Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.11.2006, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 16.11.2006, Qupperneq 78
Í sumar ákváðum við maðurinn minn að gera endurbætur á aldargömlu húsinu okkar. Það reynd- ist ekki seinna vænna þar sem í ljós kom að húsið lá undir skemmdum á nokkr- um stöðum. Svo var ákveðið að gera nokkrar breytingar á því í fegrunarskyni. Við hefðum kannski látið það ógert hefði okkur órað fyrir hversu mikla vinnu það myndi kosta. Með hverjum deginum sem leið líktist húsið minna draumahúsinu okkar þvert gegn öllum væntingum og í raun meira eins og stór sprengja hefði lent ofan á því. Þar sem ég lá uppi í rúmi eitt kvöldið, umvafinn plasthengjum sem höfðu verið sett upp til varnar ryki og drullu, varð mér hugsað til geimálfsins E.T. sem var næstum því dreginn til dauða af framandi og fjandsamlegum aðstæð- um hér á jörðinni. „E.T. go home,“ kjökraði ég. Næsta dag var samband haft við móðurskipið til að grenja út vist. Ekki stóð á því og við félagarnir fengum að hreiðra okkur um í gamla herberginu mínu, sem vel á minnst hefur verið haldið nánast óbreyttu síðan ég flutti út fyrir níu árum, eins og verið sé að halda minningu einhvers látins á lofti. Kostirnir við að snúa aftur í for- eldrahús eru margir. Helsti gallinn er þó sá að engu líkara er en hjól tímans snúist aftur á bak og gömul sam- skiptamynstur glæðist nýju lífi. Fyrsta vísbendingin um það var nokk- uð táknræn, eða þegar gamli dimmit- er-búningurinn minn datt ofan úr hillu á mig fyrsta kvöldið, eins og draugur aftur úr grárri forneskju. Svo byrj- uðu þriðju gráða yfirheyrslurnar: Hvert ertu að fara, hvenær kemurðu heim? o.s.frv. Í fyrstu pirraði þetta mig. Svo hætti ég bara að ergja mig á þessu, enda ekki eins og ég búi við slæm kjör. Hjá foreldrum mínum er hugsað ofsa- lega vel um okkur. Það er meira að segja hugsað fyrir okkur. Er þá ekki betra að tilheyra einhverri samvitund eins og Borgverjarnir í Star Trek held- ur en að vera geimálfur á banabeðin- um? Við ykkur sem búið við þessar aðstæður vil ég því gefa það heilræði að sætta ykkur bara við ástandið. And- spyrna er hvort eð er gagnslaus. V in n in g ar v er ða a fh en d ir h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í SM S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey ti ð. Sendu SMS BTC PCV á númerið 1900 og þú gætir unnið! Aðalvinningur er DVD spilari + Pirates of the Caribbean Vinningar eru Pirates of the Caribbean, tölvuleikir, DVD myndir og margt fleira 9. hver vinnur! LENDIR16.11.06 Í BT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.