Fréttablaðið - 16.11.2006, Síða 70
Fyrri hluta október birtist greinaflokkur í Fréttablaðinu
undir heitinu „Flóttinn af lands-
byggðinni“. Þar var hlutur dreif-
býlis settur undir mæliker amer-
ískrar hagspeki með þeirri
niðurstöðu að þéttbýli utan Reykja-
víkur, annars staðar en á Akureyri
og í Bolungarvík, væri
dauðadæmt. Þarna birt-
ust greinar með dramat-
ískar fyrirsagnir eins
og: „Austfirðingar í
útrýmingarhættu“,
„Hvergi lægri tekjur“
og „Akureyri ein með
framtíð“. Þegar reikni-
aðferðin er skoðuð
kemur reyndar í ljós að
hún er í meira lagi vafa-
söm og á illa við íslensk-
ar aðstæður eins og fram kemur í
ágætri grein fræðimanna á Bifröst
í Fréttablaðinu hinn 13. október.
Í lok greinaflokksins fær blað-
ið Ásgeir nokkurn Jónsson frá
greiningardeild KB banka til að
tjá sig um þessi válegu tíðindi.
„Ekki kvótakerfinu að kenna,“
segir Ásgeir, og dregur fram söku-
dólg úr óvæntri átt, nefnilega
bættar samgöngur í byggðum
landsins. Rök hans eru á þá leið,
að þegar samgöngur bötnuðu og
vegir voru lagðir til hinna
afskekktu staða við sjávarsíðuna
hafi fólkið farið að flytjast þaðan í
burtu. Áður hafi allir flutningar
farið fram á sjó og þessar byggðir
myndast við ströndina sem þjón-
ustumiðstöðvar við sjóflutninga.
Þegar vegakerfið var byggt upp
um og upp úr seinna stríði hafi
landsbyggðinni tekið að hnigna.
Þá hafi flutningar færst af sjó yfir
á vegina.
Þessi maður þekkir greinilega
lítið til í fyrrverandi fiskveiði-
bæjum Íslands; þekkir ekki hvern-
ig staðan var þar þegar stundaðar
voru öflugar fiskveiðar
og landvinnsla; á þeim
árum þegar ungir sjó-
menn keyptu báta, sóttu
sjóinn og lögðu upp í
sinni heimabyggð. Þetta
var áður en „fiskeyði-
stefnan“ lagði sína
dauðu hönd á sjávar-
byggðirnar. Núna geng-
ur maður þar um götur
og sér varla nokkur
merki um sjávarútveg.
Bryggjur, sem áður iðuðu af lífi,
þar sem bátar lögðu upp, bera nú
lítil merki um líf og nánast engin
um fiskveiðar.
Vissulega er fleira sem veldur.
Mér dettur ekki í hug að halda því
fram að öll vandræði landsbyggð-
ar séu kvótakerfinu að kenna en
þegar menn leita skýringa og
sleppa þætti þess alfarið þá er ekki
hægt að taka þá alvarlega.
Fréttablaðið birtir síðan viðtöl
við formenn stjórnmálaflokka
sem tjá sig um niðurstöður þessa
greinaflokks, þar sem boðuð eru
þau válegu tíðindi að 59 af 79, eða
þrír fjórðu af sveitarfélögum
landsins, séu að fara í eyði. For-
maður Samfylkingar talar um
háhraðanettengingar, bættar sam-
göngur og ný störf án þess að til-
greina hvaða og hvar. Sú var tíðin
að sá flokkur hafði stefnu í sjávar-
útvegsmálum. Hún var kölluð
„fyrningarstefnan“ og miðaði að
því að vinda ofan af kvótaflækj-
unni. Nú minnist enginn forystu-
manna flokksins á þá stefnu leng-
ur. Einn þeirra skrifaði grein um
„tíu ástæður“ fólks til að kjósa
flokkinn. Breytingar á sjávarút-
vegsstefnunni eru ekki nefndar
meðal þeirra ástæðna. Hvað varð
eiginlega um stefnu flokksins í
sjávarútvegsmálum? Formaður
Samfylkingar talaði reyndar fyrir
fáum misserum um nauðsynlega
sátt við útvegsmenn. Og mér er
sagt að sumir hinir stærstu
sægreifar séu góðir jafnaðar-
menn!
