Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 4
75.000 KR.
GJAFABRÉF
FRÁ SMÁRALIND FYLGIR NÚNA
ÖLLUM NOTUÐUM BÍLUM FRÁ
INGVARI HELGASYNI
Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, segir ekki koma til
greina að fleiri þýskir hermenn
verði sendir til Afganistans. Engir
þýskir hermenn verða heldur send-
ir til suðurhluta landsins, þar sem
átök hafa verið hörð undanfarið.
James L. Jones, yfirherforingi
Atlantshafsbandalagsins, ítrekaði í
gær hvatningu til aðildarríkja
bandalagsins um að senda fleiri
hermenn til Afganistans, að öðrum
kosti muni hernaðurinn þar drag-
ast á langinn og verða dýrkeyptari.
Nærri þrjú þúsund þýskir her-
menn eru í Afganistan, flestir í
norðanverðu landinu þar sem er til-
tölulega friðsælt.
„Við viljum ekki að neinn vafi
leiki á um árangur þeirra í norður-
hlutanum og ég get ekki séð að
neinn vilji stofna í hættu því öryggi
sem ríkir í norðurhlutanum,“ sagði
Merkel í gær.
Í gær hafði Merkel verið kansl-
ari Þýskalands í eitt ár og notaði
tækifærið til að stæra sig svolítið
af árangri ríkisstjórnarinnar, þótt
hún segði margt eftir ógert.
Samskipti stjórnarflokkanna
tveggja, Kristilegra demókrata og
Sósíaldemókrata, í „stóru sam-
steypustjórninni“ sem mynduð var
eftir síðustu þingkosningar, hafa þó
verið stirð að undanförnu og skoð-
anakannanir sýna að vinsældir
hennar minnka.
Neitar að senda fleiri þýska
hermenn til Afganistans
Aðildarríki Evrópu-
sambandsins hafa samþykkt að
draga úr hömlum á úthafsveiðum
og hunsa þar með viðvörunarorð
um að sumir fiskistofnar séu í
útrýmingarhættu og þess vegna
þurfi að hætta úthafsveiðum með
öllu.
Á tveggja daga fundi sjávarút-
vegsráðherra aðildarríkjanna í
Brussel var á hinn bóginn
samþykkt að herða reglur um
möskvastærð veiðarfæra og
strandveiðar í Miðjarðarhafinu.
Í næsta mánuði taka ráðherr-
arnir ákvarðanir um fiskveiðikvóta
í lögsögu aðildarríkjanna.
Minni hömlur
á úthafsveiðar
Hagvöxtur mun
dragast saman á öllum Norður-
löndunum nema Noregi á næsta
ári samkvæmt spá norrænu efna-
hagsnefndarinnar í nýútkominni
skýrslu. Mestur samdráttur verð-
ur á Íslandi þar sem hagvöxtur
mun fara úr 4,2 prósentum í ár
niður í eitt prósent. Hagvöxtur á
hinum Norðurlöndunum verður á
bilinu tvö til 3,6 prósent.
Afkoma hins opinbera hefur
sjaldan verið betri á Norðurlönd-
unum samkvæmt skýrslunni og
stendur Noregur þar langbest með
19,5 prósent af vergri landsfram-
leiðslu. Næst kemur Ísland með
3,8 prósent. Ísland verður hins
vegar með lægstu afkomu hins
opinbera á næsta ári samkvæmt
spám eða 1,5 prósent. „Afkoman
verður þó jákvæð á næsta ári sem
telst gott með hliðsjón af því að
víðast hvar í Evrópu er halli á
rekstri hins opinbera,“ segir Bene-
dikt Þór Valsson, hagfræðingur í
fjármálaráðuneytinu, sem situr í
norrænu efnahagsnefndinni fyrir
hönd Íslands.
