Fréttablaðið - 16.11.2006, Page 37
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
Andrea Róbertsdóttir á tuskubrúðu sem
kemur henni í gott skap á morgnana.
„Þetta er svona gaur sem kemur manni allt-
af í gott skap,“ segir Andrea um Herra Bros,
tuskubrúðu sem hún keypti þegar hún var á
ferðalagi um Asíu.
„Maður vaknar ekki alltaf í partístuði
þannig að Herra Bros minnir mig á að líta á
björtu hliðarnar. Að smæla framan í heim-
inn á morgnana getur gert gæfumuninn.
Vanalega er það kærastinn minn sem ég sé
við hliðina á mér á koddanum þegar ég
vakna og það gerir mig káta, en þegar ég
fer inn á bað að bursta tennurnar þá bíður
Herra Bros eftir mér þar og kemur mér
endanlega í gott skap. Ég hef gert nokkrar
óvísindalegar tilraunir með þetta og niður-
staðan er sú að ég hef ofurtrú á jákvæðum
hugsunum. Herra Bros tryggir mér jafnað-
argeð og góða stemningu yfir daginn,“ segir
Andrea sem almennt trúir ekki á efnisleg
gæði og þar af leiðandi er það ekkert hús-
gagn sem gefur henni hamingju.
Í upphafi þessa árs seldi hún nánast allar
sínar eigur og hélt í langferð um Asíu ein
síns liðs, en nýlega kom út bók á vegum JPV
sem fjallar um þessa ferð.
„Það er eiginlega Fréttablaðinu að kenna
að ég gaf þessa bók út. Ég bloggaði á ferða-
laginu og hélt að ég væri bara að skrifa til
minna nánustu á veraldarvefnum. En blaða-
menn á Fréttablaðinu vitnuðu í síðuna og
þegar ég kom heim þá fór ég í viðtal við
blaðið. Viðtalið vakti mikla athygli og marg-
ir fóru að hringja í mig í kjölfarið til að fá
ráðleggingar um svona ferðalög. Skömmu
síðar hitti ég bókaútgefanda og það var
ákveðið að út myndi koma bók um ferðina,“
segir Andrea, sem vill ólm hvetja fólk til að
fara í slíka ferð.
Herra Bros tryggir
jafnaðargeðið