Formaður Vinstri grænna þegir
líka um þetta mál. Hann vill koma
á strandflutningum og jafna flutn-
ingskostnað. Gott mál, en eru
þessir flokkar búnir að gefast upp
í kvótamálinu? Er frjálst framsal
aflaheimilda orðið náttúrulögmál
á þeim bæjum – líka? Ég hlýt að
viðurkenna að vinstri flokkarnir
eru mitt kjörlendi en ef afnám
kvótakerfisins vantar í stefnu
þeirra eigum við ekki samleið. Og
ég er ekki eini vinstri maðurinn
sem þannig er ástatt um.
Aðeins einn flokkur heldur
þessu máli á lofti; einn flokkur
sem alltaf er minnstur flokka í
könnunum en hinir fáu þingmenn
hans eru óþreytandi að minna á
firringu framsalsins bæði í ræðu
og riti. Og enn skrifar Sverrir
gamli um landráðamennina.
Á að trúa því að Íslendingar
ætli að láta hernaðinn gegn lands-
byggðinni takast? Á að trúa því
upp á svonefnda jafnaðarflokka
einnig? Ætlar þjóðin, þegar allt
kemur til alls, að sætta sig við það
óréttlæti, að sjávarbyggðirnar séu
sviptar heimildum til að veiða úr
sameiginlegri auðlind þjóðarinn-
ar? Er sátt um það að sjávarútveg-
urinn sé og verði ofsagróðavegur
fyrir fáa og að fleygt sé stíflum og
álverum í dreifbýlið sem dúsu?
Það renna á mann tvær grímur
við að lesa greinaflokk eins og
þennan um flóttann af landsbyggð-
inni þar sem á óskammfeilinn hátt
er lýst eyðingu byggðar og þagað
um aðalorsökina, fiskveiðistjórn-
unina sem er „mesta samfélags-
lega óhæfuverk sem framið hefur
verið í sögu þjóðarinnar“, eins og
Magnús Jónsson veðurfræðingur
orðar það í lykilgrein um kvóta-
kerfið í Morgunblaðinu fyrir
nokkrum misserum. Ekki nóg með
að Fréttablaðið láti undir höfuð
leggjast að tilgreina þennan mein-
vald heldur er dreginn fram hag-
fræðingur til að hvítþvo kvóta-
kerfið. Það er svo í besta falli
hlægilegt og fullkomlega í takt við
firringuna í þessu máli öllu að
hann skuli grípa til þess ráðs að
kenna Vegagerðinni um hinn
meinta flótta af landsbyggðinni.
Höfundur er ritstjóri og tónlistar-
maður. (Óstytt grein er birt á
Visir.is undir Umræðan)
Meint endalok landsbyggðar
Lesið Drauma-landið!!!!“ hrópaði
Bubbi í Laugardals-
höll. „Ef þið getið ekki
keypt hana, stelið
henni,“ sagði virtur
rithöfundur. Ég
keyp´ana. Bókina sem
er eitt skemmtilegasta
dæmið um starf sem
varð til vegna stóriðjufram-
kvæmdanna fyrir austan. Bók
sem selst eins og heitar lummur.
Andri Snær er að gera það gott og
það er vel.
Ég hef ætlað í að blanda mér í
umræðurnar um draumalandið
sem við búum í. Ég hef ætlað að
minna á hvernig ástandið var
fyrir austan þegar allt var að
koðna niður. Ég hef ætlað að
reyna að leiðrétta eitthvað af
rangfærslunum um störfin í
álveri. Ég hef ætlað að vekja
athygli á að við getum rekið
álver með lágmarks mengun.
