrifum. Þá er ótalin
vaxtarþörf annarra álvera s.s.
álversins á Grundartanga og hugs-
anlegs álvers í Þorlákshöfn. Von-
andi næst sátt í þessum málum en
vandséð er að sáttin felist í því að
fjölga álverum sem búast má við að
síðar muni þrýsta á um stækkun,
líkt og nú gerist í Straumsvík, og
ekki er hægt að útiloka að hinn val-
kosturinn þá verði lokun eins og
virðist geta orðið raunin í Straums-
vík.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landverndar.
Stóriðja – er sátt
í sjónmáli?
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Um helgina heimsótti mig Felix Selig Rottberger, fyrsti gyðing-
urinn sem fæddist á Íslandi. Hann
og fjölskylda hans voru ekki auf-
úsugestir á landinu okkar fyrir sjö-
tíu árum. Rúmum tveimur árum
eftir að fjölskyldan kom til Íslands,
var hún hrakin úr landi. Þá var Felix
á öðru ári og man því ekkert frá
þeim ósköpum. Reyndar tókst
dönskum sendiráðsfulltrúa, C.A.C.
Brun, að fá smá framlengingu á
dvöl Rottberger fjölskyldunnar árið
1937, með því að tala einslega við
Hermann Jónasson. Hermann tók
þó skýrt fram að „Það væri grund-
vallarregla, að Ísland hefði alltaf
verið hreint norrænt land, laust við
Gyðinga, og að þeir sem komnir
væru til landsins skyldu aftur
hverfa á brott.“
Rottberger-fjölskyldunni var í
raun ætlað að snúa til Þýskalands,
en fékk fyrir tilstuðlan góðra manna,
að fara í land í Kaupmannahöfn. Þá
tóku frændur okkar Danir við, og
ekki urðu hremmingar fjölskyld-
unnar minni þar en á Íslandi. Fjöl-
skyldan var skilin í sundur haustið
1943. Foreldrar Felix, Hans og Olga,
neyddust til að flýja til Svíþjóðar án
fjögurra barna sinna. Þeim var
komið fyrir á barnaheimili á
Fjóni. Eitt ríkasta bæjarfé-
lagið í Danmörku norður af
Kaupmannahöfn, sem borg-
aði uppihald barnanna þar,
þótti kostnaður við það of
mikill og lagði barnavernd-
arnefnd til árið 1944 að
börnin yrðu send til „heiml-
ands síns“, Þýskalands. Það
voru margir á sama máli og
barnaverndarnefndin, en til
allrar hamingju voru börnin
látin í friði. Velviljaður fulltrúi hjá
Ríkislögreglunni í Kaupmannahöfn
kom í veg fyrir morð yfirvalda á
fjórum börnum. Felix Rottberger
býr í dag í Þýskalandi, en þangað
sneru foreldrar hans aftur með sex
börn sín árið 1954, fullsödd á illri
meðferð í Danmörku og slæmum
minningum frá Íslandi. Hann ber þó
hvorki kala til Íslendinga né Dana.
Ég greindi Felix frá umræðunni
um útlendinga á Íslandi. Hann
hristi höfuðið. Hann skildi ekkert í
því hvað fólk vildi á Íslandi. En
hans skoðun er sú, að ef næg vinna
er handa erlendu fólki á Íslandi, og
það vill vinna, er það blessun fyrir
Ísland og Íslendinga. Líkt og með
Íslendinga í útrás annars staðar.
Fjölskylda Felix fékk ekki að
stunda eðlilega vinnu á Íslandi og
skjóta þar rótum, svo hann veit
hvað hann talar um.
En svo þegar ég sagði
honum frá því að íslensk
stjórnvöld hefðu nýverið
fordæmt Ísrael, sá ég
dapurleika í augum hans.
Hjörtu flestra gyðinga
slá meira eða minna fyrir
Landið helga. Þótt honum
þætti, eins og okkur
öllum, grátlegt að sjá sak-
laus fórnarlömb átak-
anna í sjónvarpsfréttum,
spurði hann réttilega:
„Hefur Ísland fordæmt aðra aðila
en Ísraela við botn Miðjarðar-
hafs?“ Mér varð svara vant og
hugsi. Hvar eru fordæmingar
Íslands á þeim ríkjum og stjórn-
um í heimi múhameðstrúarmanna,
sem lýst hafa yfir þeirri skoðun að
Ísraelsríki skuli afmáð af yfir-
borði jarðar? Ætli stjórnmála-
menn á Íslandi í dag hefðu þor til
þess að fordæma, eða biðjast
afsökunar, á aðgerðum fyrirvera
sinna, sem sendu saklaust fólk í
hendur böðla, er einnig vildu Ísra-
elsþjóð feiga?