Við samanburð á Norðurlönd-
unum er mikilvægt að líta til þess
að svokallað öldrunarvandamál
framtíðar virðist vega þyngra á
hinum Norðurlöndunum að sögn
Benedikts. Í því felst að færri
munu borga skatta til að greiða líf-
eyri og aðra opinbera þjónustu til
æ vaxandi fjölda fólks. „En
íslenska þjóðin er ung og við
sjáum fram á að okkar lífeyris-
sjóðskerfi verði sjálfbært. Hinar
þjóðirnar eru að reka sína ríkis-
sjóði með góðri afkomu til að geta
mætt miklum skuldbindingum í
framtíðinni, bæði vegna öldrunar
og lífeyrisskuldbindinga.“
Verðbólga hefur verið fremur
lág á öllum Norðurlöndunum nema
á Íslandi sem sker sig úr með 7,3
prósent verðbólgu fyrir árið 2006.
Næst mest er verðbólgan í Noregi
2,5 prósent.
Tryggvi Þór Herbertsson, for-
stöðumaður Hagfræðistofnunar
Háskóla Íslands, segir þessar
tölur sýna þann samdrátt sem
talað er um að verði hér á næsta
ári. „Þetta endurspeglar aðlögun
íslenska hagkerfisins að nýju jafn-
vægi eftir þá gríðarlega miklu
þenslu og ójafnvægi sem hefur
verið undanfarið.“
Tryggvi bendir á að margfalt
meiri hagvöxtur hafi verið á
Íslandi en á hinum Norðurlöndun-
um í langan tíma og því eigi þetta
ekki að breyta neinu stóru. „Þetta
er nauðsynleg aðlögun sem verður
að eiga sér stað til þess að hér
náist verðbólga niður og hagkerf-
ið fari í jafnvægi.“
Minnstur hagvöxtur á
Íslandi á næsta ári
Hagvöxtur og afkoma hins opinbera dregst mest saman á Íslandi á næsta ári
samkvæmt spá um efnahagshorfur á Norðurlöndum. Sagt nauðsynleg aðlögun.
16 daga átak gegn
kynbundnu ofbeldi verður haldið
hér á landi dagana 24. nóvember
til 10. desember næstkomandi. Á
fjórða tug stofnana og samtaka
munu meðal annars standa fyrir
alls kyns fundum, mótmælum
málþingum á þeim tíma. Átakið í
ár á að beina sjónum að þeim
fjölmörgu samfélagsmeinum sem
stuðla að ofbeldi gegn konum.
16 daga átakið hefur í 16 ár
unnið að því að draga kynbundið
ofbeldi fram í dagsljósið sem
mannréttindabrot. Hópar og
samtök um allan heim hafa nýtt
átakið til að krefjast aðstoðar og
stuðnings til handa fórnarlömb-
um ofbeldis og þrýsta á bætta
réttarstöðu þolenda.
16 daga átak
haldið í 16 sinn
Tuttugu einbýlis-
hús sem hvert um sig mun verða
allt að 600 fermetrar munu rísa í
landi Gljúfurárholts í Ölfusi ef
ný tillaga að deiliskipulagi sem
nú hefur verið auglýst verður
samþykkt.
Húsin, sem verða eins konar
herragarðar, mega vera tíu
metra há. Með hverju íbúðar-
húsi er að auki gert ráð fyrir allt
að 100 fermetra gróðurhúsi og
hesthúsi fyrir tíu hesta. Lóðirn-
ar verða allt að tíu þúsund
fermetrar hver. Einnig er gert
ráð fyrir tvíbýlishúsum í
þessum 1. áfanga í skipulagn-
ingu íbúðabyggðar í landi
Gljúfurárholts.
Risastórir
herragarðar
Úrslit þingkosning-
anna í Hollandi í
gær virtust sam-
kvæmt fyrstu
tölum verða á
þann veg að
hvorki fylking
hægri manna né
fylking vinstri
manna hlyti
meirihluta
þingsæta.
Hins vegar
stefndi í að flokkur forsætisráð-
herrans Jans Peters Balkende,
Kristilegir demókratar, fengi flest
þingsæti og þar með umboð til að
leiða stjórnarmyndunarviðræður.
Balkende hefur leitt minni-
hlutastjórn ásamt Frjálslynda
flokknum frá því miðflokkurinn
D66 yfirgaf stjórnarsamtarf
hægri manna í sumar.
Flokkarnir í fylkingu vinstri
manna eru Verkamannaflokkur-
inn, Sósílastaflokkurinn og
Græningjar. Aðrir flokkar standa
utan fylkinga.
Hvorug fylking-
in í meirihluta