Loksins í alvöru verið bestir í
einhverju. Ég hef ætlað að vekja
athygli á notagildi áls og hve
víða það kemur við sögu. Ég hef
ætlað að lýsa efasemdum með
stóraukinn fjölda ferðamanna og
áhrif þeirra á umhverfið. Það
hefur einhvernveginn dregist að
taka þátt í umræðunni kannski
vegna þess að það hafa verið
nógu margir sem hafa haft þörf
fyrir að koma „sinni“ skoðun á
framfæri. En ætla ég að blanda
mér í umræður sem hafa orðið
síðustu daga og vikur, um minn
vinnustað, álverið í Straumsvík.
Fyrir stuttu sagði ég Samfylk-
ingarfólki í Kópavogi, sem ég sat
með á fundi og ræddi „Fagra
Ísland“, að álverði í Straumsvík
væri góður vinnustaður, einn sá
besti sem ég hef starfað á. Skömmu
síðar upphefst mikið fjölmiðlafár
þegar þremur starfsmönnum með
langan starfsferil hjá fyrirtækinu
er sagt upp. Af fréttaflutningi,
greinaskrifum og viðtölum má
ætla að Straumsvík sé
víti á jörð og stjórnað af
skelfilegu fólki. Auðvit-
að er það alltaf mikið
mál þegar menn missa
vinnu á eftirsóknar-
verðum vinnustað. Það
er eðlilegt. En umræð-
an er komin langt út úr
korti.
Verkalýðsfélögin
vissu alveg hvernig
staðið er að uppsögn-
um þegar þau hvöttu
starfsmenn til að samþykkja síð-
ustu kjarasamninga. Þau vissu
það líka fjórum árum fyrr. Það er
einn maður sem hefur barist fyrir
því árum saman að samþykktir
Alþjóða Vinnumálastofnunarinn-
ar frá árinu 1982, sem snúa að
réttindum launþega gagnvart
uppsögnum verði sett í lög á
Íslandi. Hann heitir Sigurður T.
Sigurðsson og er fv. Formaður
Hlífar og hefur talað fyrir dauf-
um eyrum. Fyrirtæki hvort sem
það er Alcan eða eitthvað annað
fyrirtæki ganga ekki lengra en
þau þurfa samkvæmt lögum við
að greina ástæður uppsagna, eðli-
lega. Samningar í Straumsvík
hafa verið leiðandi í að bæta kjör
launafólks og eiga að vera það.
Flugsýning eins og sett var á
svið til að rakka niður Alcan þjón-
ar ekki hagsmunum starfsmanna.
Er aðeins eldsneyti fyrir þá sem
telja sig sólar megin í lífinu takist
þeim að sannfæra Hafnfirðinga
um að koma þurfi í veg stækkun í
Straumsvík. Ef skýr ákvæði væru
í saminingi um aðdraganda upp-
sagnar og aðkomu fulltrúa starfs-
manna, vissu brottreknir starfs-
menn frekar hversvegna þeir
misstu vinnuna eða væru jafnvel
enn við störf.
Álverið í Straumsvík er góður
vinnustaður. Ákveði fyrirtækið
stækkun og Hafnfirðingar sam-
þykkja, þá eru spennandi tímar
framundan.
Höfundur er Starfsmaður Alcan
á Íslandi og f.v. vara aðaltrúnað-
armaður starfsmanna.
Straumsvíkurblús
Samkvæmt nýrri Gallupkönnun, sem
gerð var fyrir Eflingu og
Starfsgreinasambandið,
hefur verkafólk áhyggj-
ur af löngum vinnutíma.
