Fréttablaðið - 16.11.2006, Side 37

Fréttablaðið - 16.11.2006, Side 37
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Andrea Róbertsdóttir á tuskubrúðu sem kemur henni í gott skap á morgnana. „Þetta er svona gaur sem kemur manni allt- af í gott skap,“ segir Andrea um Herra Bros, tuskubrúðu sem hún keypti þegar hún var á ferðalagi um Asíu. „Maður vaknar ekki alltaf í partístuði þannig að Herra Bros minnir mig á að líta á björtu hliðarnar. Að smæla framan í heim- inn á morgnana getur gert gæfumuninn. Vanalega er það kærastinn minn sem ég sé við hliðina á mér á koddanum þegar ég vakna og það gerir mig káta, en þegar ég fer inn á bað að bursta tennurnar þá bíður Herra Bros eftir mér þar og kemur mér endanlega í gott skap. Ég hef gert nokkrar óvísindalegar tilraunir með þetta og niður- staðan er sú að ég hef ofurtrú á jákvæðum hugsunum. Herra Bros tryggir mér jafnað- argeð og góða stemningu yfir daginn,“ segir Andrea sem almennt trúir ekki á efnisleg gæði og þar af leiðandi er það ekkert hús- gagn sem gefur henni hamingju. Í upphafi þessa árs seldi hún nánast allar sínar eigur og hélt í langferð um Asíu ein síns liðs, en nýlega kom út bók á vegum JPV sem fjallar um þessa ferð. „Það er eiginlega Fréttablaðinu að kenna að ég gaf þessa bók út. Ég bloggaði á ferða- laginu og hélt að ég væri bara að skrifa til minna nánustu á veraldarvefnum. En blaða- menn á Fréttablaðinu vitnuðu í síðuna og þegar ég kom heim þá fór ég í viðtal við blaðið. Viðtalið vakti mikla athygli og marg- ir fóru að hringja í mig í kjölfarið til að fá ráðleggingar um svona ferðalög. Skömmu síðar hitti ég bókaútgefanda og það var ákveðið að út myndi koma bók um ferðina,“ segir Andrea, sem vill ólm hvetja fólk til að fara í slíka ferð. Herra Bros tryggir jafnaðargeðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.