Litlu munaði að Felix Rottber-
ger yrði sendur í gasklefann með
systrum sínum árið 1944. Í dag
sendir hann sínar bestu kveðjur
og óskar nýbúum og útlendingum,
án tillits til trúar og uppruna, farn-
aðar á Íslandi.
Höfundur er fornleifafræðingur.
Úthýst, útrýmt og fordæmt
Ég var alinn upp í hringiðu verslunar-
reksturs og byrjaði ungur
að vinna hjá föður mínum
í barna- og unglingadeild
Karnabæjar í Austur-
stræti. Fyrir utan þá jóla-
tilhlökkun sem hlýst af
afmælisdegi mínum á
aðfangadag, þá hlakkaði
ég alltaf til að vinna í jóla-
ösinni. Í rúm tíu ár vann
ég hver einustu jól í fata-
verslun og nokkur ár eftir það við
sölu á geisladiskum og hljómplöt-
um. Eftir því sem ég eltist, því lengri
varð opnunartíminn, því lengri urðu
vinnudagarnir. Vinnuálagið og
streitan urðu nokkrum sinnum til
þess að ég hreinlega varð veikur
yfir jólin. Ég kunni ekki að slaka á
inn á milli.
Í dag er opnunartími verslana
enn lengri en áður var og hið svo-
kallað jólastress vill dreifast á fleiri
stéttir. Ég hef heyrt margar sögur
svipaðar mínum á síðustu árum.
Fólk hefur svo mikið að gera fram
að jólum að það gefur sér ekki tíma
til að slaka á inn á milli (kann það
kannski ekki) og nær því ekki að
njóta jólanna til fullnustu þegar þau
loksins koma. Ég veit að ég breyti
ekki samfélaginu og mun væntan-
lega ekki hafa áhrif á langan opnun-
artíma verslana með þessum stutta
pistli. Hins vegar vil ég hvetja versl-
unareigendur og starfs-
menn þeirra til að undir-
búa sig vel fyrir þessa
ábatasömu og skemmti-
legu vertíð. Með því að
undirbúa starfsfólk hug-
lægt og líkamlega er
hægt að draga verulega
úr þeim neikvæðu áhrif-
um streitu sem oft fylgja
tímabilinu.
Eitt af því sem ég
legg mikla áherslu á í
fyrirlestrum mínum og námskeið-
um er regluleg slökun. Manneskja
sem ástundar 10-20 mínútna slökun
daglega er betur undir það búin að
takast á við krefjandi verkefni í leik
og starfi heldur en manneskja sem
annað hvort leggst í leti eða reynir
að deyfa sig fyrir streitunni með
áfengi, tóbaki, mat eða sjónvarps-
glápi.
Ekki er hægt að segja bless við
jólastress að öllu leyti, en það er
hægt að draga verulega úr neikvæð-
um afleiðingum þess. Aðalatriðið er
að njóta vertíðarinnar, slaka á inn á
milli. Gleðilegan undirbúning fyrir
jólin.
Höfundur er fyrirlesari, rithöfund-
ur og jógakennari.
Bless jólastress?
ÁRSFUNDUR
Dagskrá:
15:00 Setning
Vigdís Finnbogadóttir
15:10 Tónlistar- og ráðstefnuhöll – verkfræði við listaverk
Gunnlaugur Kristjánsson, ÍAV
15:30 Bygging hallar í miðri borg - framkvæmdaskipulag
Sigurður Ragnarsson, ÍAV
15:50 Tónlistarhúsið OKKAR
Egill Ólafsson, formaður SUT
16:05 Viðurkenning Verkfræðistofnunar fyrir framúrskarandi
rannsóknarframlag
Magnús Þór Jónsson, formaður stjórnar VHÍ
16:10 Viðurkenningar til framhaldsnema í verkfræði
Sigurður Brynjólfsson, forseti verkfræðideildar HÍ
16:15 Söngur
Egill Ólafsson
16:20 Ársskýrsla Verkfræðistofnunar HÍ
Magnús Þór Jónsson, formaður stjórnar VHÍ
16:40 Léttar veitingar og spjall
Föstudaginn 17.nóvember
kl.15:00-17:00
í Öskju, Sturlugötu 7
Fundarstjóri er Hrund Andradóttir, dósent
í verkfræðideild HÍ
Allir velkomnir
Stjórn VHÍ