Vinnutíminn er nú til
jafnaðar 51 stund á viku
hjá verkafólki og hefur
lengst um eina stund frá
1998. Þetta er vissulega mikið
áhyggjuefni. Vinnutíminn ætti að
styttast en ekki öfugt. Árið 1990
flutti ég tillögu til þingsályktunar á
Alþingi um styttingu vinnutíma en
ég sat þá um skeið á þingi fyrir
Alþýðuflokkinn. Tillaga mín hljóð-
aði svo: „Alþingi ályktar að fela
félagsmálaráðherra að semja áætl-
un um almenna styttingu vinnu-
tíma án skerðingar tekna. Skal ráð-
herra hafa samráð við aðila
vinnumarkaðarins um málið.“ Í
greinargerð með tillögunni kom
fram, að vinnutími hjá ófaglærðu
verkafólki væri til jafnaðar 52,7
stundir á viku. Samkvæmt því
hefur vinnutíminn sáralítið styst á
þeim 16 árum sem liðin eru síðan
tillagan var flutt.
Það er mikið hagsmunamál fyrir
verkafólk að stytta vinnutímann og
tryggja það, að verkafólk geti lifað
sómasamlegu lífi af dagvinnu.
Vinnutími í raun ætti að mínu mati
að vera að hámarki 40 stundir á
viku en styttri ef við færum að for-
dæmi Norðurlanda. Það er sannað
mál, að með styttri vinnutíma auk-
ast afköst vinnandi fólks. Langur
vinnutími dregur úr afköstum og
eykur slysahættu. Stuttur vinnu-
tími er brýnt heilsufarsmál. Ef til
vill væri unnt að ná nýrri þjóðar-
sátt um styttingu vinnutíma án
tekjuskerðingar. Það er stórmál.
Stjórnvöld hafa
nokkrum sinnum á und-
anförnum áratugum
fjallað um vinnutíma og
leiðir til þess að stytta
hann. Árið 1987 skipaði
þáverandi forsætisráð-
herra, Þorsteinn Páls-
son, nefnd til þess að
annast samanburðar-
könnun á launum karla
og kvenna. Verksvið
þeirrar nefndar var
síðar víkkað út þannig
að nefndin skyldi gera fjölþætta
lífskjarakönnun.Í niðurstöðum
nefndarinnar kom fram að vinnu-
tími hér væri mjög langur og
grunnkaup frekar lágt. Sem fyrr
segir hefur vinnutíminn lítið styst
síðan. Kaup hefur mjakast upp á
við en þó eru kjör lægstlaunuðu
verkamanna enn allt of lág og erfitt
að lifa sómasamlegu lífi af því.
Hinn langi vinnutími hér á landi
er mikið vandamál og kemur niður
á fjölskyldulífi í landinu. Stytting
vinnutímans myndi stórbæta fjöl-
skyldulífið og gera foreldrum kleift
að eyða meiri tíma með börnum
sínum. Öllum er ljóst að mikil þörf
er á því í dag að bæta fjölskyldulíf-
ið í landinu.
Vinnutíminn er mikið styttri hjá
hinum Norðurlandaþjóðunum en
hér og í löndum Evrópusambands-
ins er vinnutíminn mikið styttri.
Meðalvinnutími í löndum ESB er
nú 38,6 stundir á viku. Í Noregi er
vinnutíminn mikið styttri en hér en
þó getur verkafólk lifað sómasam-
lega af dagvinnulaunum. Yfirvinna
þekkist varla. Takmarkið hér á að
vera að ná vinnutímanum niður
eins og hjá hinum Norðurlanda-
þjóðunum og að hækka laun verka-
fólks til samræmis við það sem þar
tíðkast.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Vinnutími of langur
PANTAÐU Í SÍMA
WWW.JUMBO.IS
554 6999
SAMLOKUBAKKI | TORTILLABAKKI | BLANDAÐUR BAKKI
ÞÚ GETUR PANTAÐ GIRNILEGA VEISLUBAKKA FRÁ OKKUR MEÐ LITLUM FYRIRVARA