Fréttablaðið - 23.11.2006, Page 8
ÉG VANN
FERÐ FYRIR
TVO Á ENSKA
BOLTANN!
Nöfn heppinna Safnkortshafa eru dregin út vikulega í ferð
fyrir tvo á Enska boltann. Síðasti útdráttur 25. nóvember.
Það borgar sig að nota Safnkortið!
www.safnkort.is
– OG ÞAÐ EINA SEM ÉG GERÐI VAR
AÐ NOTA SAFNKORTIÐ HJÁ ESSO
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Sigríður Ingþórsdóttir
Safnkortsvinningshafi:
fylgir hverri
OROBLU vöru
Kaupauki
LIDO
sokkabuxur
PEARL
hlýrabolur
á n‡ju vetrarvörunum
frá OROBLU í Lyfju
KYNNINGAR
Föstudag, kl. 14-18
í Lágmúla og
Smáralind
Laugardag, kl. 12-16
á Laugavegi
Fimmtudag, kl. 14-18
á Selfossi
Fimmtudag, kl. 13-17
á Smáratorgi
Gísli Marteinn Bald-
ursson, formaður umhverfis- og
samgönguráðs Reykjavíkur, segir
að ekki sé ljóst nákvæmlega hvaða
kostnaðarliðum við framkvæmd
Sundabrautar sé frestað með því
að leggja aðeins hundrað milljónir
í verkefnið á næsta ári. Gísli
Marteinn segir að fjárhæðin dugi
ágætlega í undirbúningsvinnu og
hönnun.
Í nýlegu frumvarpi fjármála-
ráðherra um ráðstöfun hluta sölu-
andvirðis Landssímans er lagt til
að hundrað milljónum verði varið
til Sundabrautar í stað þeirra 1.500
milljóna sem fyrirhugað var á
næsta ári. Á móti kemur að fram-
lögin árið 2009 nema 3.900 millj-
ónum, í stað 2.500 áður.
Gísli Marteinn segir að borgar-
stjórnarmeirihluti Sjálfstæðis-
flokksins standi við loforð sitt um
að taka ákvörðun um legu Sunda-
brautar fyrir árslok og þá verði
hægt að hefjast handa. „Þegar
ákvörðunin hefur verið tekin
tekur við hönnunarferli. Það er
ekki hægt að hanna fyrr en vitað
er hvort Sundabraut verður grafin
ofan í jörðina eða fer upp á fimm-
tíu metra háa brú,“ segir hann.
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra segir að undirbúningur
við Sundabraut hafi aldrei komist
á það stig að framkvæmdinni væri
stillt upp í verkáfanga og því sé
ekki hægt að segja hverju hafi
verið frestað.
Ekki stillt upp í verkáfanga
Samkvæmt grófri
áætlun er gert ráð fyrir 450 til 500
sjálfssköðum fullorðins fólks á ári
hverju undanfarin ár, segir Sig-
urður Páll Pálsson, geðlæknir á
geðsviði Landspítala-háskóla-
sjúkrahúss, spurður um sjálfs-
vígshættu hjá fullorðnum.
Sigurður segir að um sé að
ræða lágmarkstölur fyrir árin
2003 og 2004 en þá hafi mátt gera
ráð fyrir 450 til 500 sjálfssköðum
að lágmarki á hvoru ári fyrir sig.
Kynjaskiptingin sé 38 prósent
karlar og 62 prósent konur. Um 20
prósent af þessum hóp komi mar-
goft af þessum sökum. Meðalald-
ur heildarfjöldans sé tiltölulega
lágur, langt undir fertugu. Kon-
urnar hafi alltaf verið mun yngri
en karlarnir.
„Þetta er ekki gamalt fólk,“
segir Sigurður Páll. „Sjálfsvígstil-
raunir hjá gömlu fólki eru alltaf
alvarlegri heldur en hjá þeim
yngri. Þær takast yfirleitt, bæði
vegna alvarleika ákvörðunar og
hins, að líkaminn er viðkvæmari
og þolir minna.“
Sigurður Páll bendir á að sjálfs-
skaði sé víðara hugtak heldur en
sjálfsvígstilraun, enda sé í mörg-
um tilvikum erfitt að skilja þar á
milli. Hann segir að verið sé að
vinna að flokkun sjálfsskaða í
beinar sjálfsvígstilraunir og aðra
sjálfsskaðandi hegðun. Kominn sé
vísir að flokkun og sískráningu á
slysa- og bráðadeild LSH og lyfja-
deild spítalans, en þangað komi
fólk sem hefur skaðað sig yfirleitt
fyrst. Aðeins brot af því fari inn á
geðdeild. Svo sé hópurinn sem
skaði sig en leiti sér ekki aðstoðar.
Það sé því ýmsum erfiðleikum háð
að fá heildaryfirsýn yfir fjölda
sjálfsvíga og einstaklinga sem
skaða sig.
Á árunum 1990 til 2005 sviptu
518 Íslendingar sig lífi, að því er
fram kom í svari Sivjar Friðleifs-
dóttur heilbrigðisráðherra á
Alþingi nýverið. Rúmlega fjögur
hundruð karlar sviptu sig lífi á
tímabilinu og rúmlega hundrað
konur. Á tímabilinu tóku 180
manns undir þrítugu líf sitt, 165
karlar og 15 konur.
Samkvæmt skráningu Hagstof-
unnar urðu alls 33 sjálfsvíg á
Íslandi á síðastliðnu ári. Af þeim
sem ákváðu að taka sitt eigið líf
voru 24 karlar og níu konur. Tveir
einstaklingar voru undir 20 ára
aldri en alls voru sex einstakling-
ar sem sviptu sig lífi á aldrinum
16-30 ára, allt karlmenn. Konurn-
ar sem fyrirfóru sér voru á flestar
á aldrinum 41-60 ára, eða sjö tals-
ins. Átján karlmenn á aldrinum
31-60 ára frömdu sjálfsvíg.
Konur skaða
sig frekar en
karlmenn
Áætlað er að 450 til 500 fullorðnir einstaklingar skaði
sig með einhverjum hætti á ári hverju, sumir vegna
tilraunar til sjálfsvígs en aðrir af öðrum orsökum.
Konur skaða sig um það bil tvöfalt oftar en karlar.
Haraldi Hannesi
Guðmundssyni, 36 ára ljósmynd-
ara, er enn haldið sofandi á
sjúkrahúsi í Lundúnum. Læknar
telja hann í lífshættu og hefur svo
verið síðan á sunnudagsmorgun
þegar þrír hettuklæddir menn
réðust að honum skammt frá
heimili hans. Haraldur er með
alvarlega höfuðáverka.
Sr. Sigurður Arnarson,
sendiráðsprestur í Lundúnum,
segir að árásin hafi verið
fólskuleg og að því er virðist
tilefnislaus, en Haraldur var að
hjóla í hverfinu þegar ráðist var á
hann.
Stofnaður hefur verið reikn-
ingur fyrir Harald hjá SPRON, nr.
1150-26-2600, kt. 070970-4229
Haldið sofandi